Í skýrslunni er mikið fjallað um breytingar á barnalögum. Sá hluti skýrslunnar er frá bls 8 til bls 55.  Mikilvægt er að skoða vel umræður um hvert og eitt mál og skoða þá einnig hvernig þeim málum er háttað í nágrannalöndunum. Hvernig atkvæðagreiðslur féllu um hvert og eitt mál má síðan sjá á blaðsíðum 50 til 54. Fulltrúi Félags um foreldrajafnrétti átti sæti í nefndinni sem hefur starfað frá því í desember 2007.

Niðurstaða nefndarinnar er mikill sigur fyrir Félag um foreldrajafnrétti og er samhljóma þeirri stefnu sem Sjáfstæðisflokkur og Samfylking hafa í þessum málum. Þegar á þessar niðurstöður er litið í heild má vera ljóst að málflutningur félagsins hefur verið réttur síðustu ár, Ísland hefur dregist aftur úr í sifjamálum og nú er vilji til að breyta því.

Hægt er að lesa skýrsluna með því að smella hérna 

Hægt er að lesa fréttatilkynningu með helstu niðurstöðum hérna  

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0