Fréttir

Home/Fréttir

Jafnréttisráð stendur undir nafni

Gagnrýnir skipun stjórnar Seðlabanka og endurskoðunarnefnd stjórnarskrár þar sem of margir karlar eru skipaðir. Jafnframt er skipun stjórnar Kaupþings gagnrýnd en hún er einungis skipuð konum. Meðfylgjandi er ályktunin í heild.

2018-04-10T00:12:47+00:00mars 27th, 2009|Fréttir, Henda|0 Comments

Hvar er fjölskyldan?
Fyrirlestraröð jafnréttisnefndar Háskóla Íslands í Norræna húsinu kl. 12 á mánudögum

Næstu fjóra mánudaga stendur jafnréttisnefnd Háskóla Íslands fyrir fyrirlestraröð um fjölskyldumál og jafnrétti. Í fyrirlestraröðinni verður fjallað um samtvinnun fjölskyldu- og jafnréttismála frá ýmsum sjónarhornum, og hvernig karlar og konur, stofnanir og fyrirtæki geta - og hafa - tekist á við þann vanda sem fylgir því að taka þátt í atvinnulífinu eða mennta sig, samhliða því að eiga og byggja upp gott fjölskyldulíf. M.a. verður horft til þeirra breytinga sem átt hafa sér stað að undanförnu í efnahags-, atvinnu- og menntamálum, og hvernig slíkar breytingar geta haft áhrif á fjölskyldulíf fólks. Lesa fréttina á vefnum

Mánudagur 23. febrúar
Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskylduráðgjafi hjá ÓB ráðgjöf
Mikilvægi feðra í frumbernsku


Mánudagur 2. mars
Gyða Margrét Pétursdóttir, doktorsnemi í félags- og kynjafræði í Háskóla Íslands
„Nú yfirgefur nýfrjálshyggjan stjórnar'heimilið'“ – hvað með hin heimilin? Nokkur orð um vinnumenningu, kynjatengsl og fjölskylduábyrgð


Mánudagur 9. mars
Guðný Björk Eydal, dósent í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands
Samþætting náms og einkalífs: Fjölskyldustefna fyrir alla?


Mánudagur 16. mars
Ingólfur V. Gíslason, lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands
„Ég vildi ekki akta á þetta“. Samskipti karla og kvenna í fjölskyldum nútímans

2018-04-10T00:12:47+00:00febrúar 23rd, 2009|Fréttir, Henda|0 Comments

Áhrif efnahagsþrenginga á fjölskyldur með börn
Háskólatorgi miðvikudaginn 25. febrúar, öllum opið

Þann 25. febrúar n.k. heldur Mentor (nemendafélag félagsráðgjafarnema við HÍ) í samstarfi við Félagsráðgjafadeild HÍ sitt árlega málþing sem ber yfirskriftina "Áhrif efnahagsþrenginga á fjölskyldur með börn". Málþingið verður haldið í stofu 105 á Háskólatorgi kl. 13:30 - 15:30 og er öllum opið.

Í allri þeirri umræðu sem átt hefur sér stað í kjölfar efnahagshrunsins virðist sem félagslegi þáttur fjölskyldunnar hafi því miður orðið undir. Málþinginu er ætlað að vekja máls á þessum þætti og draga umræðuna um hann upp á yfirborðið.

Á málþinginu eru fjórir fyrirlesarar, finnskur sérfræðingur um barnavernd í kjölfar finnsku kreppunnar og þrír íslendingar sem koma að vinnu sem snertir fjölskyldur með börn á einn eða annan hátt. Hér má finna dagskrá málþingsins og eru áhugasamir hvattir til þess að mæta !

2018-04-10T00:12:47+00:00febrúar 23rd, 2009|Fréttir, Henda|0 Comments

Fjölskyldan í fyrirrúmi
Fræðslufundir í Foreldrahúsi, miðvikudaga

Næstu miðvikudaga munu samtökin Vímulaus æska / Foreldrahús bjóða foreldrum til fræðslu- og kynningar um úrræði fyrir börn í vanda.  Þar verður foreldrum/ forráðamönnum barna einnig boðin fræðsla um tilfinningar og áhættuhegðun unglinga og hvernig aukið álag í fjölskyldum hefur áhrif á samskipti og líðan á heimilum.       Nú þegar fjölskyldur standa frammi [...]

2018-04-10T00:12:47+00:00febrúar 23rd, 2009|Fréttir, Henda|0 Comments

Framsóknarflokkurinn ályktar um málefni barna og unglinga

· Breytingar verði gerðar sem fyrst á barnalögum til að fjölga úrræðum dómara í forræðisdeilum, þ.e. að dómarar fái heimild til að dæma sameiginlega forsjá.

· Jafnaðar verði aðstæður foreldra þeirra barna sem eiga tvö heimili. Skoðaðir verði kostir og gallar við að heimila börnum að skrá tvöfalt lögheimili í þeim tilfellum sem foreldrar búa á tveimur stöðum.

· Meðlagskerfið verði endurskoðað á þann hátt að tekið verði tillit til umgengni þegar meðlag er ákveðið og fólki gefinn kostur á að semja sjálft um meðlag.

2018-04-10T00:12:47+00:00febrúar 2nd, 2009|Fréttir, Henda|0 Comments