„Er óskandi að þessi umræða verði til þess að hugarfar vinnuveitenda þokist enn nær þeim markmiðum sem lágu til grundvallar setningu laga um fæðingarorlof,“ segir í ályktun SUF um umræðuna um fæðingarorlof.
Varðandi Símann segir í ályktun SUF að vel hafi tekist við fyrstu einkavæðingu sem fram fór undir forystu Framsóknarflokksins. Sé til fyrirmyndar að söluferlið hafi verið opið til þess aðila sem bauð hæsta verðið. Þá leggur stjórnin áherslu á að „söluverðmæti Símans verði nýtt á skynsamlegan hátt með niðurgreiðslu skulda og skuldbindinga.“
Þá áréttar stjórn SUF að „einkavæðing orkufyrirtækja landsmanna sé ekki á stefnuskrá sambandsins, enda hafa þau í krafti almannahagsmuna haft aðgengi að auðlindum þjóðarinnar sem ekki er hægt að meta til fjár með eðlilegum hætti,“ líkt og segir í ályktuninni.
Leave A Comment
You must be logged in to post a comment.