Ágætu Félagsmenn í Félagi Ábyrgra Feðra.

Á félagskrá hjá okkur eru um 500 manns. Aðeins hluti af þeim hefur greitt ársgjöld á síðustu árum. Það er óhætt að segja að aldrei áður hefur málstaður félagsins fengið jafn mikla umfjöllun í samfélaginu og nú síðustu vikur. Það eru lagabreytingar í farvatni á þingi, sem er afrakstur óeigingjarnar vinnu stjórnarmanna FÁF á síðustu árum. Félagið þarf að berjast fyrir frekari lagabreytingum og frekar uppstokkun og lagfæringum á stjórnsýslunni.

Allt þetta kostar vinnu og peninga. Félagið er drifið áfram að sjálfboðavinnu stjórnar og helstu tekjur eru fyrst og fremst ársgjöld félagsmanna, fyrir utan smávægilegt ríkisframlag.

Við biðjum því alla að greiða heimsenda gíróseðla, þannig styrkjum við Félag Ábyrgra Feðra og þannig munum við öll í sameiningu skila réttlátara og sanngjarnara samfélagi til barnanna okkar.

Bestu jólakveðjur´
f.h. stjórnar FÁF.

Gísli Gíslason
Formaður FÁF.

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0