Í áramótaræðu forsætisráðherra, fjallaði hann nokkuð um fjölskylduna og stöðu hennar. Ekki minntist hann einu orði á stöðu forsjárlausra og barna þeirra. Sama var uppá teningnum í nýársávarpi Forseta Íslands. Ekki sá heldur umboðsmaður barna ástæðu til að fjalla um þetta málefni í viðtali við Moggann á gamlársdag.

því miður rata ekki málefni hinna 12000 forsjárlausra foreldra og 20 000 börn þeirra ekki í áramóta ræður landsfeðranna. Það þýðir einfaldlega að Félag Ábyrgra Feðra verður að halda áfram að styrkjast og dafna á þessu ári.

Um fjölskyldumál sagði forsætisráðherra:
“Við síðustu áramót varð mér tíðrætt um málefni fjölskyldunnar og sagði þá meðal annars:
“Það er bjargföst trú mín að samheldin og ástrík fjölskylda sé kjarninn í hverju þjóðfélagi. Þann kjarna þarf að styrkja og treysta og við höfum komið til móts við breyttar kröfur með fæðingarorlofi fyrir báða foreldra sem var mikið jafnréttismál. Að sama skapi höfum við lagt áherslu á að allir geti eignast sitt eigið húsnæði. En betur má ef duga skal. Ég hef því ákveðið að setja af stað vinnu við að meta stöðu íslensku fjölskyldunnar.”

Sú nefnd var skipuð strax í janúar og á að starfa í ár til viðbótar. Nefndin hefur á þessum tíma unnið mikilvægt starf, meðal annars við að kortleggja hvernig málefni fjölskyldunnar hafa þróast í lögum og reglugerðum á síðustu árum og fara yfir fjölskyldustefnur fyrirtækja, fæðingarorlofsmál og daggæslumál svo dæmi séu tekin. Ljóst er að samráðsvettvangur á borð við fjölskyldunefndina er nauðsynlegur og vænti ég mikils af störfum nefndarinnar á komandi ári. Jafnframt hófst í ársbyrjun samstarf forsætisráðuneytisins, þjóðkirkjunnar, umboðsmanns barna, Velferðarsjóðs barna og Heimila og skóla undir heitinu Verndum bernskuna. Átakinu er ætlað að vekja alla til umhugsunar um þau verðmæti sem falin eru í börnum þessa lands og var bæklingi með 10 heilræðum fyrir foreldra og uppalendur dreift í öll hús, málþing og ráðstefnur hafa verið haldnar, kynningar í skólum og félagsmiðstöðvum og hjá ýmsum samtökum. Ég veit að þetta átak hefur mælst vel fyrir og ég vona að það muni vekja marga uppalendur til umhugsunar um stöðu sína og stöðu fjölskyldunnar almennt. ”

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0