Fréttatilkynning

 

Erfðamál í stjúpfjölskyldum

 

Margvíslegar spurningar vakna þegar einstaklingar sem eiga barn eða börn af fyrri samböndum ganga í hjónaband. Gildir t.d. reglan um setu í óskiptu búi um stjúpfjölskyldur? Hver erfir hvern og af hverju?  Ingibjörg Bjarnardóttir, lögmaður hjá Lögsátt mun halda erindi um erfðamál í stjúpfjölskyldum  og svara síðan fyrirspurnum  á fræðslufundi hjá Félagi stjúpfjölskyldna  laugardaginn 11. nóvember kl. 12.00  í Hringsjá, Hátúni 10d  Reykjavík.  Fundarstjóri er Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafi, MA  og  formaður félagsins.

Allir eru velkomnir á fundinn  og kostar kr. 500 fyrir aðra en félagsmenn. Kaffiveitingar eru í boði félagsins og eru félagsmenn hvattir til að taka með sér gesti.  Allar nánari upplýsingar er að finna á :   www.stjuptengsl.is

Nánar um fundarstaðinn Hringsjá þar sem er starfsþjálfun fatlaðra – Hátúni 10d í Reykjavík: keyrt er  inn fyrir háu húsin 3 í Hátúni og þá blasir við hvítt bogadregið hús á einni hæð sem merkt er Hringsjá. Húsið snýr að gatnamótum Laugavegs og Suðurlandsbrautar.

Að loknum fræðslufundinum kl. 14 verður haldinn aðalfundur Félags stjúpfjölskyldna með venjulegum aðalfundarstörfum. Stjórnin                              &nb

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0