Foreldrafirring er alvarlegt ofbeldi

Heimir Hilmarsson, formaður Félags um foreldrajafnrétti, skrifar um ofbeldi sem tengist umgengnistálmunum í Fréttablaðið í dag. Vald lögheimilisforeldra Hvaða nafn sem gefa má því andlega ofbeldi sem felst í tilefnislausum umgengnistálmunum, neikvæðri innrætingu, heilaþvotti eða kúgun á börnum, þá hjálpum við engum með hártogunum um það hvaða nafn á að gefa slíku ofbeldi eða afleiðingum [...]

2018-04-10T00:12:42+00:00júní 5th, 2012|Barnavernd, Henda, Mannréttindi, Ofbeldi, Tálmun|2 Comments

Ömmur og afar nauðsynleg þroska barna

Fram kemur í frétt á visir.is að ömmur og afar séu nauðsynleg þroska barna samkvæmt nýlegri rannsókn. Þar af leiðir að umgengnistálmun þar sem ömmur og afar fá ekki að umgangast barnabörn sín hlýtur að geta talist til tilfinningalegrar og sálrænnar vanrækslu samkvæmt flokkunarkerfi (SOF-kerfið) Barnaverndarstofu. Á margan hátt eru tilefnislausar umgengnistálmanir bæði vanræksla og [...]

2018-04-10T00:12:43+00:00nóvember 24th, 2011|Barnavernd, Henda, Ofbeldi, Tálmun, Umgengni, Umgengnisréttur|0 Comments

Sjálfstæðisflokkurinn harmar úrræðaleysi í umgengnistálmunum

Á landsfundi Sjálfstæðisflokks í dag var samþykkt ályktun um velferðarmál þar sem Sjálfstæðisflokkurinn harmar það úrræðaleysi sem blasir við í umgengnistálmunum í dag. Í ályktuninni segir: Umgengnistálmanir eru brot á rétti barna til þess að umgangast annað foreldri sitt samkvæmt lögformlegum úrskurðum og mannréttindaákvæðum. Lagt er til að mál þar sem forsjáraðili barns beitir umgengistálmunum, [...]

2018-04-10T00:12:43+00:00nóvember 20th, 2011|Barnavernd, Henda, Mannréttindi, Ofbeldi, Tálmun, Umgengni, Umgengnisréttur|0 Comments

Bótaskylda vegna úrræðaleysis í umgengnistálmunum segir Mannréttindadómstóll Evrópu

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt Ungverjaland til að borga írskum föður 32.000 evrur eða rúmar 5,2 milljónir íslenskra króna vegna úrræðaleysis í umgengnistálmun. Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði nýlega að Ungverjaland yrði að borga 32.000 evrur til írsks föður sem býr í Frakklandi en faðirinn hafði ekki fengið að sjá dóttur sína í þrjú og hálft ár. Dóttirin [...]

2018-04-10T00:12:43+00:00september 4th, 2011|Henda, Í brennidepli, Tálmun, Umgengni, Umgengnisréttur|0 Comments

Barnalög, 1. umræða á Alþingi – Breytingum kollvarpað

Ögmundur Jónasson treysti sér ekki til þess að ræða barnalögin af nokkurri þekkingu eða viti þegar hann mælti fyrir nýju frumvarpi til breytinga á barnalögum og þingmenn hlógu að vanþekkingu ráðherrans. En nú liggur það fyrir að Ögmundur hefur umturnað allri þeirri vinnu sem lögð hefur verið í þessa frumvarpsgerð. Ísland verður áfram eina landið [...]

RG lögmenn ehf og Félag um foreldrajafnrétti

RG lögmenn ehf og Félag um foreldrajafnrétti hafa náð samkomulagi um að hefja samstarf. RG lögmenn munu veita félagsmönnum ráðleggingar og 15% afslátt af útseldri vinnu. RG lögmenn mun jafnframt veita félaginu ráðleggingar og verða þvi innan handar þegar þess gerist þörf eftir nánari samkomulagi. RG Lögmenn eru til húsa að Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði, s. [...]

2018-04-10T00:12:44+00:00janúar 18th, 2011|Faðerni, Forsjá, Henda, Tálmun, Umgengni, Umgengnisréttur|0 Comments

Barnavernd sækir barn með aðstoð lögreglu
Móðirin lætur ekki af tálmunum þrátt fyrir ítrekaða úrskurði þess efnis

Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að barnavernd með aðstoð lögreglu þurfti að koma á umgengni með aðför þar sem barnið var sótt til móður sem hefur tálmað umgengni árum saman.

Félag um foreldrajafnrétti hefur farið þess á leit við stjórnvöld í langan tíma að hlífa börnum við þeim hörmungum sem tilhæfulausum umgengnistálmunum fylgja. Víða er umgengnistálmun skilgreind sem ofbeldi á barni enda afleiðingar tálmana jafn alvarlegar og eftir annað alvarlegt ofbeldi.

Á Íslandi er andlegt ofbeldi lítið sem ekkert skilgreint og þar af leiðir að umgengnistálmun hefur enn ekki verið skilgreint sem ofbeldi.

Félag um foreldrajafnrétti skorar á stjórnvöld að skilgreina í lögum að tilhæfulaus umgengnistálmun sé andlegt ofbeldi á barni.

Félag um foreldrajafnrétti skorar á stjórnvöld að fjarlægja þann sem beitir tálmunarofbeldi með lögregluvaldi líkt og gert er meðal annars í Frakklandi.

Félag um foreldrajafnrétti telur að stjórnvöld beri ábyrgð á því að fréttin í kvöld snérist um að barn (þolandinn) var tekið með lögregluvaldi en ekki tálmunarforeldrið (gerandinn) eins og við teljum eðlilegt í slíku máli.

Allt að tveggja ára fangelsi eru viðurlög við tilhæfulausum tálmunum í Frakklandi.

-HH

2018-04-10T00:12:45+00:00júlí 30th, 2010|Henda, Tálmun, Umgengni, Umgengnisréttur|0 Comments

Umsagnir Félags um foreldrajafnrétti
við drögum að breytingum á barnalögum

Félag um foreldrajafnrétti hefur gert umsögn við frumvarpsdrög að breytingum á barnalögum sem eru til meðferðar hjá Dómsmálaráðherra.

Umsagnir er að finna hér.

Umsögn við frumvarpi um forsjá, umgengni o.fl.

Umsögn við frumvarpi um meðlagsmál

Umgengnistálmanir öðlast sess í umræðunni

Húsfyllir á ráðstefnu Félags um foreldrajafnrétti Félag um foreldrajafnrétti hélt nýlega ráðstefnu á Hótel Loftleiðum undir yfirskriftinni „umgengnistálmanir og innræting eftir skilnað“. Húsfyllir varð og þurfti að opna yfir í næsta sal til að allir 200 gestirnir fengju sæti. Ljóst er því að vatnaskil eru að verða í umræðunni en fordómar, afneitun og stóryrði hafa [...]

Go to Top