FORSJÁRNEFND leggur til í lokaskýrslu sinni til dómsmálaráðherra að lögfest verði að sameiginleg forsjá barna verði meginregla við skilnað og sambúðarslit foreldra.

FORSJÁRNEFND leggur til í lokaskýrslu sinni til dómsmálaráðherra að lögfest verði að sameiginleg forsjá barna verði meginregla við skilnað og sambúðarslit foreldra.
Fram kemur í skýrslunni að hraðar breytingar hafi orðið á þessum málum á seinustu fjórum árum, þar sem í ljós hafi komið að foreldrar semji í sívaxandi mæli um sameiginlega forsjá. Þessi þróun sýni að reynslan af sameiginlegri forsjá sé góð og því beri að taka af skarið og lögfesta sameiginlega forsjá sem meginreglu. Einnig verði lögfest að dómarar geti dæmt sameiginlega forsjá. Þá leggur nefndin til í skýrslunni að skýrt verði kveðið á um fyrirkomulag umgengni barns og þess foreldris sem það býr ekki hjá þegar gengið er frá sambúðarslitum eða hjónaskilnaði hjá sýslumannsembættum.

Nefndin lagði fram tillögur í áfangaskýrslu árið 1999 og var ýmsum þeirra hrundið í framkvæmd við setningu barnalaga 2003. Í lokaskýrslu sinni nú ítrekar nefndin nokkrar fyrri tillögur sínar m.a. um hugsanleg viðbrögð við ólögmætum umgengnistálmunum foreldris sem barn býr hjá. Segir nefndin m.a. að frysting meðlags og niðurfelling barnabóta geti verið áhrifarík úrræði. “Umgengnistálmanir eru þau mál sem heitast brenna á foreldrum barna sem fyrir slíkum tálmunum verða. Úrræðaleysi opinberra aðila virðist vera algjört í þessum tilvikum, ekki síst þegar svo háttar til að sýslumaður hefur úrskurðað um umgengni en forsjárforeldri hefur kært úrskurðinn til dómsmálaráðuneytis,” segir í skýrslunni.

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0