Þann 6. mai sl gaf félagið út blaðið Ábyrgir feður. Fyrsta eintak afhenti formaður félagsins Gísli Gíslason, dómsmálaráðherra Birni Bjarnasyni á blaðamannafundi sama dag á Hótel Nordica.

Sama dag kom viðtal við formaninn á Bylgjunni hjá Þorgeir Ástvaldssyni, sem var að fjalla um útgáfuna og hvort Íslendingar ættu að taka upp feðradag líkt og nágrannar okkar.

Sama dag kom einnig viðtal við Lúðvík Börk Jónsson, gjaldkera félagsins á Úvarpi Sögu.

Daginn eftir var stutt umfjöllun um útgáfuna í Fréttablaðinu, umfjöllun og mynd í Morgunblaðinu af formanni Fáf afhenda dómsmálaráðherra fyrsta eintakið. Einnig var forsíðu umfjöllun í Blaðinu og þá sérstaklega fjallað um stöðu meðlagsgreiðenda.

Mánudaginn 9. mai 2006 voru svo Rúnar Gíslason stjórnarmaður og Lúðvík Börkur Jónsson gjaldkeri félagsins gestir í Ísland í bítið.

Einnig umfjöllun á :http://www.visir.is/article/20060505/FRETTIR01/60505052&SearchID=73265142530711
Sunndudaginn 14. mai var svo viðtal við formanninn í Fréttablaðinu á bls 4 vegna stöðu meðlagsgreiðenda. sjá http://www.visir.is/ExternalData/pdf/fbl/060514.pdf

Það hefur því verið töluverð umfjöllun um bæði blaðið og þá stöðu sem forsjárlausir eru í.

Blaðinu hefur verið dreift víða. Þeir sem enn hafa ekki orðið sér úti um blaðið geta sótt það að:
Læknastofu Jóns Gunnars Hannessonar
Austurver
Háaleitisbraut 68
103 Rvík
við hliðina á Stangveiðifélagi Reykjavíkur.
Sama hús og Landsvirkjun er í

 

Blaðið er einnig hægt að nálgast á: Ábyrgir feður

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0