Framfærslukostnaður barns sbr. Lánasjóð íslenskra námsmanna

Ég hef verið að skoða úthlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) og eins og oft áður þá rek ég mig á forsendur sem ég skil ekki hvaðan eru fengnar. Hvernig getur forsjárfyrirkomulag og lögheimilisskráning barns haft afgerandi áhrif á framfærslukostnað þess? Tökum hér smá dæmi. Jón og Gunna eiga saman eitt barn, Sóley, og þau eru [...]

2018-04-10T00:12:41+00:00júní 17th, 2014|Forsjá, Henda, Jafnrétti, Mannréttindi, Meðlag, Meðlagsmál, Umgengni|0 Comments

Réttur forsjárlausra foreldra til upplýsinga um barn

Það foreldri sem ekki hefur forsjá barns á rétt á að fá frá hinu foreldrinu munnlegar upplýsingar um heilsufar þess, þroska, dvöl á leikskóla, skólagöngu, áhugamál og félagsleg tengsl. - Réttur þessi er háður velvilja forsjárforeldrisins enda ekki um nein viðurlög að ræða. Það foreldri sem ekki hefur forsjá barns á rétt á að fá [...]

2018-04-10T00:12:41+00:00september 10th, 2013|Forsjá, Henda|0 Comments

Bréf til Alþingis

Félagi um foreldrajafnrétti hefur borist bréf til Alþingis frá konu sem vill hvetja Alþingismenn til þess að setja sig í spor þeirra sem þurfa að þjást vegna núverandi barnalaga. Forsaga málsins er sú að á síðasta þingi voru samþykktar breytingar á barnalögum samkvæmt frumvarpi sem lagt var fram af innanríkisráðherra. Í meðförum þingsins var sett [...]

2018-04-10T00:12:42+00:00desember 20th, 2012|Forsjá, Henda|0 Comments

Í hvað á meðlagið að fara? – Hugleiðing úr íslenskum raunveruleika.

Meðlagsgreiðslur eru oftar en ekki í umræðunni í samfélaginu og snúast þá aðallega um hvort meðlagið sé of hátt eða lágt. Viðhorf manna á þessu fer jafnan eftir því hvort viðkomandi fær greitt meðlag eða þarf að greiða meðlag sjálfur. Þeir sem tilheyra fyrri hópnum, þ.e. þeim sem fá greitt meðlag, finnst meðlagið oft allt [...]

2018-04-10T00:12:42+00:00apríl 6th, 2012|Forsjá, Henda, Meðlag, Umgengni|1 Comment

Barnasáttmálinn, Samingur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins

Þann 20. nóvember 1989 varð til Samningur sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Þremur árum síðar eða 2. nóvember 1992 staðfesti Alþingi Íslendinga þennan samning og þóttust menn meiri að tryggja börnum þessi réttindi. Hins vegar þegar Alþingi staðfestir samninginn, þá er í raun var aðeins verið að staðfesta að þessi samningur sé til en samingurinn [...]

2018-04-10T00:12:42+00:00febrúar 26th, 2012|Faðerni, Forsjá, Henda, Jafnrétti, Mannréttindi|0 Comments

Af hverju bara á Íslandi?

Ráðstefna Háskólinn í Reykjavík 10. febrúar 2012 salur V101 13:30 – 16:00 Félag um foreldrajafnrétti efnir til ráðstefnu vegna fyrirhugaðra breytinga á barnalögum varðandi forsjá, umgengni og fleira. Ráðstefnan mun fjalla um heimild dómara til að ákveða hvort foreldrar fari sameiginlega með forsjá barns en jafnframt verður komið inn á aðra þætti fyrirhugaðra breytinga. Dagskrá: [...]

2018-04-10T00:12:42+00:00febrúar 5th, 2012|Forsjá, Fundir og ráðstefnur, Henda, Í brennidepli|0 Comments

Sjálfstæðisflokkurinn vill að foreldrajafnrétti verði tryggt

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði í dag um réttindi barna til foreldra sinna. Undir fyrirsögninni Foreldrajafnrétti í ályktun um velferðarmál segir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji að barnalögum verði breytt á þann hátt að foreldrajafnrétti verði tryggt. Þau atriði sem talin eru upp varðandi breytingar á barnalögum eru: Nauðsynlegt er að dómarar fái heimild til að dæma foreldrum sameiginlega [...]

