Meðlagskerfi er angi frá þeim tíma þar sem litið er á feður sem fyrirvinnur frekar en uppalendur.  Út frá kynjajafnréttissjónarmiði er þetta löngu úrelt fyrirkomulag, en fyrst og fremst eru þetta ekki bestu hagsmunir barns.

Feður sem búa ekki með barnsmæðrum sínum búa við það að þeir eiga ávallt helming í útgjöldum barns.  Réttur barns til að alast upp hjá báðum foreldrum er víða fyrir borð borin.  Umgengnistálmanir og falskar ásakanir hafa litlar sem engar afleiðingar fyrir gerandann en mjög neikvæð á börnin. Þau börn sem alast upp án föðurs vegnar almennt verr í lífinu.  Óteljandi rannsóknir sýna það.

Það er samfélaglegt verkefni  hins vestræna heims að tryggja það að sem flest börn njóti sem ríkastra samvista við báða foreldra og báðir foreldrar séu uppalendur barna sinna.   Við slíkt fyrirkomulag hlýtur þörfin á millifærslu peninga frá einu heimili til annars minnka. 

Það að Texas ríki eftirlýsi meðlagsgreiðendur í vanskilum er sannarlega ekki bestu hagsmunir barns.

  https://www.texasattorneygeneral.gov/cs/child-support-evaders

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0