Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði í dag um réttindi barna til foreldra sinna.

Undir fyrirsögninni Foreldrajafnrétti í ályktun um velferðarmál segir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji að barnalögum verði breytt á þann hátt að foreldrajafnrétti verði tryggt. Þau atriði sem talin eru upp varðandi breytingar á barnalögum eru:

  • Nauðsynlegt er að dómarar fái heimild til að dæma foreldrum sameiginlega forsjá.
  • Jafnframt þurfa foreldrar að eiga þess kost að geta samið svo að lögheimili barns verði hjá þeim báðum.
  • Sjálfstæðisflokkurinn telur að í lögum ætti sú meginregla að gilda við sameiginlega forsjá að kostnaður vegna umgengni skiptist jafnt á milli foreldra nema þeir ákveði annað í samningi eða sýslumaður úrskurði annað.
  • Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að sjálfvirk forsjá til sambúðaraðila eða maka falli niður enda séu hagsmunir barnsins ávallt í fyrirrúmi.
  • Sjálfstæðisflokkurinn vill að karlmaður sem telur sig föður barns geti höfðað faðernismál þótt barnið sé feðrað.
  • Forsjárlausir foreldrar fái aðgang að skriflegum upplýsingum um barn sitt frá stofnunum og sveitarfélögum.
  • Sjálfstæðisflokkurinn vill að umgengnisdeilur verði hægt að reka fyrir dómstólum.
  • Hagsmunir barnsins skuli ávallt vera í fyrirrúmi og þess gætt að rödd barnsins hafi vægi í forsjármálum.
  • Sjálfstæðisflokkurinn telur afar brýnt að hraða endurskoðun barnalaga með tilliti til þessa.

Ályktun Sjálfstæðisflokksins um velferðarmál.

20. nóvember 2011

-HH

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0