Framfærslukostnaður barns sbr. Lánasjóð íslenskra námsmanna

Ég hef verið að skoða úthlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) og eins og oft áður þá rek ég mig á forsendur sem ég skil ekki hvaðan eru fengnar. Hvernig getur forsjárfyrirkomulag og lögheimilisskráning barns haft afgerandi áhrif á framfærslukostnað þess? Tökum hér smá dæmi. Jón og Gunna eiga saman eitt barn, Sóley, og þau eru [...]

2018-04-10T00:12:41+00:00júní 17th, 2014|Forsjá, Henda, Jafnrétti, Mannréttindi, Meðlag, Meðlagsmál, Umgengni|0 Comments

Það eru forréttindi að mælast fátækur á Íslandi

Lágtekjumörk (e. at risk of poverty) er ákveðin skilgreining Evrópusambandsins á þeim mörkum ráðstöfunartekna á neyslueiningu sem skapa hættu á fátækt og félagslegri einangrun. Megintilgangur þess að lágtekjumörk eru notuð er að skima fyrir þeim þjóðfélagshópum sem eiga á hættu að búa við fátækt og félagslega einangrun. En grundvallaratriði þess að finna slíka hópa er [...]

2018-04-10T00:12:41+00:00mars 22nd, 2013|Henda, Í brennidepli, Jafnrétti, Mannréttindi, Meðlag|0 Comments

Meðlagsgreiðendur eru líka foreldrar

Fréttatilkynning Félag um foreldrajafnrétti vill koma eftirfarandi á framfæri í tengslum við fréttir frá Innheimtustofnun sveitarfélaga um hertar innheimtuaðgerðir. Félag um foreldrajafnrétti vill árétta að meðlagsgreiðendur eru foreldrar sem flestir hverjir annast börn sín með umönnun og framfærslu með beinum hætti auk meðlagsgreiðslna. Það sem aðgreinir þessa foreldra frá öðrum foreldrum er að lögheimili barna [...]

Í hvað á meðlagið að fara? – Hugleiðing úr íslenskum raunveruleika.

Meðlagsgreiðslur eru oftar en ekki í umræðunni í samfélaginu og snúast þá aðallega um hvort meðlagið sé of hátt eða lágt. Viðhorf manna á þessu fer jafnan eftir því hvort viðkomandi fær greitt meðlag eða þarf að greiða meðlag sjálfur. Þeir sem tilheyra fyrri hópnum, þ.e. þeim sem fá greitt meðlag, finnst meðlagið oft allt [...]

2018-04-10T00:12:42+00:00apríl 6th, 2012|Forsjá, Henda, Meðlag, Umgengni|1 Comment

Fjármál í stjúpfjölskyldu – pæling 8

Hvaða fyrirkomulag er heppilegt á fjármálum í stjúpfjölskyldum? Pæling 8 í Samfélaginu í nærmynd Valgerður Halldórsdóttir, formaður Stjúptengsla, fjallar um fjármál í stjúpfjölskyldum í Samfélaginu í nærmynd.   Heimasíða Stjúptengsla er http://stjuptengsl.is

2018-04-10T00:12:43+00:00nóvember 16th, 2011|Henda, Meðlag|0 Comments

Meint meðlagssvik tilkynnt dag hvern

Fréttablaðið í dag fjallar um meðlagssvik á forsíðu sinni. "Ef fólkið þrætir fyrir ranga skráningu er málið sent til lögreglu, sem grefst fyrir um búsetuhagina. Á meðan á þessu ferli stendur heldur fólkið óbreyttum bótum." "Greint hefur verið frá því að meðlagsgreiðendur skulda hinu opinbera nú um 20 milljarða króna. Jón Ingvar segir þessar tölur [...]

2018-04-10T00:12:44+00:00desember 22nd, 2010|Henda, Meðlag|0 Comments

Meðlagsskuldir rúmir 20 milljarðar

Það er staðreynd að meðlagskerfið hér á landi er steinrunnið, m.a. vegna þess að það tekur ekki tillit til umfangs samvista barns við föður. það tekur ekki tillit til tekna móður. það tekur ekkert tillit til ferðakostnaðar.  Ísland eitt landa í hinum vestræna heimi dæmir að ferðakostnaður sé ekki sameiginlegur heldur alfarið á hendur föður [...]

2018-04-10T00:12:44+00:00desember 20th, 2010|Henda, Meðlag|0 Comments

Konur fá 95,5% meðlags frá TR en karlar 4,5%

Launamunur kynjanna hefur mikið verið í umræðunni nú undanfarna daga í tengslum við kvennafrídaginn. Margvíslegar skoðanir eru uppi um hvað sé til ráða til að koma á launajafnrétti í landinu. Kvenréttindahreyfingar forðast það þó eins og heitann eldinn að takast á við rót vandans. Þ.e. ábyrgð og einkarétt kvenna á börnum. Á meðan konur bera [...]

2018-04-10T00:12:44+00:00október 28th, 2010|Henda, Jafnrétti, Meðlag|0 Comments

Börn eru í 95% tilfella skráð á ábyrgð móður
sláandi tölfræði segir jafnréttisstýra

Í hádegisfréttum Rúv, laugardaginn 17. júlí síðastliðinn kom fram að 95% þeirra sem þiggja umönnunarbætur frá Tryggingarstofnun ríkisins eru konur. 95% þeirra sem þiggja meðlag eru konur.

Kristín Ásgeirsdóttir segir þetta sláandi tölfræði og segir þetta vekja upp spurningar eins og:

Eru feður ekki að axla ábyrgð?
Eða halda konur svona fast í börnin?
Hvað er best fyrir börnin?


