Forsjárforeldrið neitar að leyfa mér að sjá börnin mín. Hvað get ég gert? Það er þrennt sem þú getur gert til að tryggja að þú getir sinnt foreldratíma þínum með börnum þínum:

1. Ef þig grunar að forsjárforeldrið hafi í hyggju að grípa inn í foreldratíma þinn skaltu senda bréf með Tilkynningu um að umgengni verði sinnt

2. Ef umgengni þín er tálmuð skaltu ALLTAF senda bréf um Umgengnistálmun. Sendu afrit af bréfinu til lögfræðings þíns, lögmanns forsjárforeldrisins og til fulltrúa sýslumanns.

3. Sendu kæru til lögreglunnar til að skjalfesta umgengnistálmunina. Lögreglan verður kannski treg til að skrá kæruna og segir þér að þetta sé „einkamál“. Stattu samt fast (en kurteislega) á því að kæran sé færð til bókar.

4. Notaðu Foreldratímamælinn [kemur von bráðar á vef félagsins] til að skrá og halda utan um þann tíma sem þú missir af eða þér er neitað um.

Eftir nokkrar umgengnistálmanir skaltu kæra forsjárforeldrið til sýslumanns fyrir bragðið. Notaðu bréfin, lögregluskýrslurnar (ef þær eru til) og Foreldratímamælinn til að sýna að þú hafir verið svipt(ur) foreldratíma.

——————————————————————————–

Bréf um umgengnistálmun

Sendu þetta bréf til fyrrverandi maka þíns í hvert einasta skipti sem umgengni þín við barnið þitt (börnin þín) er tálmuð. Sendu einnig afrit til eftirfarandi aðila:

* Lögfræðings þíns.
* Lögfræðings fyrrverandi maka.
* Fulltrúa sýslumanns.
* Matsmanna, geð- eða félagsráðgjafa sem kunna að vera tengdir málinu.

Stílaðu bréfið þannig að það varpi ljósi á aðstæður hverju sinni, fylltu síðan inn í „tímasviptingar“ töfluna með viðeigandi atriðum, og gættu þess vandlega að tímaútreikningurinn sé ævinlega réttur. Láttu hverju bréfi fylgja ósk um að afrit sé sett í málsskjöl þín sem hluta af lokaskýrslu. Félag ábyrgra feðra leggur til að þú sendir þessi bréf í ábyrgðarpósti og óskir eftir kvittun fyrir móttöku.

——————————————————————————–

Frá: (nafnið þitt)
Til: (nafn fyrrverandi maka þíns)
Dags.: (dagsetning í dag)

Efni: Umgengnistálmun

Kæra fv. /Kæri fv.,

Ég þykist vita að þér sé ljóst að ég tel tíma minn með (nafn barns/barna) afar sérstakan og í reynd ómetanlegan. Hann/hún er hluti af fjölskyldu minni og þessi umgengni skipar veigamikinn sess í lífi okkar allra.

Síðast þegar mál okkar var afgreitt opinberlega úrskurðaði sýslumaðurinn í (umdæmi) á þennan veg: (settu hér tíma- og dagsetningar samkvæmt úrskurðinum).

Í reynd hefur þú alls ekki fylgt þessari áætlun heldur sett óþörf skilyrði sem eru ekki í samræmi við úrskurðinn. Til að skýra mál mitt hef ég útbúið eftirfarandi töflu:

Dags. Áætlaður tími Komu- tími Skila- tími Tíma- svipting

Ástæður þínar

9/1/03 10:00 – 18:00 14:00 18:00 7 klst
(sjá næsta dálk) 4 klst. of sein(n) – svaf yfir sig. Bað líka um að (barnið) fengi að fara til að „vera með vinum sínum“ milli 14:30 og 17:30
23/1/03 10:00 – 18:00 10:45 18:00 45 mín Gaf enga ástæðu fyrir að vera sein(n)
6/2-7/2/03 10:00 – 18:00 10:30 6/2 18:00 7/2 30 mín Sagði að þau hefðu lagt „seint af stað“.

Heildar tímasvipting: 8 klst., 15 mín

Af þínum völdum hef ég því haft miklu minni tíma með (nafn barnsins/barnanna) en mér ber. Þegar þú kemur of seint veldur það hinum börnunum óþægindum því þau hlakka til að sjá (nafn barnsins/barnanna). Þetta veldur líka erfiðleikum við að skipuleggja það sem við viljum gera með börnunum á þessum stundum.

Skilyrðin og takmarkanirnar sem þú settir varðandi umgengnina í þessi skipti eru brot á tímaplaninu samkvæmt úrskurðinum og allsendis óásættanlegt af minni hálfu. Þú hefur (fjöldi daga) daga í mánuði til að skipuleggja tímann með (nafn barnsins/barnanna) eftir þínu höfði og mér þætti vænt um að þú gerðir mér kleift að gera það einnig með mína (fjöldi daga) daga.

Ég er alveg fús til að vera sveigjanlegur hvað tímaplanið áhrærir (t.d. þegar eitthvað sérstakt er á dagskrá), en ég vænti þess þá að fá upplýsingar um það með eðlilegum fyrirvara og að mér sé bættur upp tíminn sem ég þannig missi með (nafn barnsins/barnanna). Ég bendi einnig á að ég hef rétt til að afþakka fyrstur1 allar slíkar breytingar á tímaplani samkvæmt úrskurðinum. Ég vona að okkur takist að semja um þessi mál án milligöngu þriðja aðila en fullvissa þig um að ég mun láta einskis ófreistað til að nýta foreldratíma minn með (nafn barnsins/barnanna).

Virðingarfyllst,

(þitt eigið nafn)

Afrit til: lögmanns þíns
Afrit til: lögmanns fyrrverandi maka þíns
Afrit til: fulltrúa sýslumanns
Afrit til: matsmanna, geð- eða félagsráðgjafa sem tengjast málinu

1 Rétturinn lýtur að því að forsjárlausa foreldrinu sé boðið fyrstum að sinna barninu ef forsjárforeldrið þarf óvænt á pössun að halda hvort heldur það er vegna eigin veikinda eða barnsins, vegna óvæntrar uppákomu í eigin lífi, eða vegna hvers þess sem ekki fellur undir tímaplanið / úrskurðinn. Ef forsjárlausa foreldrið tekur að sér að gæta barnsins bætist sá tími við annan tíma sem því ber samkvæmt úrskurðinum. Um þetta gilda lög víða um heim, t.d. í mörgum fylkjum Bandaríkjanna, Ástralíu og Svíþjóð. Lögin hér á landi eru ófullkomin að þessu leyti. Hins vegar er hægt að setja ákvæði um þetta atriði í samning milli foreldranna á hvaða stigi málsins sem er og Fáf. hvetur foreldra til að setja slíkt ákvæði í samninga sína, reyndar hvort sem um sameginlega forsjá er að ræða eða ekki.

——————————————————————————–

Efnið er fengið af vef SPARC í Bandaríkjunum
Copyright SPARC 1998 og Félag ábyrgra feðra 2003. Öll réttindi áskilin.
Efnið má nota og birta að vild að því tilskildu að getið sé hvaðan það er komið og vefslóð Félags ábyrgra feðra haldið sem heimild.

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0