Barnasáttmálinn 28 ára

Samningu Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (Barnasáttmálinn) á 28 ára afmæli í dag á alþjóðlegum degi barnsins og í tilefni af því verður hér fjallað um tengsl Félags um foreldrajafnrétti við Barnasáttmálann. Megin markmið Félags um foreldrajafnrétti er að krefja og hvetja stjórnvöld til að setja löggjöf til að tryggja réttindi barnsins samkvæmt Barnasáttmálanum sbr. [...]

2018-04-10T00:12:41+00:00nóvember 20th, 2017|Fréttir, Henda|0 Comments

Dómur Hæstaréttar Íslands krefst þess að barnaverndarlögum verði breytt

Félag um foreldrajafnrétti fagnar því þegar Hæstiréttur Íslands úrskurðar að foreldramisrétti í lögum brjóti í bága við stjórnarskrá og mannréttindasáttmála. Dómur Hæstaréttar nr. 15/2017 sem kveðinn var upp 15. febrúar síðastliðinn sýnir fram á að forsjárlaus faðir hefur aðild að barnaverndarmáli þar sem barn hefur verið vistað utan heimilis. Hugtakaskýring sbr. Handbók barnaverndar: forsjárlaust foreldri [...]

2018-04-10T00:12:41+00:00febrúar 19th, 2017|Henda|0 Comments

Framfærslukostnaður barns sbr. Lánasjóð íslenskra námsmanna

Ég hef verið að skoða úthlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) og eins og oft áður þá rek ég mig á forsendur sem ég skil ekki hvaðan eru fengnar. Hvernig getur forsjárfyrirkomulag og lögheimilisskráning barns haft afgerandi áhrif á framfærslukostnað þess? Tökum hér smá dæmi. Jón og Gunna eiga saman eitt barn, Sóley, og þau eru [...]

2018-04-10T00:12:41+00:00júní 17th, 2014|Forsjá, Henda, Jafnrétti, Mannréttindi, Meðlag, Meðlagsmál, Umgengni|0 Comments

Getur foreldrajafnrétti stangast á við réttindi barns?

Félag um foreldrajafnrétti hefur um langt árabil barist fyrir jafnrétti í sifjamálum. Það er sannfæring okkar að jafnrétti í sifjamálum sé best til þess fallið að verja réttindi barna og auk þess grundvöllur að jafnrétti á vinnumarkaði og þar með jafnrétti í áhrifastöðum í þjóðfélaginu. Á Íslandi hefur jafnrétti verið nokkuð óumdeilt þó útfærslan og [...]

2018-04-10T00:12:41+00:00apríl 14th, 2014|Henda, Jafnrétti, Mannréttindi|0 Comments

Aukaðalfundar miðvikudaginn 20. nóvember

Félag um foreldrajafnrétti boðar til aukaðalfundar miðvikudaginn 20. nóvember.  Fundurinn fer fram að Árskógum 4 Reykjavík og hefst kl. 20.    Dagskrá fundar:  1. Kosning nýrra stjórnarmeðlima/embætta.  2. Drög að stefnumótunarvinnu.  3. Önnur mál.    Framboð til stjórnarsetu/embætta verða hafa borist á stjorn@foreldrajafnretti.is í síðasta lagi miðvikudaginn 13. nóvember. Athugið : Til að hafa atkvæðarétt og framboðsrétt á fundinum [...]

2018-04-10T00:12:41+00:00nóvember 6th, 2013|Fundir og ráðstefnur, Henda|0 Comments

Aðalfundur Félags um foreldrajafnrétti

Félag um foreldrajafnrétti boðar til aðalfundar miðvikudaginn 23. október n.k. Fundurinn fer fram að Árskógum 4 í Reykjavík og hefst kl. 20. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Ath. Atvkæðisrétt hafa einungis þeir sem greitt hafa félagsgjöld fyrir árið 2013. Félagsgjöld hafa verið send í heimabanka skráðra félagsmanna. Framboð til stjórnar skal tilkynnast stjórn/formanni í síðasta [...]

2018-04-10T00:12:41+00:00október 8th, 2013|Fundir og ráðstefnur, Henda|0 Comments

Réttur forsjárlausra foreldra til upplýsinga um barn

Það foreldri sem ekki hefur forsjá barns á rétt á að fá frá hinu foreldrinu munnlegar upplýsingar um heilsufar þess, þroska, dvöl á leikskóla, skólagöngu, áhugamál og félagsleg tengsl. - Réttur þessi er háður velvilja forsjárforeldrisins enda ekki um nein viðurlög að ræða. Það foreldri sem ekki hefur forsjá barns á rétt á að fá [...]

