Framfærslukostnaður barns sbr. Lánasjóð íslenskra námsmanna

Ég hef verið að skoða úthlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) og eins og oft áður þá rek ég mig á forsendur sem ég skil ekki hvaðan eru fengnar. Hvernig getur forsjárfyrirkomulag og lögheimilisskráning barns haft afgerandi áhrif á framfærslukostnað þess? Tökum hér smá dæmi. Jón og Gunna eiga saman eitt barn, Sóley, og þau eru [...]

2018-04-10T00:12:41+00:00júní 17th, 2014|Forsjá, Henda, Jafnrétti, Mannréttindi, Meðlag, Meðlagsmál, Umgengni|0 Comments

Getur foreldrajafnrétti stangast á við réttindi barns?

Félag um foreldrajafnrétti hefur um langt árabil barist fyrir jafnrétti í sifjamálum. Það er sannfæring okkar að jafnrétti í sifjamálum sé best til þess fallið að verja réttindi barna og auk þess grundvöllur að jafnrétti á vinnumarkaði og þar með jafnrétti í áhrifastöðum í þjóðfélaginu. Á Íslandi hefur jafnrétti verið nokkuð óumdeilt þó útfærslan og [...]

2018-04-10T00:12:41+00:00apríl 14th, 2014|Henda, Jafnrétti, Mannréttindi|0 Comments

Það eru forréttindi að mælast fátækur á Íslandi

Lágtekjumörk (e. at risk of poverty) er ákveðin skilgreining Evrópusambandsins á þeim mörkum ráðstöfunartekna á neyslueiningu sem skapa hættu á fátækt og félagslegri einangrun. Megintilgangur þess að lágtekjumörk eru notuð er að skima fyrir þeim þjóðfélagshópum sem eiga á hættu að búa við fátækt og félagslega einangrun. En grundvallaratriði þess að finna slíka hópa er [...]

2018-04-10T00:12:41+00:00mars 22nd, 2013|Henda, Í brennidepli, Jafnrétti, Mannréttindi, Meðlag|0 Comments

Foreldrajafnrétti eða réttur barns?

Nokkurrar oftúlkunar eða mistúlkunar virðist gæta á hugtakinu foreldrajafnrétti í almennri umræðu og jafnvel fræðilegri. Þannig segir til dæmis í frumvarpi til breytinga á barnalögumað full samstaða sé um það á öllum Norðurlöndunum að þarfir barns verði að vega þyngra en sjónarmið um jafnrétti foreldra. Þannig er látið að því liggja að jafnrétti foreldra geti [...]

2018-04-10T00:12:42+00:00apríl 15th, 2012|Henda, Jafnrétti, Mannréttindi|1 Comment

Barnasáttmálinn, Samingur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins

Þann 20. nóvember 1989 varð til Samningur sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Þremur árum síðar eða 2. nóvember 1992 staðfesti Alþingi Íslendinga þennan samning og þóttust menn meiri að tryggja börnum þessi réttindi. Hins vegar þegar Alþingi staðfestir samninginn, þá er í raun var aðeins verið að staðfesta að þessi samningur sé til en samingurinn [...]

2018-04-10T00:12:42+00:00febrúar 26th, 2012|Faðerni, Forsjá, Henda, Jafnrétti, Mannréttindi|0 Comments

Sjálfstæðisflokkurinn segir mörg börn eiga tvö heimili, tvær fjölskyldur

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði í dag um málefni barna sem búa á tveimur heimilum. Félag um foreldrajafnrétti telur óhætt er að áætla að um 12 til 15 þúsund börn eigi tvö heimili á Íslandi og jafnvel fleiri. Mörg þessara barna, eða allt að 5000 börn búa aðra hvora viku á hvoru heimili. Annað heimili þessara barna [...]

2018-04-10T00:12:43+00:00nóvember 20th, 2011|Henda, Jafnrétti, Mannréttindi|Slökkt á athugasemdum við Sjálfstæðisflokkurinn segir mörg börn eiga tvö heimili, tvær fjölskyldur

Sjálfstæðisflokkurinn vill að foreldrajafnrétti verði tryggt

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði í dag um réttindi barna til foreldra sinna. Undir fyrirsögninni Foreldrajafnrétti í ályktun um velferðarmál segir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji að barnalögum verði breytt á þann hátt að foreldrajafnrétti verði tryggt. Þau atriði sem talin eru upp varðandi breytingar á barnalögum eru: Nauðsynlegt er að dómarar fái heimild til að dæma foreldrum sameiginlega [...]

