Framfærslukostnaður barns sbr. Lánasjóð íslenskra námsmanna

Ég hef verið að skoða úthlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) og eins og oft áður þá rek ég mig á forsendur sem ég skil ekki hvaðan eru fengnar. Hvernig getur forsjárfyrirkomulag og lögheimilisskráning barns haft afgerandi áhrif á framfærslukostnað þess? Tökum hér smá dæmi. Jón og Gunna eiga saman eitt barn, Sóley, og þau eru [...]

2018-04-10T00:12:41+00:00júní 17th, 2014|Forsjá, Henda, Jafnrétti, Mannréttindi, Meðlag, Meðlagsmál, Umgengni|0 Comments

Meðlagsgreiðendur eru líka foreldrar

Fréttatilkynning Félag um foreldrajafnrétti vill koma eftirfarandi á framfæri í tengslum við fréttir frá Innheimtustofnun sveitarfélaga um hertar innheimtuaðgerðir. Félag um foreldrajafnrétti vill árétta að meðlagsgreiðendur eru foreldrar sem flestir hverjir annast börn sín með umönnun og framfærslu með beinum hætti auk meðlagsgreiðslna. Það sem aðgreinir þessa foreldra frá öðrum foreldrum er að lögheimili barna [...]

Ákvörðun um umgengni

Hvernig taka fulltrúar sýslumanna ákvarðanir um umgengni? Hér er texti úr greinargerð með barnalögum nr. 76/2003: Í úrskurði um umgengni er kveðið á um inntak umgengninnar og oft einhver nánari fyrirmæli um framkvæmd hennar. Til margs verður að líta þegar úrskurða þarf um umgengni eftir því sem hverju einstöku barni þykir koma best en ákvörðunin [...]

2018-04-10T00:12:42+00:00apríl 7th, 2012|Henda, Umgengni|0 Comments

Í hvað á meðlagið að fara? – Hugleiðing úr íslenskum raunveruleika.

Meðlagsgreiðslur eru oftar en ekki í umræðunni í samfélaginu og snúast þá aðallega um hvort meðlagið sé of hátt eða lágt. Viðhorf manna á þessu fer jafnan eftir því hvort viðkomandi fær greitt meðlag eða þarf að greiða meðlag sjálfur. Þeir sem tilheyra fyrri hópnum, þ.e. þeim sem fá greitt meðlag, finnst meðlagið oft allt [...]

2018-04-10T00:12:42+00:00apríl 6th, 2012|Forsjá, Henda, Meðlag, Umgengni|1 Comment

Ömmur og afar nauðsynleg þroska barna

Fram kemur í frétt á visir.is að ömmur og afar séu nauðsynleg þroska barna samkvæmt nýlegri rannsókn. Þar af leiðir að umgengnistálmun þar sem ömmur og afar fá ekki að umgangast barnabörn sín hlýtur að geta talist til tilfinningalegrar og sálrænnar vanrækslu samkvæmt flokkunarkerfi (SOF-kerfið) Barnaverndarstofu. Á margan hátt eru tilefnislausar umgengnistálmanir bæði vanræksla og [...]

2018-04-10T00:12:43+00:00nóvember 24th, 2011|Barnavernd, Henda, Ofbeldi, Tálmun, Umgengni, Umgengnisréttur|0 Comments

Sjálfstæðisflokkurinn harmar úrræðaleysi í umgengnistálmunum

Á landsfundi Sjálfstæðisflokks í dag var samþykkt ályktun um velferðarmál þar sem Sjálfstæðisflokkurinn harmar það úrræðaleysi sem blasir við í umgengnistálmunum í dag. Í ályktuninni segir: Umgengnistálmanir eru brot á rétti barna til þess að umgangast annað foreldri sitt samkvæmt lögformlegum úrskurðum og mannréttindaákvæðum. Lagt er til að mál þar sem forsjáraðili barns beitir umgengistálmunum, [...]

2018-04-10T00:12:43+00:00nóvember 20th, 2011|Barnavernd, Henda, Mannréttindi, Ofbeldi, Tálmun, Umgengni, Umgengnisréttur|0 Comments

Sjálfstæðisflokkurinn vill að foreldrajafnrétti verði tryggt

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði í dag um réttindi barna til foreldra sinna. Undir fyrirsögninni Foreldrajafnrétti í ályktun um velferðarmál segir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji að barnalögum verði breytt á þann hátt að foreldrajafnrétti verði tryggt. Þau atriði sem talin eru upp varðandi breytingar á barnalögum eru: Nauðsynlegt er að dómarar fái heimild til að dæma foreldrum sameiginlega [...]

