1. gr. 
◦ Stjórnarmaður leitast við að gera ekkert það sem til vanvirðu má teljast fyrir félagið eða málefni þess. Honum ber að forðast hvaðeina sem rýrt gæti álit almennings á starfi félagsins eða skert hagsmuni þá er félagið stendur fyrir. Stjórnarmaður skal jafnan sýna drengskap í skiptum sínum við aðra stjórnarmenn.
2. gr. 
◦ Stjórnarmaður skal vera með óflekkað mannorð og sitji ekki undir ákæru eða hafi verið dæmdur fyrir ofbeldi.
3. gr. 
◦ Stjórnarmanni er ljós persónuleg ábyrgð á öllu sem hann skrifar. Hann hefur í huga að almennt er litið á hann sem stjórnarmann félagsins þó að hann komi fram utan starfssviðs félagsins, í riti eða ræðu.
4. gr. 
◦ Siðareglur þessar setja ekki hömlur á tjáningarfrelsi stjórnarmanna sem skrifa undir fullu nafni um afmarkaða þætti í fjölmiðlum, til dæmis gagnrýni, þar sem persónulegar skoðanir höfundar eru í fyrirrúmi, enda stangist það ekki á við 1. grein þessara reglna.
5. gr. 
◦ Hver sá sem telur að stjórnarmaður hafi brotið framangreindar reglur og á hagsmuna að gæta, getur kært ætlað brot til formanns og varaformanns félagsins. Stjórn félagsins tekur kæruna fyrir á fundi innan viku og kveður á um rökstuddan úrskurð svo fljótt sem kostur er. Kærða skal gefinn kostur á að gera grein fyrir sjónarmiði sínu.
◦ Stjórnin greinir brot í flokka eftir eðli þeirra:
      a) ámælisvert
      b) alvarlegt
      c) mjög alvarlegt
◦ Verði stjórnarmenn vísir að því að brjóta siðareglur þessar, þá getur stjórnarmanni verið vikið úr stjórn félagsins á grundvelli 5. gr. laga félagsins.

Siðareglur þessar voru samþykktar á stjórnarfundi þann 1. mars 2012.

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0