Tæplega 600 fjölskyldur og einstaklingar fengu formlega ráðgjöf vegna greiðsluerfiðleika á vegum Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna á árinu 2005. Auk þess var fjölmörgum leiðbeint í gegnum síma og á netspjalli Ráðgjafastofunnar, sem fagnar tíu ára afmæli í ár.

Í ársskýrslu Ráðgjafastofunnar, sem kynnt var í dag, kemur m.a. fram að einstæðar mæður hafi verið fjölmennasti einstaki hópur viðskiptavina stofunnar á síðasta ári líkt og undanfarin ár. Þá kemur fram að einhleypum körlum fari einnig fjölgandi á meðal þeirra sem leita til stofunnar og að margir þeirra séu með háar meðlags- og skattaskuldir á bakinu.

Í skýrslunni kemur einnig fram að veikindi og offjárfestingar séu algengustu ástæður greiðsluerfiðleika viðskiptavina hennar og að fjölmennasti aldurshópurinn sem leiti til Ráðgjafarstofu sé nú á milli tvítugs og þrítugs en fyrir nokkrum árum var það aldurshópurinn á milli þrítugs og fertugs.

Innlent | mbl.is | 18.5.2006 | 16:39

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0