Í Svíþjóð búa yfir hálf miljón barna ekki hjá báðum foreldrum. Á hverju ári skilja um 28000 fjölskyldur. Um 20% af þessum börnum búa jafnt hjá báðum foreldrum.

Vísindamaðurinn Helena Willen við Norræna lýðheislu háskólann í Gautaborg, hefur rannsakað hvernig 55 foreldrar reiddu af eftir skilnað. Hún telur niðurstöðun endurspegla raunveruleikann í Svíþjóð.

Um einn þriðji af fjölskyldunum lifðu áfram við reiði og stress eftir skilnaðinn. Foreldrarnir áttu í samskiptavandamálum og helstu boðleiðir voru sms, eða skilaboð á miða sem barnið bar á milli. Barnið býr í tveimur samhliða heimum. Þetta er slæmt fyrir börnin og 5 árum eftir skilnað var ennþá það mikil illska á milli þessara einstaklinga að nánast engin munnleg samskipti áttu sér stað. Samskiptaleysi foreldranna fer illa í börnin.

Um einn þriðji af tilvikum, þá bjó barnið nær alfarið hjá öðru foreldrinu, þrátt fyrir að í orði kveðnu væri forsjá sameiginleg. Ástæða fyrir samvistaleysinu var gjarnan félagsleg vandamál hjá hinu foreldrinu. Einstæða foreldrið fannst það undir álagi að hafa alfarið eitt foreldra ábyrgðina. Samband barnsins við hitt foreldrið var óreglulegt en börnin upplifðu hið óreglulega samband sem mikilvægt og betra en ekkert samband.

Um einn þriðji af fjölskyldunum starfaði vel saman einnig eftir skilnað. Börnin bjuggu jafnt hjá foreldrunum og höfðu ástríkt samband við báða sem skiptu á milli sín foreldraábyrgðinni.

Það er í þessum síðasta þriðjung sem börnunum líður best. En að skipta með sér foreldraábyrgðinni kom ekki af sjálfu sér, það þurfti virka vinnu hjá báðum foreldrum og vera einbeitt á að vinna í saman í samræmi við það sem er barninu fyrir bestu. Við slíkar aðstæður er opið talsamband á milli foreldra og bæði leggja sig fram við að láta ekki ágreining rísa vegna minni háttar mála.

Við skilnað koma upp mörg vandamál, m.a. í einu tilfelli hafð parið ekki efni á tveimur bílum eftir skilnað, bíllinn fylgdi því barninu og foreldrarnir notuðu bílinn þegar barnið var hjá þeim.

Sumir forledrar voru með sameiginlegan reikning þar sem m.a. barnabætur fóru inn og saman af þeim reikning var tekið vegna útgjalda barnanna. Neikvæða við það er að sumir foreldrar líta á að meðlög og barnabætur eigi að duga fyrir útgjöldum vegna barns, því þegar búið var af reikningum þá var ekki meir til fyrir barnið. Þannig gátu sum skilnaðarbörn upplifað sig sem fátæk. Í kjarnafjölskyldum er ekki þannig hugsað, heldur lifir barnið í takti með hagsæld þess heimilis sem það býr hjá.

Sjá nánar: http://www.dn.se/DNet/road/Classic/article/0/jsp/print.jsp?&a=479248

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0