Garðar Baldvinsson, formaður Félags ábyrgra feðra, tekur heils hugar undir tillögur forsjárnefndar og segir þær samhljóða stefnu félagsins. “Við höfum barist fyrir þessu á okkar vettvangi. Það er okkar stefnumið að sameiginleg forsjá eigi að vera meginregla,” segir hann og bendir einnig á að tillaga um frystingu meðlags og barnabótagreiðslna sé gamalt baráttumál félagsins. Slík aðgerð myndi senda skýr skilaboð um að uppeldi barna sé sameiginleg ábyrgð foreldranna, óháð því hvort foreldrar barna búa saman eða ekki.

Garðar minnir á að flestar tillögurnar komu einnig fram í áfangaskýrslu nefndarinnar árið 1999 en aðeins nokkur atriði úr þeim hafi verið lögfest við setningu barnalaga 2003. “Við vonumst til að það verði tekið tillit til þessara tillagna og að ekki verði staðið að málum eins og var gert við setningu barnalaga þegar tekin voru nokkur atriði og þau samþykkt en meginatriðunum var stungið undir stól.”

Nauðsynlegt að taka á öllum þessum þáttum Hann segir að í barnalögunum sé að finna langan kafla um meðlagsmál og hvernig standa eigi að innheimtu meðlagsins en hins vegar var orðið við tillögu félagsins um að lögfesta ákveðna lágmarksumgengni milli barns og foreldris. “Því svaraði sifjalaganefndin í greinargerð við barnalögin á þá leið að lágmarksumgengni væri of mikil afskipti af einkalífi fólks. Við teljum mjög nauðsynlegt að tekið verði á öllum þessum þáttum; meðlaginu, barnabótunum og umgengnismálunum, til þess að tryggja að börnin hafi það sem best. Börnin geta ekki haft það gott ef eingöngu annað foreldri þeirra vinnur uppeldi þeirra og útilokar hitt,” segir hann.

Garðar Baldvinsson, formaður Félags ábyrgra feðra, tekur heils hugar undir tillögur forsjárnefndar og segir þær samhljóða stefnu félagsins. “Við höfum barist fyrir þessu á okkar vettvangi. Það er okkar stefnumið að sameiginleg forsjá eigi að vera meginregla,” segir hann og bendir einnig á að tillaga um frystingu meðlags og barnabótagreiðslna sé gamalt baráttumál félagsins. Slík aðgerð myndi senda skýr skilaboð um að uppeldi barna sé sameiginleg ábyrgð foreldranna, óháð því hvort foreldrar barna búa saman eða ekki.
Garðar minnir á að flestar tillögurnar komu einnig fram í áfangaskýrslu nefndarinnar árið 1999 en aðeins nokkur atriði úr þeim hafi verið lögfest við setningu barnalaga 2003. “Við vonumst til að það verði tekið tillit til þessara tillagna og að ekki verði staðið að málum eins og var gert við setningu barnalaga þegar tekin voru nokkur atriði og þau samþykkt en meginatriðunum var stungið undir stól.”

Nauðsynlegt að taka á öllum þessum þáttum Hann segir að í barnalögunum sé að finna langan kafla um meðlagsmál og hvernig standa eigi að innheimtu meðlagsins en hins vegar var orðið við tillögu félagsins um að lögfesta ákveðna lágmarksumgengni milli barns og foreldris. “Því svaraði sifjalaganefndin í greinargerð við barnalögin á þá leið að lágmarksumgengni væri of mikil afskipti af einkalífi fólks. Við teljum mjög nauðsynlegt að tekið verði á öllum þessum þáttum; meðlaginu, barnabótunum og umgengnismálunum, til þess að tryggja að börnin hafi það sem best. Börnin geta ekki haft það gott ef eingöngu annað foreldri þeirra vinnur uppeldi þeirra og útilokar hitt,” segir hann.

Frétt ú mbl.is 12.05.2005