Hvað segja rannsóknir og hvað segja foreldrar? Börn þurfa á báðum foreldrum að halda Til að átta þig á mikilvægi jafnrar umönnunar hugsaðu þér þá hvernig þér sem fullorðinni manneskju liði ef þú gætir aðeins verið með barninu þínu í fjóra daga á mánuði.
Eins og flestir foreldrar myndir þú sakna þess ógurlega, jafnvel þótt þú hafir tilfinningalegan þroska hins fullorðna. Börn með sínar viðkvæmu og óþroskuðu tilfinningar þjást jafnvel enn meira. Eðlilegt er að börn elski og þarfnist beggja foreldra sinna. Því miður eru flest börn ekki hjá forsjárlausa foreldri sínu nema fjóra til sex daga í mánuði hér á landi.

Ekki kemur á óvart að eins-foreldris-forsjá geti valdið börnum alvarlegum erfiðleikum. Börn sem alast upp í eins foreldris fjölskyldu eiga frekar á hættu að lenda í afbrotum á unglingsaldri, eignast börn sem táningar, fá lélegar einkunnir, misnota vímuefni, detta út úr skóla og ýmsum öðrum erfiðleikum. Þessar hættur vofa ekki síður yfir þótt tillti sé tekið til mismunandi tekna. Hættan er jafnvel enn meiri í stjúpfjölskyldum þótt þær hafi mun meiri tekjur. Rannsóknir sýna að skortur á umönnun beggja blóðforeldra er meginorsakavaldur í þessari hættu. Heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna segir þetta um málið:

„Meira en fjórðungur bandarískra barna – næstum því 17 milljónir – búa ekki hjá föður sínum. Stúlkur sem ekki hafa föður sinn til taks eru tvisvar og hálfum sinnum líklegri til að verða barnshafandi og 53% líklegri til að falla fyrir eigin hendi. Drengir sem ekki hafa föður sinn til taks eru 63% líklegri til að flýja að heiman og 37% líklegri til að misnota vímuefni. Bæði stúlkur og drengir eru tvisvar sinnum líklegri til að detta út úr framhaldsskóla, tvisvar sinnum líklegri til að lenda í fangelsi og fjórum sinnum líklegri til að þurfa aðstoð vegna tilfinninga- eða hegðunarraskana.“

– Fréttatilkynning Heilbrigðisráðuneytisins, föstudaginn 26. mars 1999.

Málshátturinn „betur sjá augu en auga“ felur í sér fornan vísdóm en hann sýnir líka þá hugsun sem býr að baki slagorði Children’s Rights Council að besta foreldrið er báðir foreldrar.

Hugtakið jöfn umönnun, eða sameiginleg forsjá, varð til um 1970 til að ná yfir virka þátttöku beggja foreldra í uppeldi barnanna. Fyrstu lögin í Bandaríkjunum um sameiginlega forsjá voru samþykkt í Indiana fylki 1973 og síðan hefur jöfn umönnun dreifst um öll fylkin 50. Í dag eru að minnsta kosti 30 fylki með sameiginlega forsjá sem meginreglu auk Bresku Kólumbíu í Kanada. Auk þess deila margir talsmenn barna á eins-foreldris-forsjá sem brot á stjórnarskránni [í Bandaríkjunum] í mörgum fylkjum þar sem ýmsir lögspekingar telja að ef ekki er ofbeldi eða vanrækslu fyrir að fara hafi foreldrar rétt á bæði sameiginlegri forsjá og jafnri umönnun. Til að læra meira um þessi mál sjá Joint Custody and the Constitution.

Jöfn umönnun stuðlar að tilfinningalegu jafnvægi barna með því að efla virka þátttöku beggja foreldra. Til eru tvær hliðar á jafnri umönnun í skilnaði: sameiginleg forsjá sem vísar til sameiginlegrar ákvarðanatöku og ábyrgðar foreldranna, og jafnrar/sameiginlegrar umönnunar sem gerir börnunum kleift að búa jafnar með foreldrum sínum en leyft er með eins-foreldris-forsjá. Með jafnri umönnun verja börnin að minnsta kosti 30% tímans með hvoru foreldri.

Þessu má koma í kring með jafnri vikulegri búsetu eða með öðru fyrirkomulagi sem veitir barninu tækifæri til að verja talsverðum tíma með báðum foreldrum. Sameiginleg forsjá er orðin viðtekin venja í flestum fylkjum Bandaríkjanna. Jöfn umönnun er ekki eins algeng en alríkistölfræði sýnir að meira en fimmta hver fráskilin fjölskylda hafði jafna umönnun 1997 og í sumum fylkjum er jöfn umönnun orðin að meginreglu í forsjármálum. (Sjá Custody Statistics.)

Jöfn umönnun er orðin vinsæl því hún virkar svo vel fyrir börnin. Rannsóknir síðasta aldarfjórðunginn sýna að börnum vegnar best þegar báðir foreldrar taka þátt í að ala þá upp, jafnvel þótt foreldrarnir séu skilin. (Sjá Research findings.)
„Áhugi foreldranna á umönnun, forsjá og stjórn á börnum sínum – – er kannski elsti áhugi á grundvallar frelsi sem rétturinn viðurkennir.“

Hæstiréttur Bandaríkjanna, 2000
________________________________________
Athugasemd frá skynsömum dómara:

„Þótt deilan sé táknuð með „gegn“ sem vísar til tveggja andstæðra aðila á sitthvorum enda línunnar, þá er líka þriðji aðili til staðar og hagsmunir hans og réttur gera línuna að þríhyrningi. Þessi einstaklingur, barnið sem er reyndar ekki opinberlega aðili að dómsmálinu þótt velferð þess sé þungamiðja ágreiningsins, hefur rétt til jafnrar umönnunar þegar báðir foreldrarnir eru hæfir til að veita hana.

Hin opinbera stefna felur í sér viðurkenningu á rétti barnsins til jafnrar umgengni og tækifæra með báðum foreldrum sínum, rétt til að njóta leiðsagnar og framfærslu beggja foreldra, rétt til að stærstu ákvarðanir séu teknar af báðum foreldrum út frá þekkingu þeirra beggja, dómgreind og reynslu. Barnið missir ekki þennan rétt þótt foreldrarnir ákveði að skilja.“

— Dorothy T. Beasley, dómforseti
Áfrýjunardómstóli Georgiu,

„In the Interest of A.R.B., a Child,“ 2. júlí, 1993
________________________________________

„Börnin græða mest þegar báðir foreldrar geta annast þau og þau umgangast báða foreldra sína.“

Vinnuhópur fylkisstjóra Maryland um fjölskyldurétt
Annapolis, 1992

________________________________________

Af vef samtakanna Children’s Rights Council (CRC), [Barnaréttarráð] í Waxhington-borg í Bandaríkjunum.

Barnaréttarráðið var stofnað í Washington-borg 1985 en það er sjálfseignarstofnun sem starfar um öll Bandaríkin með höfuðstöðvar í Washington-borg. Ráðið vinnur að því tryggja börnum viðvarandi og marktækt samband við báða foreldra og stærri fjölskyldu sína án tillits til hjúskaparstöðu foreldranna.

Greinin er af síðunni, http://www.gocrc.com/research/index.html , þar sem er að finna nokkrar rannsóknarritgerðir um rétt barna til beggja foreldra sinna.

© þýðing Félag ábyrgra feðra 2004

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0