Félag um foreldrajafnrétti fagnar því að það skuli nú loksins vera viðurkennt að einstæðir foreldrar eru langt frá því allir einstæðir foreldrar.

 

Hér er umfjöllun á mbl.is

 

Þetta fólk er ekki bara að stela peningum úr ríkissjóði heldur er það að skekkja mjög svo þá mynd sem almenningur og fræðimenn gera sér af einstæðum foreldrum sem hópi.

 

Þannig má nefna að mun líklegra er að fjögurra barna móðir sem býr með manni sínum sé heimavinnandi en ef hún væri einstæð. Það myndi þýða það að margar mæður sem skráðar eru einstæðar eru heimavinnandi eða á atvinnuleysisskrá og mælast því mjög fátækar þrátt fyrir að vera með fyrirvinnu sem ekki er tekið tillit til í rannsóknum.

 

Þessir foreldrar geta jafnvel verið svo grófir að þiggja meðlagsgreiðslur frá Tryggingarstofnun án þess að standa skil á því til Innheimtustofnunar. Þegar það bætist við allar bæturnar sem þessir foreldrar fá þá eru upphæðin farin að nálgast mjög 200.000 kr á mánuði sem stolið er af samfélaginu.

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0