Félag um foreldrajafnrétti leitaði svara við eftirfarandi fimm spurningum frá einstaklingum og flokkum sem bjóða sig fram í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Munt þú eða þinn flokkur beita sér fyrir því á komandi kjörtímabili:

  1. að barnaverndarnefnd verði faglega skipuð?
  2. að barnaverndarnefndum verði fækkað með samvinnu á milli sveitarfélaga?
  3. að barnaverndarstarfsmönnum verði fjölgað til að bæta málsmeðferð í barnaverndarmálum?
  4. að fjárhagsaðstoð sveitarfélaga taki mið af börnum á heimili óháð lögheimilisskráningu?
  5. að grunnskólabörn með sérþarfir fái greiningu á vanda sínum innan þriggja mánaða frá tilvísun nemendaverndarráðs?

Frambjóðendum var boðið upp á að svara spurningunum með Já eða Nei. Spurningarnar eru hins vegar þess eðlis að margir vildu gera grein fyrir afstöðu sinni og verður því hér gert skil. Svör hafa borist frá frambjóðendum í þremur sveitarfélögum, Garðabæ, Kópavogi og Reykjavík og koma þau í stafrófsröð. Flokkar innan hvers sveitarfélags koma í bókstafsröð eftir listabókstaf. Sjá Spurningar til frambjóðenda í sveitarstjórnarkosningum 2018.


Framsókn Viðreisn Flokkur fólksins
XHMiðflokkurinn Píratar Alþýðufylkingin Karlalistinn
Vilji frambjóðandi senda inn svar, hafi sent svar sem ekki kemur fram, eða vilji bæta við það sem sagt hefur verið, er velkomið að senda viðbætur á stjorn@foreldrajafnretti.is og því verður bætt inn.

Garðabær

xD, Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri og oddviti.

að barnaverndarnefnd verði faglega skipuð?

Ég og minn flokkur munum leitast við að skipa fagfólk í barnaverndarnefnd eftir því sem kostur er.

að barnaverndarnefndum verði fækkað með samvinnu á milli sveitarfélaga?

Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að taka upp viðræður við nágrannasveitarfélög okkar um hugsanlega kosti og ókosti sameiningar barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu (einhverra þeirra eða allra)  sé vilji til þeirra viðræðna.  Við værum tilbúin til að hafa forgöngu um slíkar viðræður.

að barnaverndarstarfsmönnum verði fjölgað til að bæta málsmeðferð í barnaverndarmálum?

Ég tek undir það að fullnægjandi mönnun starfsmanna í barnavernd er lykilatriði í því að tryggja góða málsmeðferð í barnaverndarmálum.  Mönnun starfsmanna í barnavernd er til skoðunar árlega í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar og svo verður einnig í haust.

að fjárhagsaðstoð sveitarfélaga taki mið af börnum á heimili óháð lögheimilisskráningu?

Skyldur sveitarfélaga til að veita félagsþjónustu, þar með talda fjárhagsaðstoð, takmarkast við íbúa sveitarfélagsins sbr. 12. Og 13. gr. í lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga.

að grunnskólabörn með sérþarfir fái greiningu á vanda sínum innan þriggja mánaða frá tilvísun nemendaverndarráðs?

Já, biðtími hér í Garðabæ hefur verið tiltölulega stuttur og stór hluti mála komin í ferli innan þriggja mánaða. Það veltur þó á eðli greiningar hversu langan tíma hún tekur og eins getur biðtími verið lengri ef sótt er um greiningu að vori og hún bíður yfir sumarmánuðina. Aðaláherslan hér hefur verið á að bíða ekki með inngrip þar til að greining liggur fyrir heldur að mæta börnum og ungmennum þar sem þau eru stödd.

Kópavogur

xD, Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi, Karen Elísabet Halldórsdóttir, 3. sæti.

að barnaverndarnefnd verði faglega skipuð?

Já, Þetta hefur ekki verið rætt innan hópsins, ég hef setið bæði sem aðalmaður í og varamaður í barnavernd og tel að vanda þurfi valið vel þegar kemur að einstaklingum sem sitja í barnavernd, ég hef talið að sálfræðilegur bakgrunnur minn hafi komið að gagni. Málin eru flókin og vandasöm, nefndarmenn njóta mikils stuðnings af starfsfólki sem flokkast undir fagfólk. Ég tel að flokkar hljóti að vanda sig einna mest þegar kemur að vali einstaklinga til nefndarstarfa hér.

að barnaverndarnefndum verði fækkað með samvinnu á milli sveitarfélaga?

