Leyfi til að elska

„Foreldraútilokun sem ofbeldi á barni“ - Dr. Edward Kruk, dósent í félagsráðgjöf við University of British Columbia. Edward hefur sérhæft sig í foreldraútilokun og afleiðingum tengslarofs barns við annað foreldrið, bæði fyrir barnið og foreldrið. „Foreldraútilokun sem heimilisofbeldi“ - Dr. Jennifer Jill Harman, dósent í sálfræði við Colorado State University í Bandaríkjunum. Jennifer hefur rannsakað rótgróin samfélagsleg viðhorf til hlutverka kynjanna í foreldrahlutverkinu sem geta bæði stuðlað að og viðhaldið foreldraútilokun.