Segja má að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gefið börnum loforð í tilefni af 22 ára afmælisdags Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sem er best þekktur undir nafninu Barnasáttmálinn.
Þann 20. nóvember 1989 varð til Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Þremur árum síðar eða 2. nóvember 1992 staðfesti Alþingi Íslendinga tilveru þessa samnings.
Staðfesting samnings gefur honum þó ekki lagalegt gildi hér á landi þó það geri það í mörgum öðrum ríkjum. Þannig er því enn útilokað fyrir einstakling að vísa í Barnasáttmálann í dómsmáli þegar brotið er á íslenskum börnum.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti í dag ályktun þess efnis að brýnt sé að lögfesta Barnasáttmálann.
Ályktun Sjálfstæðisflokksins um velferðarmál.
20. nóvember 2011
-HH
Leave A Comment
You must be logged in to post a comment.