Fæðingarþyngd barna getur haft forspárgildi um greind þeirra, menntun og tekjur. Því þyngri, því betra, að því er tvær norskar rannsóknir gefa til kynna, þ.e. allt yfir meðalþyngdinni sem er um 3,5 kg er gott. Í Aftenposten er greint frá þeim en fram kemur að rannsóknirnar taka enn sem komið er bara til drengja.

Martha Gunn Eide gerði doktorsrannsókn á þessu sviði og ver ritgerð sína við Háskólann í Bergen. Rannsókn hennar tekur til gagna um 400 þúsund drengi sem fæddir eru í Noregi á árunum 1967-1979. Hún telur niðurstöðurnar allt eins geta átt við um stúlkur.

Kjell G. Salvanes, prófessor við viðskiptaháskólann NHH í Bergen, hefur einnig gert rannsóknir sem sýna sambærilegar niðurstöður og Eide. Rannsókn hans og samstarfsfólks hans hefur það markmið að athuga hvaða þættir hafa áhrif á hverjir fara í háskólanám og fá vel launað starf. Fæðingarþyngd er meðal þeirra þátta.
mbl.is
Tækni & vísindi | Morgunblaðið | 7.1.2006 | 05:30

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0