Jafnréttismálaráðherra Noregs, Karita Bekkemellem hefur gefið út að hún vill breyta jafnréttislögum í Noregi á margvíslegan hátt.

Hún spyr um málefni samkynhneigðra en einnig:
a) Eiga allir sem vilja skilja að vera skilin að borði og sæng í eitt ár áður en lögskilnaður fæst staðfestur ?
d) Á forsjá og umönnun barna að vera jöfn, bæði fyrir og eftir skilnað ?
e) Er núverandi meðlagskerfi sanngjarnt ?

Réttindabarátta samkynhneigðra er með mikinn meðvind hér á landi og hyllir undir að pör samkynhneigðra fái sama rétt og pör gagnkynhneigðra. Á Íslandi þarf fólk að vera skilið í ár að borði og sæng. Hér er því líkt komið og með frændum vorum og kannski erum við skrefi á undan í málefnum samkynhneigðra.

Varðandi forsjármál, þá vill Jafnréttismálaráðherra Noregs ganga skörinni lengra en löggjafinn hér á landi og lögfesta að ekki bara sameiginleg forsjá verði meginregla við skilnað, heldur sameiginleg forsjá og JÖFN UMÖNNUN. Karita Bekkemellem Jafnréttisráðhera Noregs segir að þessari vinnu eigi að vera lokið með lagasetningu árið 2007. Í öllum flokkum í Noregi eru þó skiptar skoðanir um þetta.

Norðmenn eru einnig einu sinni búnir að endurskoða meðlagskafla sinna laga og eru aftur að fara í nýja vinnu á þeim vígstöðvum. Meginþemað í þeirri vinnu er að báðir foreldrar framfæri barni sínu með beinum hætti og sjái þannig sjálfir um framfærslu barnsins. Foreldrar eru hvattir til að gera einkasamninga um framfærslu án milligöngu hins opinbera. Þetta lágmarkar millifærslu af fjármunum frá einu heimili til annars og eykur þáttöku beggja foreldra í uppeldi barnanna.

Skipt og jöfn búseta barna eftir skilnað.
Í Noregi búa í dag um 8% af skilnaðarbörnum hjá báðum foreldrum eftir skilnað (delt bosted). Í Svíþjóð búa um 18-20% af skilnaðarbörn hjá báðum foreldrum (växelvis boende). Rannsóknir í Svíþjóð sýna að börn sem njóta áfram umönnunar og forsjár beggja foreldra spjara sig mun betur en önnur börn. Á ÍSLANDI ER EKKI HÆGT AÐ SKRÁ BARN TIL HEIMILIS HJÁ BÁÐUM FORELDRUM EFTIR SKILNAÐ. “Barn býr því hjá mömmu og heimsækir pabba”

Við Íslendingar erum því miður langt á eftir frændum vorum Norðmönnum og enn lengra á eftir Svíum.

Íslendingar eru einungis fremstir í því að dæma feður í heimsins hæstu lágmarkmeðlög. Feður þurfa að greiða meðlög óháð því hvort barn sé 50% af tímum hjá sér og einnnig þó þeir fái aldrei að sjá börnin. Hér styður löggjafinn hina gömlu staðalímynd kynjannan: “faðir fyrirvinna” og “móðir uppalandi”

ÍSLENSK LÖGGJÖF ÞARF AÐ TRYGGJA AÐ BÆÐI FAÐIR OG MÓÐIR SÉU ÁVALLT VIRKIR UPPALENDUR BARNA SINNA ÓHÁÐ HJÚSKAPARSTÖÐU.

Flokkur: Forsjármál Vistað fyrst af: Gísli Gíslason 9.1.2006

http://www.aftenposten.no/nyheter/iriks/politikk/article1184157.ece

 

 

 

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0