2018-04-10T00:12:43+00:00nóvember 20th, 2011|Forsjá, Henda, Jafnrétti, Umgengni|0 Comments

Sameiginleg forsjá – heimild dómara

Á morgun föstudag er haldin ráðstefna um dómaraheimild. Aðalfyrirlestur ráðstefnunnar ber heitið "Enforced to cooperate ...". Langur vegur er á milli titils aðalfyrirlestursins og titils ráðstefnunnar enda eru foreldrar ekki dæmdir í samvinnu þó forsjá sé sameiginleg. Það vekur því mikla furðu hversu langt er gengið til að koma í veg fyrir þá sjálfsögðu réttarbót [...]

2018-04-10T00:12:43+00:00október 13th, 2011|Forsjá, Fundir og ráðstefnur, Henda|0 Comments

Dómaraheimild í dönskum lögum

Danskir dómarar hafa ekki aðeins heimild til þess að dæma í sameiginlega forsjá heldur þurfa þeir að hafa ríkar ástæður til þess að dæma á annan veg. Dómaraheimildin er í öðrum kafla laganna undir 11. grein svohljóðandi. Danska: § 11. Er forældre, der har fælles forældremyndighed, og som ikke lever sammen, ikke enige om forældremyndigheden, afgør [...]

2018-04-10T00:12:43+00:00maí 12th, 2011|Forsjá, Henda|0 Comments

Barnalög, 1. umræða á Alþingi – Breytingum kollvarpað

Ögmundur Jónasson treysti sér ekki til þess að ræða barnalögin af nokkurri þekkingu eða viti þegar hann mælti fyrir nýju frumvarpi til breytinga á barnalögum og þingmenn hlógu að vanþekkingu ráðherrans. En nú liggur það fyrir að Ögmundur hefur umturnað allri þeirri vinnu sem lögð hefur verið í þessa frumvarpsgerð. Ísland verður áfram eina landið [...]

Áfram pabbar!

"Karlmenn hafa ekki jafnan rétt og konur sem foreldri. Réttur kvenna er oftast nær meiri. Vissulega gengur konan með barnið og fæðir það fyrstu mánuðina ef hún kýs það, að því loknu er ekki ýkja margt sem hún gerir umfram karlinn." "Gefum feðrum strax tækifæri á tengslamyndun við börnin sín. Sýnum traust og virðingu, því [...]

2018-04-10T00:12:44+00:00janúar 28th, 2011|Forsjá, Henda, Umgengni, Umgengnisréttur|0 Comments

RG lögmenn ehf og Félag um foreldrajafnrétti

RG lögmenn ehf og Félag um foreldrajafnrétti hafa náð samkomulagi um að hefja samstarf. RG lögmenn munu veita félagsmönnum ráðleggingar og 15% afslátt af útseldri vinnu. RG lögmenn mun jafnframt veita félaginu ráðleggingar og verða þvi innan handar þegar þess gerist þörf eftir nánari samkomulagi. RG Lögmenn eru til húsa að Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði, s. [...]

2018-04-10T00:12:44+00:00janúar 18th, 2011|Faðerni, Forsjá, Henda, Tálmun, Umgengni, Umgengnisréttur|0 Comments

Börn eru í 95% tilfella skráð á ábyrgð móður
sláandi tölfræði segir jafnréttisstýra

Í hádegisfréttum Rúv, laugardaginn 17. júlí síðastliðinn kom fram að 95% þeirra sem þiggja umönnunarbætur frá Tryggingarstofnun ríkisins eru konur. 95% þeirra sem þiggja meðlag eru konur.

Kristín Ásgeirsdóttir segir þetta sláandi tölfræði og segir þetta vekja upp spurningar eins og:

Eru feður ekki að axla ábyrgð?
Eða halda konur svona fast í börnin?
Hvað er best fyrir börnin?


Félag um foreldrajafnrétti hefur bent á þessa staðreynd í mörg ár og við teljum okkur þekkja svarið við spurningum jafnréttisstýru.

Ef eitthvað á Íslandi getur talist alveg sér íslenskt án hliðstæðu í öðrum löndum þá eru það sennilega íslensku barnalögin og meðferð mála samkvæmt þeim hjá sýslumönnum. Foreldrajafnrétti er hvergi minna í V-Evrópu í það minnsta en á Íslandi og þegar leiðir foreldra skylja og leið liggur til sýslumanns til að fá úrlausn mála varðandi hver á að bera ábyrgð á börnunum, þá er móðurrétturinn sterkastur. Móður rétturinn kemur fyrst, næst réttur barnsins og að endingu réttur föðursins.

Sýslumaður kemur því oftast fyrir þannig að móðirin verður skráður ábyrgaraðili barnsins með þeim hlunnindum sem því fylgir. Barnið skal skráð með lögheimili hjá móður og faðir fær þá um það bil eins mikla umgengni og móðirin leyfir.

