Áhorf smábarna á sjónvarp getur haft slæm áhrif á lærdómsgetu þeirra síðar meir, að því niðurstöður bandarískrar rannsóknar, sem BBC greinir frá, benda til. Niðurstöðurnar benda meðal annars til þess að tengsl séu á milli sjónvarpsáhorfs barna yngri en þriggja ára og erfiðleika í lestrar- og stærðfræðinámi við sex og sjö ára aldur.

Alls tóku 1.797 börn þátt í rannsókninni sem gerð var við Washington háskóla. Niðurstöðurnar eru í samræmi við tilmæli sem bandarískum foreldrum hafa verið gefin um að börn yngri en tveggja ára horfi ekki á sjónvarp.

Hins vegar virðist sjónvarpsáhorf barna á aldrinum þriggja til fimm ára haf góð áhrif á lestrar- og skriftarkunnáttu þeirra síðar meir.

Sumir sérfræðingar hafa fært rök fyrir því að fræðsluefni í sjónvarpi geti haft góð áhrif á lærdómsgetu barna, burtséð frá aldri þeirra. Þeir segja mikilvægast að foreldrar velji efni sem hæfi aldri barnanna.

Rannsóknarteymi Washington háskóla komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að hver klukkustund sem börn undir þriggja ára aldri eyði í sjónvarpsáhorf á degi hverjum hafi slæm áhrif á getu þeirra í stærðfræði, lestri og lestrarskilningi þegar þau eldast.

Af mbl.is 11.07.2005

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0