2018-04-10T00:12:43+00:00nóvember 20th, 2011|Forsjá, Henda, Jafnrétti, Umgengni|0 Comments

Tengsl barna við föður eru best í viku/viku búsetu

Í nýrri rannsókn sem náði til 200.000 barna og unglinga í 36 löndum kemur fram að tengsl barna við föður eru betri en þegar báðir foreldrar búa saman. Tengsl barna við báða foreldra eru betri hjá börnum sem búa jafnt hjá báðum foreldrum en hjá þeim börnum sem búa hjá einstæðu foreldri. Börn í jafnri [...]

2018-04-10T00:12:43+00:00nóvember 18th, 2011|Henda, Umgengni|0 Comments

Bótaskylda vegna úrræðaleysis í umgengnistálmunum segir Mannréttindadómstóll Evrópu

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt Ungverjaland til að borga írskum föður 32.000 evrur eða rúmar 5,2 milljónir íslenskra króna vegna úrræðaleysis í umgengnistálmun. Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði nýlega að Ungverjaland yrði að borga 32.000 evrur til írsks föður sem býr í Frakklandi en faðirinn hafði ekki fengið að sjá dóttur sína í þrjú og hálft ár. Dóttirin [...]

2018-04-10T00:12:43+00:00september 4th, 2011|Henda, Í brennidepli, Tálmun, Umgengni, Umgengnisréttur|0 Comments

Í dag 26. júlí er alþjóðadagur afa og ömmu

Í dag er dagurinn til að gefa afa og ömmu blóm eða annan glaðning. :-) Í tilefni af deginum viljum við vekja athygli á rannsókn á sýn ömmu og afa á skilnað og jafna búsetu barna eftir þær Sigrúnu Júlíusdóttur og Sólveigu Sigurðardóttur (2010). Fjórðungur skilnaðarbarna búa jafnt hjá báðum foreldrum eftir skilnað og langoftast [...]

2018-04-10T00:12:43+00:00júlí 26th, 2011|Henda, Umgengni|0 Comments

Barnalög, 1. umræða á Alþingi – Breytingum kollvarpað

Ögmundur Jónasson treysti sér ekki til þess að ræða barnalögin af nokkurri þekkingu eða viti þegar hann mælti fyrir nýju frumvarpi til breytinga á barnalögum og þingmenn hlógu að vanþekkingu ráðherrans. En nú liggur það fyrir að Ögmundur hefur umturnað allri þeirri vinnu sem lögð hefur verið í þessa frumvarpsgerð. Ísland verður áfram eina landið [...]

Áfram pabbar!

"Karlmenn hafa ekki jafnan rétt og konur sem foreldri. Réttur kvenna er oftast nær meiri. Vissulega gengur konan með barnið og fæðir það fyrstu mánuðina ef hún kýs það, að því loknu er ekki ýkja margt sem hún gerir umfram karlinn." "Gefum feðrum strax tækifæri á tengslamyndun við börnin sín. Sýnum traust og virðingu, því [...]

2018-04-10T00:12:44+00:00janúar 28th, 2011|Forsjá, Henda, Umgengni, Umgengnisréttur|0 Comments

RG lögmenn ehf og Félag um foreldrajafnrétti

RG lögmenn ehf og Félag um foreldrajafnrétti hafa náð samkomulagi um að hefja samstarf. RG lögmenn munu veita félagsmönnum ráðleggingar og 15% afslátt af útseldri vinnu. RG lögmenn mun jafnframt veita félaginu ráðleggingar og verða þvi innan handar þegar þess gerist þörf eftir nánari samkomulagi. RG Lögmenn eru til húsa að Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði, s. [...]

2018-04-10T00:12:44+00:00janúar 18th, 2011|Faðerni, Forsjá, Henda, Tálmun, Umgengni, Umgengnisréttur|0 Comments

Fjölskyldan saman um hátíðirnar

"Á þessum tímum er sérstaklega mikilvægt að virða rétt barna til að njóta samvista við báða foreldra sína og aðra fjölskyldumeðlimi. Það er hlutverk foreldra að tryggja rétt barna sem búa ekki með báðum foreldrum að þau fái tækifæri til þess að njóta samvista með því foreldri sem ekki býr á heimilinu." [iframe http://barn.is/barn/adalsida/frettir/frettir_2010/?ew_news_onlyarea=CenterArea&ew_news_onlyposition=4&cat_id=75287&ew_4_a_id=371696 100% [...]