Félag um foreldrajafnrétti hefur bent á þessa staðreynd í mörg ár og við teljum okkur þekkja svarið við spurningum jafnréttisstýru.

Ef eitthvað á Íslandi getur talist alveg sér íslenskt án hliðstæðu í öðrum löndum þá eru það sennilega íslensku barnalögin og meðferð mála samkvæmt þeim hjá sýslumönnum. Foreldrajafnrétti er hvergi minna í V-Evrópu í það minnsta en á Íslandi og þegar leiðir foreldra skylja og leið liggur til sýslumanns til að fá úrlausn mála varðandi hver á að bera ábyrgð á börnunum, þá er móðurrétturinn sterkastur. Móður rétturinn kemur fyrst, næst réttur barnsins og að endingu réttur föðursins.

Sýslumaður kemur því oftast fyrir þannig að móðirin verður skráður ábyrgaraðili barnsins með þeim hlunnindum sem því fylgir. Barnið skal skráð með lögheimili hjá móður og faðir fær þá um það bil eins mikla umgengni og móðirin leyfir.

Faðirinn verður hins vegar skráður hér um bil ábyrgðarlaus, en þó með "sameiginlega forsjá" sem á Íslandi er næstum eingöngu nafn án réttinda en í öðrum löndum hefur slík réttarstaða þó nokkra þýðingu.

Hinn skráði ábyrgðarlausi faðir ber hins vegar fulla fjárrhagslega ábyrgð á barninu og er meðlagsskyldur. Meðlagið getur orðið að þungri greiðslubirgði ef tekjur föður eru sagðar leyfa það eða ef börnin eru fleiri. Engu skiptir þó hversu meðlagsbirgðin verður þung fyrir þennan föður, því kerfið mun aldrei samþykkja það að þessi maður hafi fyrir nokkru öðru en sjálfum sér að sjá.

Feður sem reyna að sækja þann rétt að vera skráðir ábyrgðaraðilar barns, þurfa að vaða eld og brennistein í kynbundnu réttarkerfi. Baráttan er ekki vonlaus en hún er svo torveld að flestir feður sjá ekki fram á að komast í gegnum þá baráttu. Kerfið sér hins vegar að mestu leiti um baráttuna fyrir mæður.

Eru feður ekki að axla ábyrgð?
Svar: Það þarf að festa foreldrajafnrétti í lög þannig að feðrum sé boðið uppá að axla ábyrgð til jafns við mæður. Ef feður axla ekki ábyrgð eftir að þeir hafa fengið jafna möguleika til þess og mæður þá getum við borið upp þessa spurningu.

Eða halda konur svona fast í börnin?
Svar: Kvenréttindasamtök hafa barist gegn breytingum á barnalögum í átt til foreldrajafnréttis. Kvenréttindasamtök standa í vegi fyrir því að á Íslandi séu barnalög eins og í öðrum V-Evrópuríkjum þar sem barnið kemur í fyrsta sæti og foreldrarnir jafnir þar á eftir. Kvenréttindasamtök halda í þá bábilju að réttur móður eigi að ganga fyrir öllum öðrum rétti því að barnið njóti afleidds réttar móður.

Hvað er best fyrir börnin?
Svar: Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að foreldrajafnrétti er best fyrir börnin. Jöfn foreldraábyrgð, jöfn umgengni, jafnvægi og tveir foreldrar til staðar fyrir barið eftir skilnað er það sem barninu er fyrir bestu.

Það liggur í augum uppi að þessi ábyrgð kvenna á börnum hefur áhrif á launamun kynjanna á vinnumarkaði. Starfsmaður með mikla ábyrgð heima fyrir er líklega ekki eins verðmikill á vinnumarkaði og sá starfsmaður sem getur sinnt starfinu án truflunar að heiman. Það er því kaldhæðið að á sama tíma og kvenréttindasamtök krefjast jafnra launa á vinnumarkaði þá ríghalda þau í einkaréttinn yfir ábygð á börnunum.

-HH

2018-04-10T00:12:45+00:00júlí 20th, 2010|Forsjá, Henda, Jafnrétti, Meðlag|0 Comments

Umsagnir Félags um foreldrajafnrétti
við drögum að breytingum á barnalögum

Félag um foreldrajafnrétti hefur gert umsögn við frumvarpsdrög að breytingum á barnalögum sem eru til meðferðar hjá Dómsmálaráðherra.

Umsagnir er að finna hér.

Umsögn við frumvarpi um forsjá, umgengni o.fl.

Umsögn við frumvarpi um meðlagsmál

Frumvarp til breytinga á meðlagsákvæðum barnalaga
Nefnd leggur til umfangsmiklar breytingar á meðlagskerfinu

Nefnd leggur til umfangsmiklar breytingar á meðlagskerfinu Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið kynnir nú á heimasíðu sinni frumvarp til breytinga á barnalögum um framfærslu barns. Mikil vinna hefur verið lögð í gerð þessa vandaða frumvarps og Félag um foreldrajafnrétti hvetur áhugasama til að skoða frumvarpið vel. Í frumvarpinu er að finna hvernig meðlag reiknast út frá tekjum beggja og hvernig umgengni er háttað. Við hvetjum áhugasama til að skoða þær aðferðir sem lagar eru til við útreikning meðlags. Heimir Hilmarsson formaður Félags um foreldrajafnrétti

2018-04-10T00:12:45+00:00febrúar 9th, 2010|Henda, Meðlag|0 Comments
Go to Top