Við undirrituð, M (hér eftir kallaður „faðir“) og K (hér eftir kölluð „móðir“), gerum með okkur svofelldan samning um forsjá barna okkar, A (kt. 111111-2222), B (kt. 222222-3333) og C (kt. 3333333-4444):

1. Faðir og móðir hafa sameiginlega forsjá með börnunum.

2. Börnin skulu hafa lögheimili á eftirgreindan hátt:

A hjá föður (nú að C-götu Y, 191 Rvík) og
B hjá móður (nú að B-götu X, 191 Rvík).

3. Börnin skulu dvelja hjá föður og móður til skiptis viku og viku í senn. Skulu þau skipta um dvalarstað á mánudögum.

4. Börnin skulu vera til skiptis hjá föður og móður yfir sumartímann, minnst mánuð í senn hjá hvoru en að öðru leyti eftir nánara samkomulagi milli foreldranna. Þó skal ákvörðun um dvalarstaði og tíma liggja fyrir 15. maí ár hvert.

5. Um stórhátíðir skulu börnin dvelja annað hvort ár hjá hvoru foreldri; um páska eina viku frá þriðjudegi til þriðjudags, um jól vikuna frá aðfangadegi til gamlársdags og um áramót frá gamlársdegi til 7. janúar, og skal að öllu jöfnu miða við hádegi þessa daga.
Börnin eru hjá öðru foreldrinu um jól og hinu um áramót, á árinu 2002 hjá móður um jól en föður um áramót.

6. Meðlag skal greitt með hverju barni, eitt með hverju. Jafngildir það því að faðir greiði móður eitt meðlag á mánuði. Að öðru leyti gilda almennar reglur um meðlag.

7. Aðilar gera ráð fyrir að barnabætur fylgi lögheimili, sbr. lið 2.

8. Aðilar taka sameiginlega ákvarðanir um uppeldi, framfærslu og umönnun barnanna, t.d. um nám þeirra, tómstundaiðkun og sumardvalir að öðru leyti en að ofan greinir. Ennfremur greiða aðilar til helminga kostnað vegna barnanna, þar með talið fatnað, tómstundaiðkun og heilbrigðiskostnað (t.d. lækniskostnað og kostnað vegna tannlækninga og tannréttinga).

9. Setji börnin fram eindregnar óskir um annað fyrirkomulag dvalartíma og búsetu en getur hér að framan eru foreldrar sammála um að taka skuli tillit til þeirra óska og ávallt hafa hagsmuni barnanna að leiðarljósi.

10. Komi aðilar sér ekki saman um einstaka þætti skal fyrst leita aðstoðar Sýslumannsins í Reykjavík.

11. Samningur þessi tekur gildi við undirskrift.
Til staðfestu rita aðilar nöfn sín hér undir

Staður og dagsetning

Foreldri M Foreldri K

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0