Nei, enn sem komið er held ég að hættulegt sé að fækka þeim. Málunum er einfaldlega að fjölga og flest þeirra eru afar flókin og tel ég að nefndarmenn missi yfirsýn og innsýn ef málin verða of mörg. Ég hins vegar sé fyrir mér aukið samstarf milli sveitafélaga hér sér í lagi til að fjarlægja nefndarmenn frá sínu bæjarfélagi. T.d gætu fulltrúar Kópavogs setið í barnavernd annars sveitafélags til þess að draga úr nándaráhrifum.

að barnaverndarstarfsmönnum verði fjölgað til að bæta málsmeðferð í barnaverndarmálum?

Já, Við höfum sérstaklega gætt að þessu og munum halda því áfram.

að fjárhagsaðstoð sveitarfélaga taki mið af börnum á heimili óháð lögheimilisskráningu?

Já, Hér verður að gæta sérstaklega því þar sem að foreldrar eru með jafna umgengni. Ég hef bókað sérstaklega í bæjarráði Kópavogs um að Alþingi gæti að misjafnri stöðu barna sem eiga foreldrar sem deila ekki heimili. Nú liggur fyrir tillaga um að hjón geti átt sitthvort lögheimilið og því ætti ekkert að koma í veg fyrir að börn geti átt tvö.

að grunnskólabörn með sérþarfir fái greiningu á vanda sínum innan þriggja mánaða frá tilvísun nemendaverndarráðs?

Já, Draga verður markvisst úr bið eftir greiningu barna með vanda.

Miðflokkurinn

xM, Miðflokkurinn í Kópavogi, Geir Þorsteinsson, oddviti.

að barnaverndarnefnd verði faglega skipuð?

Já.

að barnaverndarnefndum verði fækkað með samvinnu á milli sveitarfélaga?

Já.

að barnaverndarstarfsmönnum verði fjölgað til að bæta málsmeðferð í barnaverndarmálum?

Já.

að fjárhagsaðstoð sveitarfélaga taki mið af börnum á heimili óháð lögheimilisskráningu?

Já.

að grunnskólabörn með sérþarfir fái greiningu á vanda sínum innan þriggja mánaða frá tilvísun nemendaverndarráðs?

Já.

Reykjavík

Framsókn

xB, Framsóknarflokkurinn í Reykjavík, Ingvar Már Jónsson, oddviti

að barnaverndarnefnd verði faglega skipuð?

Já, Ingvar.

að barnaverndarnefndum verði fækkað með samvinnu á milli sveitarfélaga?

Þarf að skoða betur til að geta tekið afstöðu, Ingvar.

að barnaverndarstarfsmönnum verði fjölgað til að bæta málsmeðferð í barnaverndarmálum?

Já, Ingvar.

að fjárhagsaðstoð sveitarfélaga taki mið af börnum á heimili óháð lögheimilisskráningu?

Já, Ingvar.

að grunnskólabörn með sérþarfir fái greiningu á vanda sínum innan þriggja mánaða frá tilvísun nemendaverndarráðs?

Já, Ingvar.

Viðreisn

xC, Viðreisn í Reykjavík, Jóhanna Dýrunn, kosningastjóri.

að barnaverndarnefnd verði faglega skipuð?

Viðreisn í Reykjavík styður að þeir sem skipaðir séu í barnaverndarnefndir hafi fagþekkingu á því sviði.

að barnaverndarnefndum verði fækkað með samvinnu á milli sveitarfélaga?

Viðreisn er fylgjandi aukinni samvinnu sveitarfélaga. Við í Viðreisn í Reykjavík höfum ekki mótað okkur afstöðu til þess hvort réttast sé að sameina allar barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu í eina.

að barnaverndarstarfsmönnum verði fjölgað til að bæta málsmeðferð í barnaverndarmálum?

Viðreisn vill almennt, einfalda stjórnsýsluna, gera hana rafræna, stytta gefa skýr fyrirheit um hvenær úrlausn mála muni liggja fyrir og standa við þau fyrirheit. Við ætlum að setja okkur markmið í afgreiðslu mála og leita nauðsynlegra leiða til að þau markmið haldi. Fjölgun starfsmanna kann að vera nauðsynlegt skref í átt að því markmiði.

að fjárhagsaðstoð sveitarfélaga taki mið af börnum á heimili óháð lögheimilisskráningu?

Viðreisn hefur stutt það að lög landsins taki mið af breyttri samfélagsgerð. Viðreisn í Reykjavík hefur ekki tekið afstöðu í stefnu sinni um hvort rétt sé að breyta reglum um úthlutun fjárhagsaðstoðar.

að grunnskólabörn með sérþarfir fái greiningu á vanda sínum innan þriggja mánaða frá tilvísun nemendaverndarráðs?

