Íslensk orðanotkun um slæma meðferð

Ekkert orð yfir þá sem fara illa með börn? Hér á eftir eru vangaveltur um orðanotkun varðandi illa meðferð á börnum. Þessi orðanotkun er svo borin saman við orðanotkun á illri meðferð á öðru en börnum og skoðaðir möguleikar á forskeytum á orðið níðingur. Ástæðan fyrir þessum vangaveltum um orðanotkun er sú að nýlega var [...]

2018-04-10T00:12:44+00:00febrúar 4th, 2011|Fréttir, Henda|0 Comments

Hvað einkennir góða pabba?
Hvernig er góður faðir?

Fjöldi barna á aldrinum 5 - 12 ára hringdu á feðradaginn 14. nóvember inn í þáttinn, Sirrý á sunnudagsmorgnum, til að svara þessum spurningum um hvað einkennir góðan pabba. Öll börnin sem hringdu inn áttu góðan pabba og skilaboðin voru skýr. Góður pabbi eyðir tíma með börnunum sínum og hlustar á þau. Mörg barnanna búa [...]

2018-04-10T00:12:44+00:00nóvember 16th, 2010|Fréttir, Henda|0 Comments

Ámælisvert brot hjá Stöð 2 í umfjöllun um umgengnismál
Karen Kjartansdóttir, fréttamaður, braut 3. gr. siðareglna. Brotið er ámælisvert.

Þann 8. mars sl. úrskurðaði siðanefnd Blaðamannafélagsins fréttastofu Stöðvar 2 brotlega við 3. grein siðareglna í frétt Karenar Kjartansdóttur um umgengnismál.

Brotið er ámælisvert.

Frétt Karenar var undir því yfirskini að fjalla um niðurstöður rannsóknar ónafngreinds lögfræðings á ofbeldistilvikum tengdum forsjárdeilumálum og notaði hún þar dæmi um innsetningarmál og fór frjálslega með sannleikann.

Þetta er í annað skiptið sem Karen notar niðurstöður þessarar sömu ritgerðar til að búa til frétt sem virðast að margra mati helst til þess fallin að koma á framfæri málsstað félagsskapar foreldra sem brjóta umgengnisrétt barna sinna við hitt foreldrið.

Úrskurður Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands sem Karen Kjartansdóttir hefur verið aðili að síðan 2004 gefur vel til kynna að Karen er tilbúinn að láta sannleikann víkja til að koma á framfæri "vafasömum" boðskap.

2018-04-10T00:12:45+00:00mars 23rd, 2010|Fréttir, Henda|0 Comments

Barnavernd og fjölmiðlar – Málstofa um barnavernd
á vegum Barnaverndar Reykjavíkur, Félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands og Barnaverndarstofu

á vegum Barnaverndar Reykjavíkur, Félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands og Barnaverndarstofu Fyrirlesarar: Sölvi Tryggvason sjónvarpsmaður fjallar um efnið út frá sjónarhorni fjölmiðla Heiða Björg Pálmadóttir lögfræðingur Barnaverndarstofu fjallar um rétt barns til friðhelgi einkalífs. Tími: Mánudagur 22. febrúar kl. 12.15 - 13.15 Staður: Barnaverndarstofa, Höfðaborg

2018-04-10T00:12:45+00:00febrúar 18th, 2010|Fréttir, Henda|0 Comments

Vodafone mismunar börnum
Frá Tuma Kolbeinssyni

 

Frá Tuma Kolbeinssyni: "KRAKKAFRELSI heitir nýtt tilboð símafyrirtækisins Vodafone og gengur út á að fólk sem er í svokallaðri Gull þjónustu Vodafone getur fengið kr. 1500 inneign mánaðarlega fyrir GSM síma barna í fjölskyldunni."

