Skerðing á fæðingarorlofsgreiðslum í endurskoðun

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra telur að ekki sé stoð fyrir því í lögum að nota greiðslur úr fæðingarorlofssjóði til viðmiðunar við útreikning á greiðslum vegna fæðingarorlofs annars barns. Málið er í skoðun í ráðuneytinu. Vigdís Jóhannsdóttir, sem á von á öðru barni sínu í sumar, segist verða af á annað hundrað þúsund vegna þessa.

Mánaðarleg greiðsla til foreldris í fæðingarorlofi nemur 80% af meðaltali heildarlauna. Ef annað barn fæðist innan þriggja ára lækka greiðslurnar verulega því þá fær foreldrið 80% af þeim 80% sem greitt var vegna fæðingar eldra barns.

Umboðsmaður Alþingis tók málið upp eftir að kona kvartaði undan niðurstöðu Tryggingastofnunar við útreikning á greiðslum til hennar. Álit hans er að ekki sé stoð fyrir þessu í lögum. Í álitinu frá 29.desember síðastliðnum beinir hann þeim tilmælum til félagsmálaráðherra að endurskoða reglugerðina.

Vigdís Jóhannsdóttir sem á von á sínu öðru barni í sumar býst ekki við að búið verði að breyta lögunum áður en barnið fæðist. Það þýðir að hún fær 80% af fæðingarorlofsgreiðslum sem hún fékk eftir að hún eignaðist dóttur sína fyrir rúmum tveimur árum. Hún hefur skrifað bréf til allra alþingismanna þar sem hún vekur athygli á því sem hún kallar brot á lögum, mannréttindum og perónufrelsi Íslendinga.

 

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item143072/

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0