Í stefnu Viðreisnar í Reykjavík segir: “Við vitum að snemmtæk íhlutun skiptir máli og ætlum því að styðja við börn sem þurfa á því að halda óháð því hvort greining liggi fyrir eða ekki. Við viljum stytta biðtíma eftir greiningum og tryggja úrræði að henni lokinni.” Það er í anda okkar stefnu að borgin setji sér markmið um afgreiðslutíma, auglýsi þau skilmerkilega og standi við þau.

Flokkur fólksins

xF, Flokkur fólksins í Reykjavík, Kolbrún Baldursdóttir oddviti.

að barnaverndarnefnd verði faglega skipuð?

Já.

að barnaverndarnefndum verði fækkað með samvinnu á milli sveitarfélaga?

Já.

að barnaverndarstarfsmönnum verði fjölgað til að bæta málsmeðferð í barnaverndarmálum?

Já.

að fjárhagsaðstoð sveitarfélaga taki mið af börnum á heimili óháð lögheimilisskráningu?

Já.

að grunnskólabörn með sérþarfir fái greiningu á vanda sínum innan þriggja mánaða frá tilvísun nemendaverndarráðs?

Já.

XH

xH, Höfuðborgarlistinn í Reykjavík, Björg Kristín Sigþórsdóttir, Sif Jónsdóttir, Snorri Marteinsson, 1., 2. og 3. sæti.

að barnaverndarnefnd verði faglega skipuð?

Já.

að barnaverndarnefndum verði fækkað með samvinnu á milli sveitarfélaga?

Já.

að barnaverndarstarfsmönnum verði fjölgað til að bæta málsmeðferð í barnaverndarmálum?

Já.

að fjárhagsaðstoð sveitarfélaga taki mið af börnum á heimili óháð lögheimilisskráningu?

Já.

að grunnskólabörn með sérþarfir fái greiningu á vanda sínum innan þriggja mánaða frá tilvísun nemendaverndarráðs?

Já.

Miðflokkurinn

xM, Miðflokkurinn í Reykjavík, Vigdís Hauksdóttir, oddviti.

að barnaverndarnefnd verði faglega skipuð?

Já.

að barnaverndarnefndum verði fækkað með samvinnu á milli sveitarfélaga?

Já.

að barnaverndarstarfsmönnum verði fjölgað til að bæta málsmeðferð í barnaverndarmálum?

Já/Nei – við leggjum áherslu á að einn aðili sem sjái um barnaverndarmál verði fundinn staður inn á hverri þjónustumiðstöð borgarinnar.

að fjárhagsaðstoð sveitarfélaga taki mið af börnum á heimili óháð lögheimilisskráningu?

Nei – ekki nema báðir foreldrar eigi lögheimili í Reykjavík.

að grunnskólabörn með sérþarfir fái greiningu á vanda sínum innan þriggja mánaða frá tilvísun nemendaverndarráðs?

Já eins fljótt og kostur er.

Píratar

xP, Píratar í Reykjavík, Rannveig Ernudóttir, 4. sæti.

Nánari skýringar frá Pírötum

að barnaverndarnefnd verði faglega skipuð?

Já, Píratar, skv. grunnstefnu flokksins/Rannveig Ernudóttir 4.sæti

Flokkar velja reyndar ekki fulltrúa í nefndina, ekki með beinum hætti. Nefndin er kosin af sveitarstjórn í heild.

Píratar telja annars að gagnsæi eigi mikilvægan þátt í að almenningur sé upplýstur og þar af leiðandi hæfur til lýðræðislegrar ákvörðunartöku.

6.2 Réttur er tryggður með styrkingu beins lýðræðis og eflingu gegnsærrar stjórnsýslu.

Það er ekki gegnsætt að skipa pólitískt í nefndir. Það að viðkomandi hafi pólitíska tengingu dregur úr faglega þætti starfsins.

að barnaverndarnefndum verði fækkað með samvinnu á milli sveitarfélaga?

Nei, Píratar/Rannveig Ernudóttir 4.sæti.

Fækkun nefndanna myndi leiða af sér færri aðila sem deila með sér valdinu og leiðir því til aukinnar miðstýringar. Hámarksfjöldi í sameiginlegri barnaverndarnefnd er 7 sama hversu mörg sveitarfélög standa að baki nefndinni eða hversu margir búa í þeim sveitarfélögum. Sjá 11. gr. barnaverndarlaga https://www.althingi.is/lagas/nuna/2002080.html

að barnaverndarstarfsmönnum verði fjölgað til að bæta málsmeðferð í barnaverndarmálum?