2018-04-10T00:12:44+00:00desember 30th, 2010|Henda, Umgengni, Umgengnisréttur|0 Comments

Aldrei hjá föður á aðfangadegi jóla

Þar sem jólin er nú alveg á næstu dögum, þá þykir okkur rétt að minna á grein sem Stefán Guðmundsson skrifaði í Morgunblaðið árið 2005 um fáránlega afstöðu stjórnvalda til umgengni barna við foreldra sína um jólin. Greinin vakti mikla athygli á sínum tima. Stjórnvöld eru þó enn steingerð í þessum málum. "Það er auðvitað [...]

2018-04-10T00:12:44+00:00desember 22nd, 2010|Henda, Umgengni, Umgengnisréttur|0 Comments

Umgengnisréttur barns
Vilja stjórnvöld tryggja rétt barns til uppruna síns, til fjölskyldu sinnar?

Í ljósi þess að 95% barna sem eiga foreldra á tveimur heimilum eiga lögheimili hjá móður þá skrifa ég þessa grein þannig að lögheimilisforeldrið er móðir og umgengnisforeldrið er faðir. Í 5% tilvika er því öfugt farið en þessi löngu orð lögheimilisforeldri og umgengisforeldri gera greinina ill lesanlega.

Er umgengnisréttur barns tryggður með sama hætti og réttur barns til framfærslu?

Þegar móðir fer fram á meðlag þá bregðast stjórnvöld hratt við og sjá um að koma meðlaginu til móður auk þess sem stjórnvöld sjá algerlega um alla innheimtu frá föður. Heilt embætti er starfrækt eingöngu um þennan rétt barnsins (Innheimtustofnun sveitarfélaga) sem hefur það eina hlutverk að innheimta meðlag frá foreldrum sem ekki fara með lögheimili barns. Annað embætti stjórnvalda (Tryggingarstofnun ríkisins) sér um að greiða meðlagið til mæðra með reglubundnum hætti. Stjórnvöld tryggja móður meðlag frá og með þeim degi sem móðir sækir um meðlagið og tólf mánuði þar á undan hafi móðir ekki búið með föðurnum þann tíma.

Standi faðir ekki í skilum, þá þarf móðir ekkert að koma að því máli. Stjórnvöld í gegnum Innheimtustofnun sjá um alla þá þjónustu án nokkurrar þóknunnar af hendi móður og án þess að móðir þurfi nokkurntímann að koma að því máli með einum eða öðrum hætti. Á sama tíma sinnir Tryggingastofnun ríkissins því hlutverki að greiða móður það meðlag sem á að koma frá föður.

Stjórnvöldum er annt um rétt barns til framfærslu og sjá til þess að tryggja þeim þennan rétt og stjórnvöld leggja ekki þær byrgðar á mæður að þurfa að standa í kostnaðarsömum innheimtuaðgerðum í eigin nafni gegn feðrum.
Þegar faðir leggur fram kröfu um að umgengnisréttur barns sé virtur gegnir hins vegar öðru máli. Stjórnvöld hafa ekkert embætti (Umgengnisstofnun sveitarfélaga) sem sinnir þessum rétti barnsins. Það nægir ekki að faðir komi einu sinni og krefist þess að móðir virði rétt barnsins. Stjórnvöld grípa ekki inn í nema faðir komi ítrekað og sé tilbúið að leggja fram allar kröfur í eigin nafni og tilbúinn að standa í ómældum kostnaði vegna málsins.

Fyrst þarf faðir að krefjast þess að móðir verði beitt dagsektum. Dagsektirnar eru innheimtar í nafni föður en peningarnir renna til stjórnvalda. Öfugt við meðlagið sem er innheimt í nafni stjórnvalda en rennur til móður. Þrátt fyrir að dagsektir séu innheimtar í nafni föður þá stjórna stjórnvöld því hvenær innheimtuaðgerðir hefjast. Þá er ekki þessi réttur með frá þeim degi sem krafan kemur fram eins og með meðlagið heldur geta stjórnvöld tafið það töluvert lengi að leggja á dagsektir.

En af hverju eru dagsektir innheimtar í nafni föður en ekki stjórnvalda eins og meðlag?

Ef dagsektir eru innheimtar í nafni föður þá kemur það alveg skýrt fram á innheimtubréfi sem móðir fær á heimili barnsins að faðirinn er að minnka fjárráð heimilisins. Móðirin getur sýnt barni sínu það svart á hvítu að faðirinn ber ábyrgð á slæmri fjárhagsstöðu heimilisins. Þannig stuðla stjórnvöld að því að barnið verði fráhverft föður sínum og hætti að vilja hitta hann.

Stjórnvöld passa upp á að feður geti ekki beitt sömu brögðum á börn sín varðandi meðlags innheimtu með því að innheimta meðlag alltaf í nafni stjórnvalda og með því að senda innheimtubréf frekar á atvinnuveitanda föður fremur en hann sjálfan á heimili hans.