KRAKKAFRELSI heitir nýtt tilboð símafyrirtækisins Vodafone og gengur út á að fólk sem er í svokallaðri Gull þjónustu Vodafone getur fengið kr. 1500 inneign mánaðarlega fyrir GSM síma barna í fjölskyldunni. Mér leist vel á tilboðið og hringdi með það sama í þjónustusíma Vodafone til að þiggja þetta kostaboð fyrir stjúpson minn og dóttur en bæði eru þau með gsm-síma hjá Vodafone. Greiðlega gekk að skrá strákinn en ekki stelpuna og skýringin reyndist sú að hún á ekki lögheimili hjá mér. Engu skipti þótt símanúmer hennar væri á mínu nafni og greitt af mér. Taldi ég að þetta hlyti að vera einhver misgáningur og bað um að þetta yrði kannað. Í framhaldinu var mér sent sms með því svari að því miður væri þetta ekki hægt. Engin frekari skýring fylgdi. Mér fannst þetta verulega kúnstugt og hringdi því aftur og talaði við annan þjónustufulltrúa sem var hinn ljúfmannlegasti. Sá skoðaði málið og skildist mér á þeim svörum sem hann fékk að þetta væri of flókið í framkvæmd. Ekki var hægt að fá tala við yfirmann þar sem þeir hefðu ekki viðtalstíma en hann skyldi koma skilaboðum áleiðis og yrði þá allramildilegast haft samband ef fyrirspurnin yrði metin þess verð að ansa henni. Þetta kann að virðast fremur léttvægt mál en þó býr meira undir. Mér finnst ekki léttvægt að mér séu send þau skilaboð að barnið mitt sé annars flokks eins og Vodafone gerir með þessu.

Mál af þessu tagi er því miður ekkert einsdæmi hjá fyrirtækjum eða opinberum stofnunum. Stundum stafar þetta einfaldlega af hugsunarleysi en stundum af forpokun og vanvirðingu gagnvart fjölskyldum þar sem foreldrar búa ekki saman.

TUMI KOLBEINSSON
kennari.

2018-04-10T00:12:45+00:00febrúar 7th, 2010|Fréttir, Henda|0 Comments

Barnadagur kirkjunnar er 28. desember.
Þórhallur Heimisson bloggaði í tilefni dagsins um málefni skilnaðarbarna.

Þennan dag minnumst við þeirra atburða sem urðu í Betlehem við fæðingu Jesú, þegar Heródes konungur lét myrða öll ungabörn til að Jesús mætti ekki lifa. Þórhallur segir: "Þessi dagur er helgaður öllum börnum í vanda og vil ég sérstaklega í dag íhuga stöðu barna við skilnað."

2018-04-10T00:12:45+00:00janúar 6th, 2010|Fréttir, Henda|0 Comments

Þökkum Elísabetu Gísladóttur fyrir góðan fund
en hún var gestur okkar á félagsfundi félagsins í gær

Elísabet Gísladóttir kynnti fyrir félagsmönnum MA ritgerð sína um áhrif ofbeldis í úrskuðurm umgengismála. Fundurinn var mjög fróðlegur, málefnalegur og margar spurningar komu fram.

Við þökkum Elísabetu sérstaklega fyrir að gefa okkur þennan tíma til að kynna okkur hennar viðhorf í tengslum við ritgerðina og að leyfa okkur að koma á framfæri við hana skoðunum og reynslu félagsmanna.

Greinilega kom í ljós að Elísabetu er mjög annt um að börn séu vernduð gegn hvers kyns ofbeldi og félagsmenn gátu vel samsvarað sínar skoðanir við hennar.

Félagið fagnar því að embætti Umboðsmanns barna skuli vera komið með starfsmann með þær hugsjónir sem Elísabet greinilega hefur og vonumst til þess að hún fái að njóta sín í starfi.

2018-04-10T00:12:46+00:00desember 4th, 2009|Fréttir, Henda|0 Comments

Fréttatilkynning
að beiðni Félags forsjárforeldra

Stjórn Félags um foreldrajafnrétti hefur borist bréf frá lögmannsstofunni Lex dagsett 26. nóvember síðastliðinn þar sem hótað er málsókn á hendur félaginu vegna samsetta orðsins „barnaníðinga“ sem notað var í fréttatilkynningu Félagsins þann 19. október síðastliðinn.
 
Þeir sem leituðu til lögmannsstofunnar Lex gera það bæði fyrir hönd Félags forsjárforeldra og í eigin persónu, tveir karlar og þrjár konur. Konurnar þrjár hafa allar verið úrskurðaðar til sekta sem samtals skiptir milljónum króna fyrir brot á barnalögum nr. 76/2003 fyrir að misnota það vald sem foreldri hefur á barni sínu og brjóta gegn rétti barnsins til að njóta beggja foreldra sinna.
 
Félag um foreldrajafnrétti telur að virða eigi lög og reglur í hvívetna og lítur það mjög alvarlegum augum þegar félagsskapur sem segir sig standa vörð um réttindi barnsins skipi í stjórn með þeim hætti að formaður, varaformaður og ritari séu með úrskurði á bakinu fyrir brot gegn réttindum barna samkvæmt barnalögum.
 
Í fréttatilkynningu Félags um foreldrajafnrétti þann 19. október sl. kemur með mjög skírum hætti fram hvaða níðingsskap gegn börnum við erum að vísa í með okkar orðum.
 
