Fréttir

Home/Fréttir

Facebook síða foreldrajafnréttis fær góðar viðtökur!!
2000 manns náð fyrir mánaðarmót nóv,des

Eftir aðeins 3 vikur hefur Facebook síða Foreldrajafnrettis náð þeim merka áfanga að ná 2000 manns sem vinum. Málefnið er að vonum eitthvað sem margir þekkja af eigin raun og er mikilvægt á þessum tíma að það fái það vægi í þjóðfélagsumræðunni sem það á skilið. Það er margbúið að sýna fram á mikilvægi þess [...]

2018-04-10T00:12:48+00:00nóvember 27th, 2008|Fréttir, Henda|0 Comments

Málþing um fjölskyldumál

Nefnd sem félags- og tryggingamálaráðherra skipaði til að fjalla um aðstæður einstæðra og forsjárlausra foreldra og stjúpforelda og réttarstöðu barna þeirra stendur fyrir málþingi um fjölskyldumál á Íslandi mánudaginn 27. október á Grand Hóteli Reykjavík. Höfum við hagsmuni barna að leiðarljósi? er yfirskrift málþingsins sem er öllum opið. Aðgangur er ókeypis. Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, setur þingið með stuttu ávarpi. Þá mun formaður nefndarinnar, Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður, greina frá starfi hennar. Auk þeirra mun fjöldi sérfræðinga ræða stöðu barna og barnafjölskyldna eftir ólíkum fjölskyldugerðum. Að loknum einstökum framsöguerindum verða umræður.

2018-04-10T00:12:48+00:00október 26th, 2008|Fréttir, Henda|0 Comments

Aðalfundur
Aðalfundur Foreldrajafnréttis

Aðalfundur félagsins

Foreldrajafnrétti

Hagsmunasamtökin Foreldrajafnrétti boða til aðalfundar þann 13.október n.k. kl 20:00.

Fundurinn verður haldinn í Árskógum 4 Reykjavik.

Venjuleg aðalfundarstörf.

 

Þeir sem vilja bjóða sig fram til stjórnarstarfa vinsamlegast hafið samband í

691-8644 eða stjorn@foreldrajafnretti.is síðasta lagi þrem dögum fyrir stjórnarfund.

 

Stjórnin.

2018-04-10T00:12:48+00:00september 29th, 2008|Fréttir, Henda|0 Comments

Foreldrasvipting (PAS) – í hverju felst hún
Gátlisti og samantekt á heimildum

Félaginu hefur borist eftirfarandi samantekt sem nota má sem gátlista. Greinargerðin er mjög ítarleg og fjallar um fjöldamörg svið ásakana og óeðlileg viðbrögð annars foreldrisins gegn hinu þar sem börnunum er miskunarlaust beitt sem vopnum. Sjá samantekt. Foreldrasvipting (PAS) - samantekt á heimildum og gátlisti

2018-04-10T00:12:48+00:00september 1st, 2008|Fréttir, Henda|0 Comments

Saga Stefáns Guðmundssonar í DV
Foreldrasvipting (PAS) – þrautarganga í 6 ár

Saga Stefáns undir titlinum "sviptur börnum sínum" sýnir hversu erfitt er fyrir foreldri að viðhalda umgengni við börnin ef lögheimilisforeldrið beitir umgengnistálmunum af hörðustu gerð. Viðtalið við Stefán er uppspretta lærdóms fyrir kerfið, fyrir barnayfirvöld og fyrir foreldra sem standa í svipuðum sporum. Birtir eru í viðtalinu kaflar úr héraðsdómum, úrskurðum sýslumanns, hæstarétti, og sálfræðinga.

2018-04-10T00:12:48+00:00ágúst 27th, 2008|Fréttir, Henda|0 Comments

Áhugaverð greinargerð frá Jafnréttisstofu
Forsjármál og jafnrétti kynjanna

Glæný og áhugaverð greinargerð frá Jafnréttisstofu um forsjármál annarsvegar og jafnrétti kynjanna hinsvegar. Jafnréttisstofa hefur tekið frábærum breytingum síðustu mánuði og misseri, rökstuðningur og viðhorf með allt öðrum hætti en áður. Í lok greinargerðarinnar leggur Jafnréttisstofa til að lög um sameiginlega forsjá verði endurskoðuð með m.t.t. hagsmuna barnanna. Greinargerð Jafnréttissofu er 5-6 síður.

2018-04-10T00:12:48+00:00ágúst 20th, 2008|Fréttir, Henda|0 Comments

Tvær dæmisögur úr raunveruleikanum
Ísland eina landið þar sem dómari má ekki dæma sameiginlega forsjá

Tugir feðra leita til félagsins og skilja ekki í því að hægt er að "taka af þeim" sameiginlegu forsjána. Stöðugt fleiri mál koma inn til félagsins þar sem lögheimilisforleldrið fer í forsjármál til að slíta sameiginlegu forsjánni til að geta farið fram á tvöfalt meðlag. Ísland er eina landið þar sem þessi staða er enn til staðar.

2018-04-10T00:12:48+00:00júní 19th, 2008|Fréttir, Henda|0 Comments

Betra að börn eigi tvö heimili
Íslensk rannsókn að staðfesta erlendar

Félag um foreldrajafnrétti hefur margoft vitnað til rannsókna erlendis sem halda því fram að það sé almennt jákvætt fyrir börn að eiga tvö, því sem næst jafngild heimili - frekar en eitt aðalheimili hjá öðru foreldrinu og fara svo í heimsókn til hins foreldrisins. "Það er frábært að vera nú loks búin að fá íslenska rannsókn sem staðfestir að kostirnir vegi upp ókostina og vel rúmlega það" segir Lúðvík Börkur Jónsson formaður Foreldrajafnréttis.

2018-04-10T00:12:48+00:00júní 14th, 2008|Fréttir, Henda|0 Comments

Félagsfundur

Félagsfundur er kl 20:00 á fimmtudaginn 1 maí að Árskógum og verður fjallað um frumvarp Daggar og hvað sé að gerast í stöðu mála um foreldrajafnrétti. Allir hvattir til að mæta.

2018-04-10T00:12:49+00:00apríl 28th, 2008|Fréttir, Henda|0 Comments
Go to Top