Í blaðinu Nýtt Líf 1.tbl 30 árg 2007, er fjallað um tvo fullorðna einstaklinga sem leituðu föðurs síns erlendis á fullorðins árum. Þau ólust upp án blóðföðurs og fannst alltaf að það vantaði eitthvað í þeirra líf. Í öðru viðtalinu í Nýtt Líf segir viðmælandinn, Margrét Sigurðardóttir. “ Börn sem þekkja ekki feður sína eru mörg illa stödd tilfinningalega. Fólk þarf að þekkja rætur sínar. Þannig er það bara.” Bæði viðtölin lýsa vel þrá einstaklings til að þekkja blóðföður sinn og þeirri gleði sem það veitti þeim á fullorðins árum að ná að tengjast feðrum sínum.
Í Vikunni 4.tbl 69. árg 25. janúar 2007 er fjallað um sameiginlega forsjá. Þar er viðtal viðtal við Kolbrúnu Baldursdóttir, sem er ekki hlynnt sameiginlegri forsjá. Með gagnrök er svo viðtal við Gísla Gíslason formann Félags ábyrgra feðra.
Í Vikunni 5.tbl 69. árg 1. februar 2007 er viðtal við Bjarna Hauk Þórsson, sem er með leikritið Pabbann, en hann er bæði höfundur verksins og leikari. Hann segir m.a. “Hlutverk feðra hefur breyst mjög mikið á síðastliðnum tuttugu árum. Ég get ekki leitað ráða hjá föður mínum, eins og konan mín leitar ráða hjá móður sinni, því hann var allt öðruvísi pabbi en ég.” Það er full ástæða fyrir alla feður að sjá leikritið Pabbann.
Það er gleðilegt að viku og mánaðarblöðin fjalli um nútíma feður og hlutverk þeirra. Það er lykilatriði samfélagið skilji að faðir er barni mikilvægur rétt eins og móðurin og barnið á rétt á báðum foreldrum sem uppalendum, óháð hjúskaparstöðu foreldra. Það er sá grundvallarréttur foreldra og barna sem Félag ábyrgra feðra berst fyrir.
Leave A Comment
You must be logged in to post a comment.