Það hefur verið mikil umræða um málefni forsjárlausra í fjölmiðlum. Þar hefur NFS haft mikla forgöngu.

Í síðustu viku var Gísli Gíslason formaður FÁF á NFS fréttavaktinni f.h. Einnig var Stefán Guðmundsson, varaformaðu FÁF í Ísland í bítið í síðustu viku.

Í þessari viku hefur NFS haldið áfram að fjalla um þessi mál. Á mánudaginn mættu Rúnar Gíslason stjórnarmaður í FÁF og Rúnar Muccio félagi í FÁF. Þeir fjölluðu um þá staðreynd að sumir feður fá aldrei að hafa börnin á aðfangadag. Einnig rætt að feður fá úrskurðað aukin meðlög, jafnvel þó þeir séu með börnin um 40% af tímanum og ráðstöfunartekjur móður hærri þegar allt er tekið saman.

Í vikunni hafa einnig komið á NFS fréttavaktina f.h. þau Dögg Pálsdóttir hrl og formaður Forsjárnefndar, en með henni var Jóhanna Gunnarsdóttir lögmaður í Dómsmálaráðuneytinu. Þar tókust á framsækin viðhorf Daggar á móti stjórnkerfiskyrrstöðu viðhorfum Jóhönnu.

Nú var einnig viðtal á NFS við Valborgu Snævarr hrl og Jónas Jóhannsson héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjanes. Jónas hefur beitt óhefðbundnum aðferðum við að sætta foreldra í forsjárdeilum og náð eftirtektarverðum árangri. Valborg situr sifjalaganefnd og sú nefnd hafnaði mikið af framsæknum hugmyndum Forsjárnefndar. Trúlega þarf Forsjárnefnd að ítreka fyrri tillögur sínar aftur eftir nokkur ár, þegar nýtt fólk verður komið í Sifjalaganefnd og þær góðu hugmyndir rata í lög á Íslandi, sem munu tryggja bætt mannréttindi barna.

NFS á hrós skilið fyrir að vekja athygli á þessum málum. Fullt hús stiga til Lóu Aldísardóttur og Hallgríms Thorsteinssonar.

Í blöðum hafa félagsmenn í FÁF verið beittir með pennann og bent á það ranglæti sem börn og feður verða fyrir á Íslandi. Félagsmenn hafa bent á hve máttlaus embætti Umboðsmanns barna og Jafnréttisstofa er í þessum málum.

Umræðan undanfarið er gagnleg þar sem nútímaleg viðhorf takast á við kyrrstöðuviðhorf ríkjandi ástands. Nútímaleg framsækin viðhorf verða ofaná.ORÐ ERU TIL ALLS FYRST.

Gísli Gíslason
Formaður FÁF.

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0