2018-04-10T00:12:41+00:00september 10th, 2013|Forsjá, Henda|0 Comments

Til Sigmundar og Bjarna: „Óhreinu börnin hennar Evu“

Félag um foreldrajafnrétti vill minna formenn verðandi ríkisstjórnarflokka á að um 40% barna á Íslandi eiga foreldra á tveimur heimilum. Þessi börn eiga rétt á báðum foreldrum sínum eins og önnur börn. Foreldrum þessara barna ber að axla ábyrgð á börnum sínum óháð búsetu. Stjórnvöldum ber að gera foreldrum kleift að sinna ábyrgð sinni gagnvart [...]

2018-04-10T00:12:41+00:00maí 10th, 2013|Henda, Mannréttindi|0 Comments

Það eru forréttindi að mælast fátækur á Íslandi

Lágtekjumörk (e. at risk of poverty) er ákveðin skilgreining Evrópusambandsins á þeim mörkum ráðstöfunartekna á neyslueiningu sem skapa hættu á fátækt og félagslegri einangrun. Megintilgangur þess að lágtekjumörk eru notuð er að skima fyrir þeim þjóðfélagshópum sem eiga á hættu að búa við fátækt og félagslega einangrun. En grundvallaratriði þess að finna slíka hópa er [...]

2018-04-10T00:12:41+00:00mars 22nd, 2013|Henda, Í brennidepli, Jafnrétti, Mannréttindi, Meðlag|0 Comments

Forvarnir eru besta leiðin

Forvarnir eru besta leiðin - Ráðstefna um forvarnir gegn kynferðisofbeldi sem haldinn verður dagana 23. – 24. apríl 2013 í Háskóla Íslands Aðalfyrirlesari er Celia Brackenridge OBE, Prófessor í íþróttum og menntun við Brunel Háskóla.    

2018-04-10T00:12:41+00:00febrúar 8th, 2013|Fréttir, Henda|0 Comments

Fæðingarorlof og foreldrajafnrétti

MÁLSTOFURÖÐ ÞEMA VORSINS 2013 Fæðingarorlof og foreldrajafnrétti Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd (RBF) og Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands í samstarfi við MARK, Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna   Feður, mæður og fæðingarorlof – löggjöf og nýting Ingólfur V. Gíslason, dósent í Félags- og mannvísindadeild Fimmtudaginn 7. febrúar kl. 12:10-13:00, Háskólatorg, stofa 104 Frá vöggu til leikskóla Áhrif [...]

2018-04-10T00:12:41+00:00febrúar 6th, 2013|Fundir og ráðstefnur, Henda|0 Comments

Hvaða gagn gera frjáls félagasamtök?

Fræðasetur þriðja geirans við Háskóla Íslands   Hvaða gagn gera frjáls félagasamtök? Þriðjudaginn 12. febrúar kl. 12:15 – 13:45 í Háskólanum í Reykjavík í fyrirlestrarsal M101 12:15    Þingið opnað Ragna Árnadóttir formaður Almannaheilla opnar þingið og segir frá vinnu Almannaheilla með stjórnvöldum að gerð lagafrumvarps um frjáls félagasamtök sem vinna í þágu almennings, þess efnis [...]

2018-04-10T00:12:42+00:00febrúar 6th, 2013|Fundir og ráðstefnur, Henda|0 Comments

Breytingar á barnalögum taka gildi um áramót

Alþingi hefur þannig eytt þeirri réttaróvissu sem ríkt hefur um réttindi barna og foreldra þeirra frá því það spurðist út að Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, hygðist fresta gildistöku breytinganna um hálft ár. Lögin voru samþykkt á Alþingi 25. júní 2012 en frumvarp þess efnis hafði legið á borðum ráðherra dómamála1 frá 12. janúar 2010 eftir að [...]

2018-04-10T00:12:42+00:00desember 24th, 2012|Fréttir, Henda|0 Comments

Sameiginlegar ákvarðanir í sameiginlegri forsjá?

Þegar talað er um heimild dómara til þess að dæma sameiginlega forsjá, þá er iðulega fjallað um sameiginlegar ákvarðanir foreldra og hæfni þeirra til þess að taka slíkar ákvarðanir. Undirritaður hefur verið að fara yfir hvað lögin segja um ákvarðanarétt foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barns. (miðað við samþykkt lög sem eiga að taka [...]

2018-04-10T00:12:42+00:00desember 20th, 2012|Fréttir, Henda|0 Comments

Bréf til Alþingis

Félagi um foreldrajafnrétti hefur borist bréf til Alþingis frá konu sem vill hvetja Alþingismenn til þess að setja sig í spor þeirra sem þurfa að þjást vegna núverandi barnalaga. Forsaga málsins er sú að á síðasta þingi voru samþykktar breytingar á barnalögum samkvæmt frumvarpi sem lagt var fram af innanríkisráðherra. Í meðförum þingsins var sett [...]

2018-04-10T00:12:42+00:00desember 20th, 2012|Forsjá, Henda|0 Comments

Þjóðarspegill 2012

Föstudagurinn 26. október 2012 Á dagskrá Þjóðarspegils 2012 er meðal annars: Foreldrar og börn – skilnaður og forsjá Tími og staður: 09:00 – 10:45 - Háskóli Íslands: Oddi 201 Erindi: Guðný Björk Eydal og Heimir Hilmarsson Fjölskyldubætur og framfærsla barna: Þegar foreldrar búa ekki saman Sigrún Júlíusdóttir og Íris Dögg Lárusdóttir Skilnaðarráðgjöf: Rannsóknir um sjónarhorn [...]