Já, Píratar/Rannveig Ernudóttir 4.sæti

Þetta er mikilvægt atriði og mun án efa auka skilvirkni og afköst barnaverndarnefndanna.

að fjárhagsaðstoð sveitarfélaga taki mið af börnum á heimili óháð lögheimilisskráningu?

Já, Píratar/Rannveig Ernudóttir 4.sæti Fjárhagsaðstoð vegna barna er aðalega ætlað að standa að hluta straum af kostnaði sem lögheimilisforeldri er skylt að sjá um. Að því sögðu þá er hægt að leiða út frá stefnu Pírata um fjárhagsaðstoð að svo ætti ekki endilega að vera. Ef Píratar vinna að hækkun fjárhagsaðstoðar til framfærslu, sérstaklega til að styðja betur við foreldra, þá ætti það einnig að eiga við um umgengnisforeldri.

Þó er mögulega mikilvægara, að við úthlutun félagslegs húsnæðis sé tekið meira tillit til barna í umgengni en nú er. Eins og er þá er nánast útilokað fyrir einstætt umgengnisforeldri að fá félagslega íbúð, hvað þá með aukaherbergi fyrir barnið/börnin.

Einnig viljum við benda á að í fjölskyldu- og skólastefnunni okkar höfum við sett: 1.i. Öll systkini búsett í Reykjavík skuli fá systkinaafslátt. Systkini sem búa hjá sitthvoru foreldrinu fara á mis við systkinaafslátt, en engin ástæða er til þess. Jafnvel mætti færa rök fyrir því að systkini sem búa ekki saman ættu enn frekar að eiga kost á því að ganga í sama skóla.

https://x.piratar.is/polity/102/issue/376/

að grunnskólabörn með sérþarfir fái greiningu á vanda sínum innan þriggja mánaða frá tilvísun nemendaverndarráðs?

Já/Nei, Píratar/Rannveig Ernudóttir 4.sæti Áhersla Pírata er að börn í vanda fái aðstoð þó að greiningarferli sé ekki lokið. Við getum ekki lofað að öll börn fái greiningu innan þriggja mánaða. Það væri vægast sagt óábyrgt loforð, en það væri svo sannarlega óskastaða og ætti að vera markmið. Snemmtæk íhlutun breytir mjög miklu fyrir börnin og getur breytt miklu, ef ekki öllu, fyrir framtíð barnsins. En greining fer öllu jafna fram á Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins og því ekki á forræði sveitarfélaganna. Við getum í besta falli þrýst á að ríkið veiti meira fjármagni í þennan málaflokk og teljum það mikilvægt. Í fjölskyldu- og skólastefnunni okkar stendur m.a. þetta: 1.e. Greiningar eigi ekki að vera forsenda þess að barn fái aðstoð og þjónustu sem það þarf.

  1. Efla beri úrræði fyrir börn með atferlisgreiningar.

https://x.piratar.is/polity/102/issue/376/

Alþýðufylkingin

xR, Alþýðufylkingin í Reykjavík, Þorvaldur Þorvaldsson, oddviti.

að barnaverndarnefnd verði faglega skipuð?

Já.

að barnaverndarnefndum verði fækkað með samvinnu á milli sveitarfélaga?

Já, ef þannig næst fram meiri skilvirkni og samræming og vöndun málsmeðferðar.

að barnaverndarstarfsmönnum verði fjölgað til að bæta málsmeðferð í barnaverndarmálum?

Já.

að fjárhagsaðstoð sveitarfélaga taki mið af börnum á heimili óháð lögheimilisskráningu?

Já.

að grunnskólabörn með sérþarfir fái greiningu á vanda sínum innan þriggja mánaða frá tilvísun nemendaverndarráðs?

Já, þetta er mjög aðkallandi mannréttindamál.

Karlalistinn

xY, Karlalistinn í Reykjavík, Gunnar Kristinn Þórðarson, oddviti.

að barnaverndarnefnd verði faglega skipuð?

Í lögum um barnavernd kemur fram að sveitarstjórn kjósi í barnaverndarnefnd. Þrátt fyrir orðalag ákvæðisins er ljóst að það girðir ekki fyrir að sveitastjórnir ráði í störf barnaverndarnefndar á faglegum grunni. Stjórnsýslan á að heita fagleg stjórnsýsla, sem þýðir að ávalt þarf að ráða hæfasta umsækjandann í öll embætti. Ef einhversstaðar er þörf fyrir faglegar ráðningar þá er það í barnaverndarnefndum. Barnaverndarnefnd tekur ákvarðanir um örlög barna sem þurfa á opinberri vernd á að halda, og er ótækt að mati Karlalistans að flokkspólitísk sjónarmið ráði þar för eða hafi áhrif á málsmeðferð og/eða ákvarðanir í barnaverndarmálum. Að sama skapi er mikilvægt að í barnaverndarnefndir verði ráðnir allra hæfustu sérfræðingar í málefnum barna sem völ er á.