Í tilkynningunni segir meðal annars að:
 
„Félag um foreldrajafnrétti hefur vitneskju um að bæði varaformaður og ritari Félags forsjárforeldra eru tálmunarmæður. Þær hafa verið úrskurðaðar til að greiða sektir fyrir það að brjóta á börnum sínum og önnur þeirra ítrekað. Það er forkastanlegt að embætti Umboðsmanns barna skuli vera notað til að koma á framfæri fólki sem brýtur svo gróft gegn börnum.“
 
Við töldum því full ljóst hvað við væri átt þegar við settum saman orðin barn og níðingur í málsgreininni að neðan sem hljómaði svo:
 
„Félag um foreldrajafnrétti harmar það að embætti Umboðsmanns barna hafi í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 18. október 2009 verið notað eins og um embætti Umboðsmanns tálmunarforeldra væri að ræða. Embætti umboðsmanns barna ætti að standa vörð um barnið eingöngu en ekki standa upp fyrir hóp barnaníðinga.“
 
Í stjórn Félags forsjárforeldra eru aðrir aðilar en mæðurnar sem úrskurðaðar hafa verið fyrir brot samkvæmt barnalögum og því ónákvæmlega farið með í textanum. Hafi einhver lagt aðra merkingu í samsetningu þessara orða þá biðjum við hlutaðeigandi velvirðingar á því. Við höfum þegar fjarlægt orðið úr tilkynningunni sem stendur á heimasíðu félagsins.
 
Stjórn Félags um foreldrajafnrétti.
 
2018-04-10T00:12:46+00:00desember 3rd, 2009|Fréttir, Henda|0 Comments

Heimir á morgunvakt Rúv Rásar 2
fjallar um framgöngu Gunnars Hrafns

Hér er hægt að finna upptöku af þættinum í morgun. Ekki var möguleiki á því að koma öllu að í stuttu viðtali. En eitthvað af því sem er í þessari grein kemur þar fram.

 

Gunnar segir félagið rakalaust og öfgafullt

Gunnar heldur því fram að félagið hafi engin rök fyrir því að staða feðra sé verri á Íslandi en löndunum í kringum okkur. Gunnar hefur þá ekki kynnt sér skýrslu nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum sem skipuð var af Félagsmálaráðuneytinu og skilaði af sér síðastliðinn vetur. Þar sem það kemur glögglega fram að staða feðra er lakari hér á landi og að íslensk barnalög skera sig verulega úr lögum landanna sem við miðum okkur við.

Gunnar talar um félagið okkar eins og við séum umdeild öfgasamtök sem tali á skjön við samfélagið. Það er rangt og það er hægt að skoða í sömu skýrslu nefndarinnar og einnig með því að skoða ályktanir flokkanna, t.d. hafa Sjálfstæðisflokkur og Samfylking tekið upp 9 af þeim 10 atriðum sem eru þar og Framsóknarflokkurinn hefur tekið vel undir hugmyndir okkar. Nefndin telur til að mynda nauðsynlegt að endurskoða barnalögin og tryggja að unnt verði að grípa til skilvirkari úrræða vegna tilhæfulausra umgengnistálmana. Flokkarnir vilja einnig endurskoða þessi mál. Félagið sker sig ekki úr hvað það varðar.

Bæklingurinn og kröfurnar

Gunnar talar um bæklinginn okkar þar sem tíu kröfur félagsins hafa verið settar fram. Hann telur upp sex kröfur Félags um foreldrajafnrétti og allar sex kröfurnar eru búnar til úr einni kröfu félagsins.

Gunnari þykir það fráleitt að félagið fari fram á að þekking á málefninu verði aukin og spyr í kaldhæðni að því er virðist hvort félagsmenn FUF eigi að sjá um fræðsluna. Ég veit ekki hvar hann fékk þá hugmynd. Alvöru fræðimaður getur aflað sér þekkingar sjálfur en væntanlega þarf hann samt að tala við félagsmenn FUF alveg eins og það er talað við þá sem leita til kvennaathvarfsins þegar þekkingar á heimilisofbeldi er aflað.

Gunnar telur upp fleiri atriði sem félagið taldi upp varðandi aðgerðir vegna umgegnistálmana. Flest atriðin sem talin eru upp eru nú þegar í lögum að einhverju leiti en þó ekki að virka eða ekki beitt sem skildi. Kannski væri besta leiðin að færa forsjá svo fljótt sem auðið er til umgengnis foreldrisins til að koma megi í veg fyrir harkalegar aðgerðir við tálmandi foreldrið. En það sem félagið er fyrst og fremst að fara fram á varðandi tálmanir er að málin fái fljóta og vandaða afgreiðslu. Það er ólíðandi að umgengnistálmanir fái að viðgangast í mörg ár jafnvel 8 til 18 ár án þess að kerfið bregðist við. Kerfið á að bregðast við á fyrstu dögum tálmunar.