2018-04-10T00:12:42+00:00október 23rd, 2012|Fundir og ráðstefnur, Henda|0 Comments

Aðalfundur 2012

Af óviðráðanlegum orsökum verður aðalfundi frestað. Aðalfundur verður því haldinn þriðjudaginn 30. október 2012 kl. 20:00. Aðalfundur Félags um foreldrajafnrétti verður haldinn þriðjudaginn 30. október kl. 20:00 í Árskógum 4, Reykjavík. Venjuleg aðalfundarstörf. Allir velkomnir á fundinn en aðeins þeir sem hafa greitt félagsgjald hafa kosningarrétt. Vinsamlega kynnið ykkur lög félagsins og siðareglur ef þið [...]

2018-04-10T00:12:42+00:00október 2nd, 2012|Fundir og ráðstefnur, Henda|0 Comments

Lögfesting barnasáttmálans

Fimm þingmenn, einn úr hverjum flokki, hafa lagt fram frumvarp til lögfestingar á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Lögfesting sáttmálans hefur þá þýðingu að einstaklingar geta leitað réttar síns samkvæmt samningnum fyrir dómstólum. Þannig mun þessi 23 ára samningur sem staðfestur var á Alþingi Íslendinga fyrir 20 árum loksins öðlast raunverulegt gildi fyrir íslensk [...]

2018-04-10T00:12:42+00:00október 1st, 2012|Fréttir, Henda|0 Comments

Karlar og jafnréttismál

Fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri Miðvikudaginn 19. september mun Tryggvi Hallgrímsson sérfræðingur á Jafnréttisstofu flytja erindi á jafnréttistorgi í Háskólanum á Akureyri sem fjallar um tengsl karla við jafnréttismál. Félag um foreldrajafnrétti hvetur karla sem áhuga hafa á jafnréttismálum til þess að mæta á erindið. Ljóst er að hvergi í íslensku samfélagi er meiri kynjamismunun [...]

2018-04-10T00:12:42+00:00september 17th, 2012|Fréttir, Henda|0 Comments

Heiða á tvo tannbursta

"Út frá sjónarmiðum jafnréttis og heilbrigðrar skynsemi þarf því klárlega eitt af tvennu að gerast: Annað hvort þarf að heimila tvöfalt lögheimili barna eða að afnema þann sjálfkrafa umframrétt sem lögheimilið veitir öðru foreldrinu." segir Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og fulltrúi stjórnlagaráðs sem skrifar um foreldrajafnrétti í Fréttablaðinu þann 8. júní 2012. Lesa meira

2018-04-10T00:12:42+00:00júní 9th, 2012|Fréttir, Henda|0 Comments

Foreldrafirring er alvarlegt ofbeldi

Heimir Hilmarsson, formaður Félags um foreldrajafnrétti, skrifar um ofbeldi sem tengist umgengnistálmunum í Fréttablaðið í dag. Vald lögheimilisforeldra Hvaða nafn sem gefa má því andlega ofbeldi sem felst í tilefnislausum umgengnistálmunum, neikvæðri innrætingu, heilaþvotti eða kúgun á börnum, þá hjálpum við engum með hártogunum um það hvaða nafn á að gefa slíku ofbeldi eða afleiðingum [...]

2018-04-10T00:12:42+00:00júní 5th, 2012|Barnavernd, Henda, Mannréttindi, Ofbeldi, Tálmun|2 Comments

Meðlagsgreiðendur eru líka foreldrar

Fréttatilkynning Félag um foreldrajafnrétti vill koma eftirfarandi á framfæri í tengslum við fréttir frá Innheimtustofnun sveitarfélaga um hertar innheimtuaðgerðir. Félag um foreldrajafnrétti vill árétta að meðlagsgreiðendur eru foreldrar sem flestir hverjir annast börn sín með umönnun og framfærslu með beinum hætti auk meðlagsgreiðslna. Það sem aðgreinir þessa foreldra frá öðrum foreldrum er að lögheimili barna [...]

Foreldrajafnrétti eða réttur barns?

Nokkurrar oftúlkunar eða mistúlkunar virðist gæta á hugtakinu foreldrajafnrétti í almennri umræðu og jafnvel fræðilegri. Þannig segir til dæmis í frumvarpi til breytinga á barnalögumað full samstaða sé um það á öllum Norðurlöndunum að þarfir barns verði að vega þyngra en sjónarmið um jafnrétti foreldra. Þannig er látið að því liggja að jafnrétti foreldra geti [...]

2018-04-10T00:12:42+00:00apríl 15th, 2012|Henda, Jafnrétti, Mannréttindi|1 Comment
Go to Top