Ný bandarísk rannsókn bendir til þess að ef feður tala gott og vandað mál, þá hafi það mikil áhrif á málþroska barna. Það skiptir hinsvegar engu máli hvort móðirin talar gott og vandað mál, eða ekki.

Grein um þessar rannsóknir er birt í tímaritinu Journal of Applied Developemental Psycology. Rannsakendurnir fylgdust með fjölda tveggja ára barna, meðan þau léku við foreldra sína. Í öllum tilfellunum voru báðir foreldrarnir útivinnandi.

Rannsakendurnir mátu hvernig foreldrarnir töluðu við börnin, út frá því hversu mikinn orðaforða þau notuðu, hversu mikið þau spurðu börnin, og hvað spurningarnar voru erfiðar.

Niðurstaðan var sú að ef feðurnir töluðu gott og vandað mál, stóðu börnin sig vel í talprófi, sem haldið var ári eftir heimsóknina. Talandi móðurinnar hafði hinsvegar engin áhrif.

http://www.visir.is/article/20061109/FRETTIR02/61109077

 

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0