Það foreldri sem ekki hefur forsjá barns á rétt á að fá frá hinu foreldrinu munnlegar upplýsingar um heilsufar þess, þroska, dvöl á leikskóla, skólagöngu, áhugamál og félagsleg tengsl.
– Réttur þessi er háður velvilja forsjárforeldrisins enda ekki um nein viðurlög að ræða.

Það foreldri sem ekki hefur forsjá barns á rétt á að fá aðgang að skriflegum gögnum um barnið frá skólum og leikskólum.
– Forsjárlausir hafa rétt til aðgangs að mentor svo dæmi sé tekið.

Það foreldri sem ekki hefur forsjá barns á rétt á að fá munnlegar upplýsingar um barnið frá öðrum aðilum sem fara með mál þess, svo sem sjúkrahúsum, heilsugæslu- og félagsmálastofnunum, félagsmálanefndum, barnaverndarnefndum og lögreglu.
– Réttur þessi miðast aðeins við munnlegar upplýsingar og því að mestu undir velvilja starfsmanna á stofnunum komið hvort þessi réttur er virtur. Nánast ómögulegt að sýna fram á að upplýsingar hafi verið eða hafi ekki verið veittar og þá hvort einhverju hafi verið haldið eftir.

Upplýsingaréttur er skilgreindur í 52. gr. Barnalaga nr. 76/2003

Deildu með öðrum ...Share on Facebook
Facebook
0Share on LinkedIn
Linkedin
Tweet about this on Twitter
Twitter
Pin on Pinterest
Pinterest
0Share on Reddit
Reddit
0