Í Noregi er nú rætt um þáttöku atvinnulífisins í hjónabandsnámskeiðum til að fækka skilnuðum. Hagur atvinnulífisins af því er m.a.:

a) rannsóknir sýna að 25% af þeim sem skilja veikindamelda sig, vegna þess álags sem fylgir skilnaðinum.

b) rannsóknir sýna að 60-80 % af þeim sem skilja finnst þeirra framlag til vinnunnar minnka, vegna álags samfara skilnaðinum.

Skilnaðir kosti því bæði atvinnulífið og samfélagið mikla fjármuni. Í Noregi eru fyrirtæki hvött til að setja það í starfsmanna stefnu sína að hvetja eða stuðla að því að fólk fari á hjónabandsnámskeið. Það fækki skilnuðum og þannig aukist framleiðini í atvinnulífinu.

Samkvæmt nýjum lögum í Noregi sem tóku gildi 1. jan 2006 þá skulu atvinnurekendur vinna markvisst að því að fækka veikindafjarvistum, en þar er ekki fjallað beint um að fækka skilnaðartíðni, þó augljóst samband sé þar á milli.

Sjá nánar: http://www.idag.no/aktuelt-oppslag.php3?ID=10004

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0