

Leyfi til að elska
25.04.2017 @ 13:00 - 16:30 UTC+0
Félag um foreldrajafnrétti og Börnin okkar standa að ráðstefnunni Leyfi til að elska – um foreldraútilokun og afleiðingar hennar fyrir börn og foreldra. Ráðstefnan fer fram í Háskólabíó á alþjóðlegum vakningardegi um foreldraútilokun, þriðjudaginn 25. apríl kl 13-16:30.
DAGSKRÁ
Dómsmálaráðherra flytur opnunarávarp – Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.
„Hvað segja rannsóknir?“ – Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf Háskóla Íslands og formaður stjórnar RBF og Heimir Hilmarsson, félagsráðgjafi hjá Barnavernd Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga, segja frá rannsóknum tengdum foreldraútilokun.
„Hlutverk barnaverndarnefnda í tálmunarmálum“ – Páll Ólafsson, sviðsstjóri ráðgjafar og fræðslusviðs hjá Barna…verndarstofu.
„Foreldraútilokun sem ofbeldi á barni“ – Dr. Edward Kruk, dósent í félagsráðgjöf við University of British Columbia. Edward hefur sérhæft sig í foreldraútilokun og afleiðingum tengslarofs barns við annað foreldrið, bæði fyrir barnið og foreldrið.
KAFFIHLÉ
Raddir ungmenna – myndband.
„Foreldraútilokun sem heimilisofbeldi“ – Dr. Jennifer Jill Harman, dósent í sálfræði við Colorado State University í Bandaríkjunum. Jennifer hefur rannsakað rótgróin samfélagsleg viðhorf til hlutverka kynjanna í foreldrahlutverkinu sem geta bæði stuðlað að og viðhaldið foreldraútilokun.
„Réttur barns – ábyrgð foreldra og lausnir“ – María Júlía Rúnarsdóttir, lögmaður hjá Local lögmönnum og Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Mikilvægi góðra samskipta – myndband.
Lokaorð – Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.
PALLBORÐSUMRÆÐUR
Fundarstjóri er Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi alþingismaður.
Aðgangur er ókeypis og ráðstefnan er öllum opin á meðan húsrúm leyfir.
Eftirfarandi félög og samtök styðja faglega umræðu um málefnið:
Barnaheill – Save the Children á Íslandi, Félag einstæðra foreldra, Miðstöð foreldra og barna, Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands og Samtök umgengnisforeldra.
Leave A Comment
You must be logged in to post a comment.