2018-04-10T00:12:43+00:00nóvember 20th, 2011|Forsjá, Henda, Jafnrétti, Umgengni|0 Comments

Barnalög, 1. umræða á Alþingi – Breytingum kollvarpað

Ögmundur Jónasson treysti sér ekki til þess að ræða barnalögin af nokkurri þekkingu eða viti þegar hann mælti fyrir nýju frumvarpi til breytinga á barnalögum og þingmenn hlógu að vanþekkingu ráðherrans. En nú liggur það fyrir að Ögmundur hefur umturnað allri þeirri vinnu sem lögð hefur verið í þessa frumvarpsgerð. Ísland verður áfram eina landið [...]

Jafnréttisþing – Allir velkomnir – Skráning

Félag um foreldrajafnrétti minnir á Jafnréttisþing sem haldið verður næstkomandi föstudag á Nordica Hilton Reykjavík. Jafnréttisþingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis. Skráning fer fram hér á vef Velferðarráðuneytisins en skráningarfrestur rennur út miðvikudaginn 2. febrúar. Sækja dagskrá þingsins

2018-04-10T00:12:44+00:00febrúar 2nd, 2011|Henda, Jafnrétti|0 Comments

Konur fá 95,5% meðlags frá TR en karlar 4,5%

Launamunur kynjanna hefur mikið verið í umræðunni nú undanfarna daga í tengslum við kvennafrídaginn. Margvíslegar skoðanir eru uppi um hvað sé til ráða til að koma á launajafnrétti í landinu. Kvenréttindahreyfingar forðast það þó eins og heitann eldinn að takast á við rót vandans. Þ.e. ábyrgð og einkarétt kvenna á börnum. Á meðan konur bera [...]

2018-04-10T00:12:44+00:00október 28th, 2010|Henda, Jafnrétti, Meðlag|0 Comments

Aðalfundur 30. september 2010
Árskógum 4 á jarðhæð kl 20:00.

Árskógum 4 á jarðhæð kl 20:00. Fundurinn er haldinn að Árskógum 4 á jarðhæð og hefst kl 20:00. Allir velkomnir en einungis þeir sem greitt hafa félagsgjöld áður en fundur hefst hafa atkvæðisrétt. Farið verður yfir stöðu málefna félagsins á Íslandi. Dagskrá fundarins verður: 1. Skýrsla stjórnar og reikningar liðins starfsárs. 2. Kosning stjórnar og skoðurnarmanna. 3. Önnur mál löglega upp borin Stjórn Félags um foreldrajafnrétti. Lög félagsins eru hér.

2018-04-10T00:12:44+00:00september 15th, 2010|Fundir og ráðstefnur, Henda, Jafnrétti|0 Comments

Börn eru í 95% tilfella skráð á ábyrgð móður
sláandi tölfræði segir jafnréttisstýra

Í hádegisfréttum Rúv, laugardaginn 17. júlí síðastliðinn kom fram að 95% þeirra sem þiggja umönnunarbætur frá Tryggingarstofnun ríkisins eru konur. 95% þeirra sem þiggja meðlag eru konur.

Kristín Ásgeirsdóttir segir þetta sláandi tölfræði og segir þetta vekja upp spurningar eins og:

Eru feður ekki að axla ábyrgð?
Eða halda konur svona fast í börnin?
Hvað er best fyrir börnin?


Félag um foreldrajafnrétti hefur bent á þessa staðreynd í mörg ár og við teljum okkur þekkja svarið við spurningum jafnréttisstýru.

Ef eitthvað á Íslandi getur talist alveg sér íslenskt án hliðstæðu í öðrum löndum þá eru það sennilega íslensku barnalögin og meðferð mála samkvæmt þeim hjá sýslumönnum. Foreldrajafnrétti er hvergi minna í V-Evrópu í það minnsta en á Íslandi og þegar leiðir foreldra skylja og leið liggur til sýslumanns til að fá úrlausn mála varðandi hver á að bera ábyrgð á börnunum, þá er móðurrétturinn sterkastur. Móður rétturinn kemur fyrst, næst réttur barnsins og að endingu réttur föðursins.

Sýslumaður kemur því oftast fyrir þannig að móðirin verður skráður ábyrgaraðili barnsins með þeim hlunnindum sem því fylgir. Barnið skal skráð með lögheimili hjá móður og faðir fær þá um það bil eins mikla umgengni og móðirin leyfir.

Faðirinn verður hins vegar skráður hér um bil ábyrgðarlaus, en þó með "sameiginlega forsjá" sem á Íslandi er næstum eingöngu nafn án réttinda en í öðrum löndum hefur slík réttarstaða þó nokkra þýðingu.

Hinn skráði ábyrgðarlausi faðir ber hins vegar fulla fjárrhagslega ábyrgð á barninu og er meðlagsskyldur. Meðlagið getur orðið að þungri greiðslubirgði ef tekjur föður eru sagðar leyfa það eða ef börnin eru fleiri. Engu skiptir þó hversu meðlagsbirgðin verður þung fyrir þennan föður, því kerfið mun aldrei samþykkja það að þessi maður hafi fyrir nokkru öðru en sjálfum sér að sjá.

