Velferðar Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að gera úttekt á fjölda og stöðu forsjárlausra feðra í þeim tilgangi að átta sig betur á því hvar skórinn kreppir í þjónustu við þá. Velferðar Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að gera úttekt á fjölda og stöðu forsjárlausra feðra í þeim tilgangi að átta sig betur á því hvar skórinn kreppir í þjónustu við þá. Þá hefur ráðið jafnframt samþykkt að setja af stað rýnihóp til að fá upplýsingar um viðhorf og skoðanir forsjárlausra feðra til þess hvað eigi að leggja áherslu á í þjónustu við þá og börn þeirra.

Á fundinum var kynnt minnisblað Ellýjar A. Þorsteinsdóttur, skrifstofustjóra velferðarþjónustu um stöðu forsjárlausra feðra í Reykjavík. Þar kemur fram að ekki liggi fyrir haldbærar upplýsingar um stöðu þessa hóps almennt. Hins vegar hafi málefni forsjárlausra feðra verið í vaxandi mæli til skoðunar í tengslum við veitingu félagslegrar þjónustu í Reykjavík. Segir að ýmislegt hafi verið gert á undanförnum árum sem komi þessum hópi til góða. Er í því sambandi nefnt að árið 2003 hafi verið tekin ákvörðun um að forsjárlausir foreldrar, sem hefðu reglulega umgengni við börn sín, fengju það metið til stiga á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði. Þá hafi sama ár verið farið af stað með fjölskylduráðgjöf fyrir langtímanotendur Félagsþjónustunnar með sérstakri áherslu á forsjárlausa feður.

Í minnisblaðinu segir að kannanir hérlendis og erlendis hafi leitt í ljós að feður séu almennt ekki nægilega mikið með í myndinni varðandi uppeldi og stuðning við börn sín eftir skilnað eða sambúðarslit og að mikilvægt sé einnig að styrkja tengsl feðra við börn sín. Er lagt til að úttekt verði gerð á stöðu forsjárlausra feðra til að kanna hvort breytingar á vinnulagi hjá borginni hafi skilað sér í bættri stöðu þessa hóps.

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0