Ámælisvert brot hjá Stöð 2 í umfjöllun um umgengnismál
Karen Kjartansdóttir, fréttamaður, braut 3. gr. siðareglna. Brotið er ámælisvert.
Þann 8. mars sl. úrskurðaði siðanefnd Blaðamannafélagsins fréttastofu Stöðvar 2 brotlega við 3. grein siðareglna í frétt Karenar Kjartansdóttur um umgengnismál.
Brotið er ámælisvert.
Frétt Karenar var undir því yfirskini að fjalla um niðurstöður rannsóknar ónafngreinds lögfræðings á ofbeldistilvikum tengdum forsjárdeilumálum og notaði hún þar dæmi um innsetningarmál og fór frjálslega með sannleikann.
Þetta er í annað skiptið sem Karen notar niðurstöður þessarar sömu ritgerðar til að búa til frétt sem virðast að margra mati helst til þess fallin að koma á framfæri málsstað félagsskapar foreldra sem brjóta umgengnisrétt barna sinna við hitt foreldrið.
Úrskurður Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands sem Karen Kjartansdóttir hefur verið aðili að síðan 2004 gefur vel til kynna að Karen er tilbúinn að láta sannleikann víkja til að koma á framfæri "vafasömum" boðskap.