Sum börn eiga feður sem búa ekki hjá þeim og senda til heimilisins pening og föt.
Sum börn eiga feður sem búa nálægt og heimsækja þau reglulega
Önnur börn eiga föður sem ala þau alfarið upp
Önnur börn eiga föður sem deilir heimili og uppeldisskyldum með móður

Önnur börn eiga föður sem lítur ávallt eftir þeim,
svo móðir þeirra geti unnið

Sum börn eiga föður, sem þau dvelja hjá um helgar og í fríium.
Önnur eiga föður sem er í fangelsi.
Sum börn eiga föður sem býr hjá þeim en er lítið heima
Önnur eiga fóstur- eða stjúpfeður
Sum börn eiga feður sem eru of fátækir til að sjá fyrir þeim
Sum börn eiga frænda eða afa sem ganga þeim í föðurstað.

Sum börn eiga föður sem sjálfur er barn
og þau börn eiga ekki föðurímynd

Sumir feður lesa fyrir börnin fyrir svefnin og segja þeim sögur.
og það eru til feður sem ekki kunna að lesa

Það eru feður sem elska og ala upp sín börn
og það eru til feður sem vanrækja börnin og misnota

Sumir feður birtast börnunum aðeins á afmælum og stórhátíðum
Sumir feður hafa aldrei hitt kennara þeirra
Sumir feður eru veikir, sumir fremja glæpi og aðrir ofbeldi gegn barnsmæðrum þeirra.
Aðrir vinna langan og erfiðan vinnudag til að sjá fyrir börnunum.

Sumir feður eru öruggir í sínu feðra hlutverki og eru stoltir af því
aðrir óttast ábyrgðina sem því fylgir

Sumir feður flýja frá börnum sínum
aðrir eru í angist að reyna að fá samvistir sem barnsmæður þeirra hindra

Föðurhlutverkið tekur á sig margar myndir.
EITT ER SAMEIGNLEGT
 ÞAÐ SEM PABBI GERIR
• SKIPTIR BARNIÐ MÁLI.

Gísli Gíslason
Formaður Félags Ábyrgra Feðra
Þýtt úr Father World vol 3 nr 2

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0