Þrjú forgangsmál félagsins
Jafnar framfærsluskyldur foreldra
Framfærsluskyldur og opinber stuðningur við foreldra verði samræmdur án tillits til lögheimilisskráningar barns.
Mál sem tengjast baráttu fyrir samræmdri framfærsluskyldu foreldra:
- Jöfn búseta barns á tveimur heimilum meginregla þegar foreldrar búa ekki saman.
- Sameiginleg forsjá verði meginregla óháð sambúðarstöðu foreldra frá fæðingu barns.
Umgengnistálmanir
Stjórnvöld komi í veg fyrir tilhæfulausar umgengnistálmanir án tafar.
Mál sem tengjast baráttu gegn tilefnislausum umgengnistálmunum:
- Að flýtimeðferð eigi við í umgengnis-, lögheimilis-, og forsjármálum þegar barn er lítið sem ekkert í samvistum við annað foreldrið vegna ágreinings foreldra.
- Að samþykki beggja forsjárforeldra þurfi fyrir flutningi á lögheimili barns úr einu skólahverfi í annað.
- Að borin verði kennsl á foreldraútilokun sem ofbeldi á barni og ofbeldi í nánum samböndum sem beinist gegn foreldri og bitni á barni.
- Að tekið verði mið foreldraútilokun við meðferð dóms- og úrskurðarmála og viðurkennt að sú hegðun stríði gegn hagsmunum barns.
- Að foreldrar njóti jafnræðis í hvívetna við meðferð ágreiningsmála hvað varðar börn þeirra.
- Að úrræðum og fjármagni verði veitt í eftirfylgni með erfiðum forsjár- og umgengnismálum og leyfi inngrip séu samningar eða úrskurðir ekki virtir.
Jöfn búseta
Foreldrum verði heimilt að semja um að barn hafi lögheimili á báðum heimilum.
Jöfn búseta barns á tveimur heimilum meginregla þegar foreldrar búa ekki saman.
Mál sem tengjast baráttu fyrir jafnri búsetu sem meginreglu:
- Framfærsluskyldur og opinber stuðningur við foreldra verði samræmdur án tillits til lögheimilisskráningar barns.
- Sameiginleg forsjá verði meginregla óháð sambúðarstöðu foreldra frá fæðingu barns.