Þrátt fyrir orðalag barnaverndarlaga um kosningu sveitarstjórna til setu í barnaverndarnefnd geta sveitarstjórnir auglýst störfin og skipað hæfnisnefnd til að velja hæfustu einstaklinganna í störfin. Sveitarstjórn getur svo kosið um niðurstöðu hæfnisnefndar, og tryggt þannig faglegar ráðningar.

Hins vegar er mikilvægt að löggjafinn breyti barnaverndarlögum á þann hátt að útilokað verði að skipa pólitískt í stöður barnaverndarnefndar, enda slíkt fyrirkomulag ekki í anda meginreglunnar um faglegt embættismannakerfi stjórnsýslunnar.

að barnaverndarnefndum verði fækkað með samvinnu á milli sveitarfélaga?

Karlalistinn telur einsýnt að samræmis þurfi að gæta á milli sveitarfélaga og samfella verði í málsmeðferð barnaverndarmáls sem flyst á milli sveitarfélaga. Augljóst er að lagabreytinga er þörf í barnaverndarmálum til að tryggja slíka samfellu, en lögin girða ekki fyrir slíkt samstarf og geta sveitarfélögin komist að samkomulagi um slíka samvinnu á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Það mun Karlalistinn stuðla að komumst við til áhrifa í borginni.

að barnaverndarstarfsmönnum verði fjölgað til að bæta málsmeðferð í barnaverndarmálum?

Karlalistinn telur að auka þurfi fjárframlög til barnaverndar á Íslandi svo við stöndum samanburð við nágrannaþjóðir okkar. Útlit er fyrir að helmingi fleiri barnaverndarmál séu á hvern starfsmann barnaverndar á Íslandi en á Norðurlöndum. Börnin eru það dýrmætasta sem við eigum sem einstaklingar og samfélag og þarf því barnavernd að ganga fyrir öllu öðru.

að fjárhagsaðstoð sveitarfélaga taki mið af börnum á heimili óháð lögheimilisskráningu?

Sífellt meira hlutfall þeirra sem sækja sér fjárhagsaðstoð eru umgengnisforeldrar. Almennt er viðurkennt, þar á meðal í lögfræðiáliti Sambands íslenskra sveitarfélaga frá árinu 2012, að framkvæmd fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga er meira og minna öll ólögleg þegar kemur að skilyrðingum, skerðingum og beitingu stjórnsýsluviðurlaga. Það verður forgangsverkefni Karlalistans að koma framkvæmd fjárhagsaðstoðar í lögmætt horf, komumst við til áhrifa í borgarstjórn. Almennt séð hafa umgengnisforeldrar stöðu barnslausra einstaklinga þegar kemur að velferðarþjónustu, og á það einnig við um félagsþjónustu og fjárhagsaðstoð. Það er jafnframt forgangsmál hjá Karlalistanum að félagsþónustan hlaupi undir bagga með umgengnisforeldrum sem ekki geta veitt börnum sínum þroskavænlegar uppeldisaðstæður vegna fátæktar. Á það við um húsnæði, herbergi fyrir börn, sem og að framfærsla sé nægileg til að tryggja velferð barna inn á heimili umgengnisforeldra. Félagsþjónustan hefur mörg úrræði til að komast á móts við barnafjölskyldur og telur Karlalistinn að félagsþjónustan þurfi að beita þeim úrræðum þegar kemur að fátækum umgengnisforeldrum.

að grunnskólabörn með sérþarfir fái greiningu á vanda sínum innan þriggja mánaða frá tilvísun nemendaverndarráðs?

Karlalistinn hefur það á stefnuskránni að menntastefnan þurfi að mæta þörfum grunnskóladrengja með sérstökum hætti, þar sem drengir sýna sífellt meiri vanlíðan og verri námsárangur í grunnskólum landsins. Almennt séð þarf skólakerfið að mæta grunnskólabörnum betur sem eru með greiningar eða sérþarfir, hvort heldur um er að ræða drengir eða stúlkur. Hluti af þeirri vinnu er að flýta greiningum á börnum sem þurfa sértæka aðstoð. Einnig þarf að endurskoða stefnuna um skóla án aðgreiningar, og gefa kost á öðrum úrræðum, eins og sérskólum, að teknu tilliti til þarfa barna, afstöðu foreldra og fagfólks.