Félag um foreldrajafnrétti leitar eftir svari við eftirfarandi spurningum frá einstaklingum og flokkum sem bjóða sig fram í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Munt þú eða þinn flokkur beita sér fyrir því á komandi kjörtímabili:
- að barnaverndarnefnd verði faglega skipuð?
- að barnaverndarnefndum verði fækkað með samvinnu á milli sveitarfélaga?
- að barnaverndarstarfsmönnum verði fjölgað til að bæta málsmeðferð í barnaverndarmálum?
- að fjárhagsaðstoð sveitarfélaga taki mið af börnum á heimili óháð lögheimilisskráningu?
- að grunnskólabörn með sérþarfir fái greiningu á vanda sínum innan þriggja mánaða frá tilvísun nemendaverndarráðs?
Vinsamlega sendið svör við spurningum þessum á stjorn@foreldrajafnretti.is þar sem fram kemur:
Gott væri ef svör við spurningunum væru sett inn í töflu samanber hér að neðan (getið afritað töfluna og breytt innihaldi):
[Sveitarfélag], [Flokkur], [Frambjóðandi], [Númer á framboðslista] | ||
---|---|---|
Spurning | Afstaða | Afstaða hvers |
1. | Já/Nei | Flokksins/Frambjóðanda |
2. | Já/Nei | Flokksins/Frambjóðanda |
3. | Já/Nei | Flokksins/Frambjóðanda |
4. | Já/Nei | Flokksins/Frambjóðanda |
5. | Já/Nei | Flokksins/Frambjóðanda |
Til skýringa er vert að geta þess að ekkert að ofangreindum atriðum krefst þess að Alþingi samþykki lagabreytingar. Sveitarstjórnir geta framkvæmt þessar breytingar og í sumum tilfellum einstakir flokkar í sveitarstjórn:
- Hver og einn flokkur sem skipar sæti í barnaverndarnefnd getur ákveðið að skipa sína fulltrúa faglega. Barnaverndarnefndir taka ákvarðanir sem geta verið verulega íþyngjandi fyrir börn og foreldra þeirra. Mikilvægi þess að slíkar ákvarðanir séu teknar á faglegum grunni er mikið. Jafnvel þó margar barnaverndarnefndir hafi sérfræðinga í vinnu, þá er ákvörðun barnaverndarnefnda á hendi nefndarinnar sjálfrar. Börn og foreldrar eiga rétt á því að einstaklingar í nefnd hafi yfirgripsmikla þekkingu á því sviði barnaverndar.
- Það eru nokkur dæmi um að sveitarfélög hafi sameinast um félagsþjónustu og barnavernd. Með fækkun barnaverndarnefnda er hægt að auka á skilvirkni og fagmennsku í barnaverndarstarfi. Ekkert er því til fyrirstöðu að ein barnaverndarnefnd sjái t.d. um allt höfuðborgarsvæðið annað en að sveitarstjórnirnar komi sér saman um samstarf.
- Mikið álag í barnavernd er líklega ein helsta orsök mistaka við vinnslu barnaverndarmála. Álag í barnavernd á Íslandi er margfallt á við barnavernd á Norðurlöndunum. Fjölgun starfsmanna í barnavernd er líklega einn mikilvægasti þátturinn til að mæta málsmeðferð.
- Um þriðjungur barna á Íslandi eiga tvö heimili og annað heimili barns er sagt barnlaust. Barnafátækt er hvergi meiri en á þessum heimilum barna sem kerfið hefur skilgreint sem barnlaus heimili. Sveitarfélög geta ákveðið að styðja með sambærilegum hætti við bæði heimili barns þegar kemur að heimildargreiðslum í fjárhagsaðstoð og við úthlutun íbúða á vegum sveitarfélaga.
- Það hefur ekki farið fram hjá neinum að íslenskt skólakerfi er að glíma við mikinn vanda og í umræðunni hafa komið fram efasemdir um skóla án aðgreiningar. Vandamálið liggur ekki hvað síst í því að mörg börn með mikinn vanda fá seint og jafnvel ekki greiningu á í hverju vandinn liggur. Biðlisti eftir frumgreiningu er víða um ár eða meira og þurfi barnið á greiningu á 3. stigs stofnun tekur við önnur árs bið. Skólar fá ekki stuðning frá ríkinu til þess að takast á við vanda barnanna fyrr en greining frá 3. stigs stofnun liggur fyrir. Mörg börn komast ekki á biðlista þar sem skólar eiga það til að forgangsraða á biðlistann.
Svör frambjóðenda verða birt og auglýst upp fyrir kosningar.
Með fyrirfram þökk,
Stjórn Félags um foreldrajafnrétti.
Leave A Comment
You must be logged in to post a comment.