Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði í dag um málefni barna sem búa á tveimur heimilum.
Félag um foreldrajafnrétti telur óhætt er að áætla að um 12 til 15 þúsund börn eigi tvö heimili á Íslandi og jafnvel fleiri. Mörg þessara barna, eða allt að 5000 börn búa aðra hvora viku á hvoru heimili. Annað heimili þessara barna nýtur engra réttinda sem barnafjölskyldur annars njóta. Fjölskyldugerð þessi hefur ekki verið opinberlega skilgreind og þegar mismunandi fjölskylduhópar eru bornir saman þá er þessi stóri hópur barnafjölskyldna sem ekki fara með lögheimili barns ekki taldinn með.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú ályktað um að taka þurfi tillt til þessarar fjölskyldugerðar, en í ályktun um velferðarmál segir:
- „Sjálfstæðisflokkurinn vill að almannatryggingakerfið taki mið af því að mörg börn eigi tvö heimili og aðstoð þurfi því að ná til beggja heimila.“
- „Tryggja verður tilverurétt þessarar fjölskyldugerðar innan almannatrygginga, félagsþjónustu og annarra þátta samfélagsþjónustunnar.“
Ályktun Sjálfstæðisflokksins um velferðarmál.
-HH