Dómsmálaráðuneytið gefur út allnákvæmar reglur um greiðslur vegna fermingar, skírnar og greftrunar í samræmi við 60. gr Barnalaga. Skv bréfi til allra sýslumanna í apríl 2002 eru þessar reglur svohljóðandi:

v. fermingar kr. 37.000 – 48.000
v. skírnar kr. 10.000 – 12.500
v. greftrunar kr. 37.000 – 54.000

Þetta eru viðmiðunartölur og hljóta alltaf að taka mið af aðstæðum. Félag ábyrgra feðra ráðleggur forsjárlausum foreldrum (feðrum) að semja við forsjárforeldrið fyrirfram um tilhögun þessara athafna og hafa það á hreinu fyrirfram hvert framlag þeirra verður, það auðveldar samskiptin eftir á og uppgjörið.

Hér er rétt að benda á að í slíkum samningum er betra að festa niður t.d. hvar athöfnin og veisla (fermingar- eða skírnarveisla, eða erfidrykkja) fara fram, ræða gestalista og koma óskum sínum á framfæri, að ógleymdum frágangi eftir atburðinn.

Forsjárforeldrið og hinn forsjárlausi ákveða í sameiningu þessa hluti og þarf að minnsta kosti samþykki forsjárlausa foreldrisins varðandi þessa atburði. Þrátt fyrir að lagarétturinn sé þó endanlega hjá forsjárforeldrinu að ákveða þessa hluti ef sáttir nást ekki hefur forsjárlausa foreldrið þann úrkost að leita til sýslumanns og óska ráðgjafar eða jafnvel íhlutunar, skv. 33. gr Barnalaga. Auk þess eru það mannréttindi bæði barnsins og forsjárforeldrisins að allir aðilar hafi eitthvað um þessi veigamiklu atriði að segja – þó ekki væri nema til að koma þeirri hugsun að hjá barninu (ef aldur og aðstæður leyfa) að sátt og samlyndi sé af hinu góða ekki síður en heilbrigð umræða þar sem allir hafa málfrelsi.

Garðar Baldvinsson
formaður Félags ábyrgra feðra

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0