PAS aðferðir

Gunnar Hrafn skilgreinir eitthvað sem hann kallar PAS aðferðir og lýsir þeim með mjög grófum hætti meðal annars með því að börn sem ekki vilji hi

2018-04-10T00:12:46+00:00nóvember 30th, 2009|Fréttir, Henda|0 Comments

Bréf til dómsmála- og mannréttindaráðherra
vegna framgöngu Gunnars Hrafns Birgissonar

Félag um foreldrajafnrétti gerir alvarlegar athugasemdir við framgöngu Gunnars Hrafns Birgissonar að undanförnu í ræðu og riti. Athugasemdunum þessum er beint til dómsmála- og mannréttindaráðherra og starfsmanna þess ráðuneytis þar sem forsjár og umgengnismál eru undir því ráðuneyti.           Vinsamlega kynnið ykkur athugasemdir félagsins á þessari slóð:   https://fuf.rokverk.is/?p=3504    

2018-04-10T00:12:46+00:00nóvember 28th, 2009|Fréttir, Henda|0 Comments

Gunnar Hrafn Birgisson var á morgunútvarpi Rásar 2 í morgun
með óhróður um Félag um foreldrajafnrétti

Gunnar heldur áfram með árásir á Félag um foreldrajafnrétti og til að kasta rýrð á trúverðugleika félagsins segir hann sjálfan sig hafa verið annað hvort svarta sauðinn eða hinn algóða hjá félaginu.

Í tölvupósti 24.1.2007 biður Gunnar Hrafn formann félagsins um að stjórn félagsins gefi frá sér yfirlýsingu um að hún hafi ekkert við störf Gunnars að athuga. Þáverandi stjórn félagsins tók þessa beiðni til athugunar og þar sem félagið vill frekar vinna með fólki en á móti, þá gaf stjórnin frá sér yfirlýsingu fyrir Gunnar eins jákvæða og stjórninni var stætt á. Gunnar lýsti yfir vonbrigðum sínum með þessa yfirlýsingu í tölvupósti þann 25.1.2007 og sagði hana vera gagnlaust plagg. Það sér það því hver maður að yfirlýsingin var ekki um að Gunnar væri hinn algóði.

Staðhæfulausar yfirlýsingar Gunnars Hrafns um félagið og afbakanir hans á skoðunum félagsins eru alveg með ólíkindum og ekki sæmandi manni í hans stöðu.

Félag um foreldrajafnrétti hefur undanfarin ár verið með vandaða og málefnalega umræðu um réttindi barna til beggja foreldra. Nú teljum við okkur knúna til að svara fyrir persónulegar árásir Gunnars Hrafns og tálmunarforeldra á félagið.

-HH

2018-04-10T00:12:46+00:00nóvember 27th, 2009|Fréttir, Henda|0 Comments

Börn gæta ekki hagsmuna sinna sjálf
Ályktun frá stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands 25. Nóvember 2009

Félagsráðgjafafélag Íslands telur að hagsmunir barna eigi að vera hafðir að leiðarljósi í þeim niðurskurði sem framundan er og lýsir því andstöðu við frekari skerðingu réttinda í fæðingarorlofi. Mikilvægt er að tryggja barni tengsl og samveru  við báða foreldra og gera báðum foreldrum mögulegt að samræma fjölskyldu – og atvinnulíf.  Börn gæta ekki hagsmuna sinna sjálf og er ábyrgð stjórnvalda, fjölmiðla  og samfélagsins alls mikil þegar kemur að málefnum sem þau varða  

 

Valgerður Halldórsdóttir framkvæmdastjóri FÍ s. 6929101

 

2018-04-10T00:12:46+00:00nóvember 25th, 2009|Fréttir, Henda|0 Comments

Er meðvirkni barnaverndar að bitna á börnum?

Af Visir.is: "Í byrjun októbermánaðar, hlaut móðir sjö ára telpu skilorðsbundin dóm fyrir að hafa slegið dóttur sína með viðarfjöl úr rimlagardínu í hendur, líkama og höfuð, auk þess sem henni var hótað með hníf. Segir í dómnum að ofbeldið hafi haft djúpstæð áhrif á telpuna og skapað hjá henni mikið óöryggi."

2018-04-10T00:12:46+00:00nóvember 5th, 2009|Fréttir, Henda|0 Comments
Go to Top