Feður sem reyna að sækja þann rétt að vera skráðir ábyrgðaraðilar barns, þurfa að vaða eld og brennistein í kynbundnu réttarkerfi. Baráttan er ekki vonlaus en hún er svo torveld að flestir feður sjá ekki fram á að komast í gegnum þá baráttu. Kerfið sér hins vegar að mestu leiti um baráttuna fyrir mæður.

Eru feður ekki að axla ábyrgð?
Svar: Það þarf að festa foreldrajafnrétti í lög þannig að feðrum sé boðið uppá að axla ábyrgð til jafns við mæður. Ef feður axla ekki ábyrgð eftir að þeir hafa fengið jafna möguleika til þess og mæður þá getum við borið upp þessa spurningu.

Eða halda konur svona fast í börnin?
Svar: Kvenréttindasamtök hafa barist gegn breytingum á barnalögum í átt til foreldrajafnréttis. Kvenréttindasamtök standa í vegi fyrir því að á Íslandi séu barnalög eins og í öðrum V-Evrópuríkjum þar sem barnið kemur í fyrsta sæti og foreldrarnir jafnir þar á eftir. Kvenréttindasamtök halda í þá bábilju að réttur móður eigi að ganga fyrir öllum öðrum rétti því að barnið njóti afleidds réttar móður.

Hvað er best fyrir börnin?
Svar: Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að foreldrajafnrétti er best fyrir börnin. Jöfn foreldraábyrgð, jöfn umgengni, jafnvægi og tveir foreldrar til staðar fyrir barið eftir skilnað er það sem barninu er fyrir bestu.

Það liggur í augum uppi að þessi ábyrgð kvenna á börnum hefur áhrif á launamun kynjanna á vinnumarkaði. Starfsmaður með mikla ábyrgð heima fyrir er líklega ekki eins verðmikill á vinnumarkaði og sá starfsmaður sem getur sinnt starfinu án truflunar að heiman. Það er því kaldhæðið að á sama tíma og kvenréttindasamtök krefjast jafnra launa á vinnumarkaði þá ríghalda þau í einkaréttinn yfir ábygð á börnunum.

-HH

2018-04-10T00:12:45+00:00júlí 20th, 2010|Forsjá, Henda, Jafnrétti, Meðlag|0 Comments

Ávarp dómsmála- og mannréttindaráðherra á félagsfundi Félags um foreldrajafnrétti 18. maí 2010

Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra Ávarp á félagsfundi Félags um foreldrajafnrétti 18. maí 2010 -------- Komið þið sæl. Ég þakka ykkur fyrir að bjóða mér á þennan félagsfund - ég er þess fullviss að hann verður bæði áhugaverður og gagnlegur. Meðal fjölmargra verkefna dómsmála- og mannréttindaráðherra eru málefni sem Félag um foreldrajafnrétti hefur látið sig [...]

2018-04-10T00:12:45+00:00maí 18th, 2010|Fundir og ráðstefnur, Henda, Jafnrétti|0 Comments

Umsagnir Félags um foreldrajafnrétti
við drögum að breytingum á barnalögum

Félag um foreldrajafnrétti hefur gert umsögn við frumvarpsdrög að breytingum á barnalögum sem eru til meðferðar hjá Dómsmálaráðherra.

Umsagnir er að finna hér.

Umsögn við frumvarpi um forsjá, umgengni o.fl.

Umsögn við frumvarpi um meðlagsmál

Barnaheill veittu Ágústi Ólafi viðurkenningu
fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra.

Félag um foreldrajafnrétti getur vel tekið undir þessa viðurkenningu til Ágústs Ólafs og þá sér í lagi fyrir vinnu hans í nefnd á vegum Félagsmálaráðuneytinu þar sem Ágúst Ólafur tók undir nánast öll stefnumál Félags um foreldrajafnrétti. Ágúst Ólafur og þáverandi formaður Félags um foreldrajafnrétti voru sammála í 11 tillögum af 12 sem nefndin skilaði frá sér.

2018-04-10T00:12:46+00:00nóvember 21st, 2009|Henda, Jafnrétti|0 Comments

Staða feðra á Íslandi í tilefni Feðradagsins
Hvergi í V-Evrópu er réttarstaða feðra verri en á Íslandi.

  Félag um foreldrajafnrétti vill óska öllum feðrum og börnum þeirra til hamingju með feðradaginn. Feðradagurinn er nú haldinn í fjórða skipti á Íslandi þann 8. nóvember 2009 en löng hefð er fyrir feðradegi í öðrum löndum. Feðradagurinn var til að mynda haldinn fyrst 1919 í Bandríkjunum, 1931 í Svíþjóð og 1935 í Danmörku. Félagið [...]

2018-04-10T00:12:46+00:00nóvember 8th, 2009|Henda, Jafnrétti|0 Comments
Go to Top