Stjórnvöld tryggja ekki barni rétt til umgengni frá þeim degi sem sótt er um eins og þegar sótt er um meðlag. Eftir að faðir fer fram á dagsektir getur liðið langur tími þar til sýslumaður sendir innheimtukröfuna frá sér og frá þeim degi þurfa að lýða 100 dagar áður en stjórnvöld eru tilbúin að leyfa næsta skref.

Ef móðirin borgar ekkert í 100 daga þá gerist ekkert nema það að faðirinn fær leyfi til að krefjast fjárnáms í eigin nafni á hendur móður. Ef faðirinn gerir ekki kröfuna, þá gera stjórnvöld það ekki. Fjárnámsbeiðni getur mjög auðveldlega falið það í sér að heimili barnsins ve

2018-04-10T00:12:44+00:00júlí 30th, 2010|Henda, Umgengni, Umgengnisréttur|0 Comments

Barnavernd sækir barn með aðstoð lögreglu
Móðirin lætur ekki af tálmunum þrátt fyrir ítrekaða úrskurði þess efnis

Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að barnavernd með aðstoð lögreglu þurfti að koma á umgengni með aðför þar sem barnið var sótt til móður sem hefur tálmað umgengni árum saman.

Félag um foreldrajafnrétti hefur farið þess á leit við stjórnvöld í langan tíma að hlífa börnum við þeim hörmungum sem tilhæfulausum umgengnistálmunum fylgja. Víða er umgengnistálmun skilgreind sem ofbeldi á barni enda afleiðingar tálmana jafn alvarlegar og eftir annað alvarlegt ofbeldi.

Á Íslandi er andlegt ofbeldi lítið sem ekkert skilgreint og þar af leiðir að umgengnistálmun hefur enn ekki verið skilgreint sem ofbeldi.

Félag um foreldrajafnrétti skorar á stjórnvöld að skilgreina í lögum að tilhæfulaus umgengnistálmun sé andlegt ofbeldi á barni.

Félag um foreldrajafnrétti skorar á stjórnvöld að fjarlægja þann sem beitir tálmunarofbeldi með lögregluvaldi líkt og gert er meðal annars í Frakklandi.

Félag um foreldrajafnrétti telur að stjórnvöld beri ábyrgð á því að fréttin í kvöld snérist um að barn (þolandinn) var tekið með lögregluvaldi en ekki tálmunarforeldrið (gerandinn) eins og við teljum eðlilegt í slíku máli.

Allt að tveggja ára fangelsi eru viðurlög við tilhæfulausum tálmunum í Frakklandi.

-HH

2018-04-10T00:12:45+00:00júlí 30th, 2010|Henda, Tálmun, Umgengni, Umgengnisréttur|0 Comments

Umsagnir Félags um foreldrajafnrétti
við drögum að breytingum á barnalögum

Félag um foreldrajafnrétti hefur gert umsögn við frumvarpsdrög að breytingum á barnalögum sem eru til meðferðar hjá Dómsmálaráðherra.

Umsagnir er að finna hér.

Umsögn við frumvarpi um forsjá, umgengni o.fl.

Umsögn við frumvarpi um meðlagsmál

Maður er þarna en samt á hliðarlínunni
Karvel Aðalsteinn Jónsson kynnir MA-ritgerð sína í Samfélaginu í nærmynd á Rás 1

Karvel Aðalsteinn Jónsson kom fram í þættinum Samfélagið í nærmynd og kynnti þar rannsókn sem hann gerði í tengslum við MA-ritgerð í Félagsfræði. Viðtalið við Karvel er að finna hér. MA-ritgerð Karvels er að finna á skemmunni hér Síða þáttarins Samfélagið í nærmynd er hér. Viðtal í þættinum við Heimi Hilmarsson frá 15. febrúar er [...]

2018-04-10T00:12:45+00:00febrúar 25th, 2010|Henda, Umgengni, Umgengnisréttur|0 Comments

Umgengnistálmanir öðlast sess í umræðunni

Húsfyllir á ráðstefnu Félags um foreldrajafnrétti Félag um foreldrajafnrétti hélt nýlega ráðstefnu á Hótel Loftleiðum undir yfirskriftinni „umgengnistálmanir og innræting eftir skilnað“. Húsfyllir varð og þurfti að opna yfir í næsta sal til að allir 200 gestirnir fengju sæti. Ljóst er því að vatnaskil eru að verða í umræðunni en fordómar, afneitun og stóryrði hafa [...]

Go to Top