Faðirinn verður hins vegar skráður hér um bil ábyrgðarlaus, en þó með "sameiginlega forsjá" sem á Íslandi er næstum eingöngu nafn án réttinda en í öðrum löndum hefur slík réttarstaða þó nokkra þýðingu.

Hinn skráði ábyrgðarlausi faðir ber hins vegar fulla fjárrhagslega ábyrgð á barninu og er meðlagsskyldur. Meðlagið getur orðið að þungri greiðslubirgði ef tekjur föður eru sagðar leyfa það eða ef börnin eru fleiri. Engu skiptir þó hversu meðlagsbirgðin verður þung fyrir þennan föður, því kerfið mun aldrei samþykkja það að þessi maður hafi fyrir nokkru öðru en sjálfum sér að sjá.

Feður sem reyna að sækja þann rétt að vera skráðir ábyrgðaraðilar barns, þurfa að vaða eld og brennistein í kynbundnu réttarkerfi. Baráttan er ekki vonlaus en hún er svo torveld að flestir feður sjá ekki fram á að komast í gegnum þá baráttu. Kerfið sér hins vegar að mestu leiti um baráttuna fyrir mæður.

Eru feður ekki að axla ábyrgð?
Svar: Það þarf að festa foreldrajafnrétti í lög þannig að feðrum sé boðið uppá að axla ábyrgð til jafns við mæður. Ef feður axla ekki ábyrgð eftir að þeir hafa fengið jafna möguleika til þess og mæður þá getum við borið upp þessa spurningu.

Eða halda konur svona fast í börnin?
Svar: Kvenréttindasamtök hafa barist gegn breytingum á barnalögum í átt til foreldrajafnréttis. Kvenréttindasamtök standa í vegi fyrir því að á Íslandi séu barnalög eins og í öðrum V-Evrópuríkjum þar sem barnið kemur í fyrsta sæti og foreldrarnir jafnir þar á eftir. Kvenréttindasamtök halda í þá bábilju að réttur móður eigi að ganga fyrir öllum öðrum rétti því að barnið njóti afleidds réttar móður.

Hvað er best fyrir börnin?
Svar: Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að foreldrajafnrétti er best fyrir börnin. Jöfn foreldraábyrgð, jöfn umgengni, jafnvægi og tveir foreldrar til staðar fyrir barið eftir skilnað er það sem barninu er fyrir bestu.

Það liggur í augum uppi að þessi ábyrgð kvenna á börnum hefur áhrif á launamun kynjanna á vinnumarkaði. Starfsmaður með mikla ábyrgð heima fyrir er líklega ekki eins verðmikill á vinnumarkaði og sá starfsmaður sem getur sinnt starfinu án truflunar að heiman. Það er því kaldhæðið að á sama tíma og kvenréttindasamtök krefjast jafnra launa á vinnumarkaði þá ríghalda þau í einkaréttinn yfir ábygð á börnunum.

-HH

2018-04-10T00:12:45+00:00júlí 20th, 2010|Forsjá, Henda, Jafnrétti, Meðlag|0 Comments

Umsagnir Félags um foreldrajafnrétti
við drögum að breytingum á barnalögum

Félag um foreldrajafnrétti hefur gert umsögn við frumvarpsdrög að breytingum á barnalögum sem eru til meðferðar hjá Dómsmálaráðherra.

Umsagnir er að finna hér.

Umsögn við frumvarpi um forsjá, umgengni o.fl.

Umsögn við frumvarpi um meðlagsmál

Danmörk: Forsjá verði sameiginleg og dómarar geti dæmt í sameiginlega forsjá

ÁHERSLAN á að vera á rétt barna til að njóta samvista við foreldra sína, það er að segja að komi til forsjársdeilu eftir skilnað megi dómstólar dæma foreldrunum sameiginlega forsjá yfir börnunum jafnvel þótt annað þeirra sé því andvígt.   Það er dönsk þingnefnd sem leggur þetta til og hefur Lars Barfoed fjölskylduráðherra tekið því [...]

2018-04-10T00:13:40+00:00maí 30th, 2006|Forsjá, Henda|0 Comments

Staða forsjárlausra foreldra og barna þeirra

Reykjavíkurborg hefur tekið saman skýrslu um stöðu forsjárlausra og barna þeirra. Það var m.a. rætt við nokkra félagsmenn í Félagi ábyrgra feðra. Skýrsluna er hægt að nálgast á vef Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar: Staða forsjárlausra feðra og barna þeirra Það er m.a. dregnar saman eftirfarandi niðurstöður og lagt til: skortur á ráðgjöf um forsjá barna eftir sambúðarslit [...]

2018-04-10T00:13:40+00:00maí 27th, 2006|Forsjá, Henda, Umgengni, Umgengnisréttur|0 Comments
Go to Top