Reykjavíkurborg hefur tekið saman skýrslu um stöðu forsjárlausra og barna þeirra. Það var m.a. rætt við nokkra félagsmenn í Félagi ábyrgra feðra.
Skýrsluna er hægt að nálgast á vef Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar: Staða forsjárlausra feðra og barna þeirra
Það er m.a. dregnar saman eftirfarandi niðurstöður og lagt til:
- skortur á ráðgjöf um forsjá barna eftir sambúðarslit – réttindi og skyldur
- gæta réttar barna til umgengni við báða foreldra
- skilgreina betur hvað felst í forsjá barns
- endurskoða lög um forsjá barna
- sameiginleg forsjá barna á að vera meginregla
- börn geti átt lögheimili hjá báðum foreldrum
- endurskoða lög og reglur um skatta, barnabætur og meðlagsgreiðslur þegar um sameiginlega forsjá er að ræða
- hafa fjölskyldudómstól
- skipa barni talsmann í forsjárdeilu – nýta meira það lagaákvæði
- stytta málsmeðferðartíma í forsjárdeilum (í dag 7-12 mánuðir)
- hafa skylduráðgjöf fyrir foreldra sem eiga í forsjárdeilum
- skortur á virkri sáttaráðgjöf fyrir foreldra sem eiga í forsjárdeilum
- stuðla að foreldrajafnrétti – feður og mæður hafi forsjá og umgengni við börn sín og mæðrum sé ekki frekar dæmd forsjá en feðrum
- lækka aldurstakmark barns þegar foreldri er dæmd forsjá (nú er forsjá dæmd til 18 ára aldurs).
- vantar úrræði gegn foreldrum sem beita tálmunum, eða hindra að barnið umgangist annað foreldrið, jafnvel refsingar eða skekktir
- vantar sektir eða refsingar við fölskum ásökunum eins foreldris um annað
- styðja betur við forsjárlausa feður sem þurfa félagslega aðstoð. Koma á svipuðu kerfi og fyrir forsjárlausar mæður
- færa eftirlit með börnum í forsjárdeilum frá barnavernd til sýslumanns
- endurskipa fólk í Sifjalaganefnd
- þjálfa starfsfólk í skólum og leikskólum því þar fara oft fram skipti barns frá öðru foreldri til hins
- forsjárlausir foreldrar fái upplýsingar um frammistöðu barns frá skóla
- forsjárlausir foreldrar fái upplýsingar um heilsu barns frá lækni
- vantar fræðslu um málefni forsjárlausa foreldra og barna þeirra
- vantar vitundarvakningu um stöðu forsjárlausa foreldra og barna þeirra
- vinna að ímyndabreytingu – forsjárlausir foreldrar eru oft álitnir óhæfir foreldrar
- vantar vitundarvakningu um orðnotkun um forsjárlausa foreldra – oft notuð neikvætt hlaðin orð í opinberri umræðu
- breyta þarf almennum viðhorfum til forsjárlausra foreldra
- hafa Félag ábyrgra feðra (Félag um foreldrajafnrétti) með í ákvarðanatöku í málefnum þeirra
Leave A Comment
You must be logged in to post a comment.