Félag ábyrgra feðra óskar konum til hamingju með 19. júní og níutíu ára afmæli þess að konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Frá þessum degi hafa konur barist fyrir réttindum sínum og stundum þannig að karlar hafa notið góðs af.

Til dæmis er aukinn þáttur feðra í umönnun barna eitt af baráttumálum kvenréttindahópa allt til dagsins í dag. Um leið börðust konur á fyrri hluta tuttugustu aldar fyrir því að öðlast yfirráðarétt yfir börnunum sem karlar höfðu áður. Sú barátta hefur því miður leitt til þess að feður hafa nánast ekkert vald yfir börnum sínum, þeir fá forsjá 2% barna við skilnað og sambúðarslit og lögheimili barna í sameiginlegri forsjá er í innan við 10% tilvika hjá feðrum.

Fæðingarorlof feðra er mikilsverður árangur af baráttu kvenna og karla og er nú svo komið að feður missa einnig atvinnu sína vegna umönnunar barna sinna. Félag ábyrgra feðra hefur margoft bent á að jafnrétti í málefnum foreldra sé ein árangursríkasta leiðin sem hægt er að fara í átt til launajafnréttis kynjanna. Félagið hvetur konur til að berjast með félaginu að bættum kjörum feðra, barna og kvenna.

Garðar Baldvinsson
Forðmaður FÁF

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0