Af þeim foreldrum sem skilja í dag í Svíþjóð þá fara langflestir með sameiginlega forsjá, enda sameiginleg forsjá meginregla. Dómarar í Svíþjóð svipta heldur ekki barn forsjá annars foreldrisins, nema rík ástæða sé til. Tímabundnir samskiptaerfiðleikar foreldra eru ekki nægar ástæður til að svipta barni forsjá annars foreldrisins. Þannig gengur sænski löggjafinn nokkuð langt í því að tryggja rétt barns til beggja foreldra.

Af þeim foreldrum sem skilja í dag í Svíþjóð þá ákveða um 20% að búseta barnanna skuli vera jöfn hjá báðum foreldrum. Þetta er 10 földun á 10 árum. Þessi börn spjara sig mun betur en börn sem búa aðeins hjá öðru foreldrinu.

Nú er sænska MENNTAMÁLARÁÐIÐ búið að setja út leiðbeinginar til grunnskóla landsins, þar sem skýrt er tekið fram að þau börn sem hafa jafna búsetu eiga tvö heimili þá skal skólaakstur miðaður við að hvar barnið er með heimilisfesti í hvert sinn.

Þetta er enn ein staðfesting á því hversu langt frændur vorir Svíar eru á undan okkur og mörgum öðrum í þessum málum. Þarna er enn ein viðurkenningin á því að barn á heima bæði hjá pabba og mömmu þegar þau búa ekki saman

Sjá nánar:
http://www.hn.se/m_standard.php?id=582092&avdelning_1=109&avdelning_2=169&

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0