Þingsályktun 2079 (2015) um Jafnrétti og sameiginleg foreldra ábyrgð: hlutverk feðra

Höfundar: Þing Evrópuráðsins

 1. Þing Evrópuráðsins hefur ávallt stutt við kynjajafnrétti á vinnumarkaði og í einkalífi. Í flestum aðildarríkjum Evrópuráðsins hafa orðið miklar umbætur á þessu sviði, þó ekki alveg fullnægjandi. Í fjölskyldum þarf að tryggja foreldrajafnrétti og stuðla ber að því allt frá fæðingu barnsins. Þátttaka beggja foreldra í umönnun og uppeldi barns er til hagsbóta fyrir þroska þess. Það þarf að viðurkenna enn frekar og meta að fullu hlutverk feðra gagnvart börnum þeirra, einnig mjög ungum börnum.
 2. Sameiginleg ábyrgð foreldra felur í sér að foreldrar hafi réttindi, skyldur og ábyrgð gagnvart börnum sínum. Hins vegar er það staðreynd að stundum standa feður frammi fyrir lögum, vinnureglum og fordómum sem geta valdið því að þeir eru sviptir styðjandi tengslum við börnin sín. Í ályktun þingsins 1921 (2013) um kynjajafnrétti, samræmingu einka- og atvinnulífs og sameiginlega ábyrgð, kallaði það á stjórnvöld aðildarríkjanna að virða rétt feðra til að njóta sameiginlegrar ábyrgðar með því að tryggja að fjölskyldulöggjöfin gerði ráð fyrir möguleikanum á sameiginlegri forsjá barna við sambandsslit og skilnað, þeim til hagsbóta, byggt á gagnkvæmu samkomulagi milli foreldranna.
 3. Þingið vill benda á að friðhelgi fjölskyldulífs eru grundvallarréttindi sem varðveitt eru í 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (ETS nr.5) og í mörgum alþjóðlegum lagagjörningum. Fyrir foreldri og barn er samvera ómissandi hluti fjölskyldulífs. Að aðskilja foreldri og barn hefur varanleg áhrif á samband þeirra. Slíkur aðskilnaður ætti einungis að vera fyrirskipaður af dómstólum og einungis í undantekningar tilvikum ef aðstæður eru þannig að þær gætu leitt af sér alvarlega áhættu fyrir hagsmuni barnsins.
 4. Auk þess trúir þingið því staðfastlega að aukning á sameiginlegri ábyrgð foreldra hjálpi til við að hefja okkur yfir staðlaða kynjaímyndir og úthlutuð hlutverk kvenna og karla í fjölskyldunni og að sú þróun sé einfaldlega merki um þær félagslegu breytingar sem átt hafa sér stað undanfarin 50 ár varðandi verkaskiptingu í einka- og fjölskyldulífi.
 5. Í ljósi þessara íhugunarefna vill þingið hvetja öll aðildarríki til að :
  1. Undirrita og/eða staðfesta, ef þau hafa ekki þegar gert það, Evrópusamninginn um beitingu réttinda barna (European Convention on the Exercise of Children’s Rights (ETS nr. 160)) og sáttmálann um umgengni sem varðar börn (Convention on Contact concerning Children (ETS nr. 192));
  2. Undirrita og/eða staðfesta, ef þau hafa ekki þegar gert það, Haagsamninginn frá 1980 um einkaréttarleg áhrif af brottnámi barna til flutnings milli landa og komi honum almennilega í framkvæmd og að tryggja sérstaklega að þau yfirvöld sem bera ábyrgð á að framfylgja honum vinni saman og bregðist við tafarlaust;
  3. Sjá til þess að foreldrar hafi jafnan rétt er snertir börn þeirra í lögum og stjórnsýsluframkvæmd, tryggi rétt hvers foreldris til að vera upplýst og til að taka þátt í mikilvægum ákvörðunum sem varða líf og þroska barns þeirra, barninu til hagsbóta;
  4. Fjarlægja úr lögum þeirra alla hugsanlega mismunun grundvallaða á hjúskaparstöðu milli foreldra sem hafa gengist við barninu;
  5. Innleiða í lög að deild búseta verði meginregla eftir skilnað eða sambandsslit og að skipting þess tíma sem barnið dvelur hjá hvoru foreldri fyrir sig taki mið af þörfum barnsins og hagsmunum. Einu undantekningarnar á þessari meginreglu ættu að vera tilfelli þar sem barn er misnotað,vanrækt eða býr við heimilisofbeldi;
  6. Virða rétt barna til að hlustað sé á þau í öllum málefnum sem snerta þau ef álitið er að þau hafi nægan skilning á viðkomandi máli;
  7. Taka tillit til deildrar búsetu þegar kemur að félagslegum bótum;
  8. Grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja að ákvarðanirnar sem tengjast búsetu barna og umgengnisrétti sé að öllu leyti framfylgt, sérstaklega með því að fylgja eftir kvörtunum um að barn hafi ekki verið látið af hendi;
  9. Hvetja til og þar sem við á þróa sáttaráðgjöf innan ramma dómsmála í fjölskyldumálum þar sem börn koma við sögu. Einkum með því að koma á dómsskipaðri skyldufræðslu í því skyni að gera foreldra meðvitaða um að deild búseta geti verið viðeigandi kostur fyrir bestu hagsmuni barnsins, og til að vinna að slíkri lausn, með því að tryggja að meðferðaraðilar fái viðeigandi þjálfun og með því að hvetja til þverfaglegs samstarfs byggðu á Cochem líkaninu (Cochem model);
  10. Sjá til þess að fagfólk sem á í sambandi við börn í tengslum við málsmeðferð í fjölskyldudómsmálum fái nauðsynlega þverfaglega þjálfun á tilteknum réttindum og þörfum barna af mismunandi aldursskeiði, sem og í málsmeðferð sem eru aðlagaðar að þeim samkvæmt Leiðbeiningum Evrópuráðsins um barnvænt réttlæti (Council of Europa Guidelines on child-friendly justice);
  11. Hvetja til foreldraáætlunar (parental plan) sem gerir foreldrum kleift að ákveða sjálf megin sjónarmið þegar kemur að lífi barna þeirra og að innleiða möguleikann á því fyrir börn að biðja um endurskoðun á aðstæðum sem snerta þau beint, sérstaklega hvað varðar búsetu þeirra;
  12. Innleiða launað foreldraorlof fyrir feður, þar sem miðað er við líkan að ófæranlegum orlofstíma.

 

 

Skjal þetta er þýðing áhugamanna á ályktun þings Evrópuráðsins. Frumskjalið, Resolution 2079 (2015-10-02): Equality and shared parental responsibility: the role of fathers, er hægt að finna á heimasíðu þess.

Höfundur Cochem líkansins er Dr. Jürgen Rudolph, dómari emeritus við fjölskyldudómstól í Þýskalandi.