Á landsfundi Sjálfstæðisflokks í dag var samþykkt ályktun um velferðarmál þar sem Sjálfstæðisflokkurinn harmar það úrræðaleysi sem blasir við í umgengnistálmunum í dag.

Í ályktuninni segir:

  • Umgengnistálmanir eru brot á rétti barna til þess að umgangast annað foreldri sitt samkvæmt lögformlegum úrskurðum og mannréttindaákvæðum.
  • Lagt er til að mál þar sem forsjáraðili barns beitir umgengistálmunum, þrátt fyrir aðfarargerð þess sem á rétt á umgengni við barnið, verði meðhöndluð sem barnaverndarmál. Aðilum máls verði heimilað að gera kröfu þessa efnis.
  • Sjálfstæðisflokkurinn vill að forsjárlaust foreldri barns verði ávallt aðili að barnaverndarmáli nema það sé talið andstætt högum barnsins.
  • Gerðar verði breytingar á barnalögum og barnaverndarlögum til að tryggja að þetta nái fram að ganga.
  • Sjálfstæðisflokkurinn telur brýnt að á umgengnistálmunum sé tekið fljótt og af festu.
  • Sjálfstæðisflokkurinn harmar það úrræðaleysi sem blasir við í umgengnistálmunum í dag.

Ályktun Sjálfstæðisflokksins um velferðarmál.

20. nóvember 2011

-HH